Erlent

Getum beðið eina nótt enn

"Þetta hefur verið löng nótt. En við höfum beðið fjögur ár eftir þessum sigri og getum beðið eina nótt enn," sagði John Edwards, varaforsetaefni demókrata, þegar hann lýsti því yfir að hann og John Kerry ætluðu sér að sjá til þess að hvert einasta atkvæði yrði talið. Það er því ljóst að demókratar ætla ekki að lýsa yfir ósigri. 175 þúsund vafaatkvæði í Ohio verða ekki talin í nótt og hugsanlega ekki næstu daga. Demókratar telja sig eiga drjúgan hluta þessara atkvæða og ætla að berjast fyrir því að þau verði tekin gild. Ljóst má vera að hart verður tekist á um atkvæðin, dómsmál gengu á víxl í gær og búast má við að lögmenn beggja frambjóðenda verði á fullu við að fá atkvæði talin eða úrskurðuð ógild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×