Náttúruvaktin 3. nóvember 2004 00:01 Gosið sem hófst í Grímsvötnum á Vatnajökli í fyrrakvöld, hið þrettánda á hundrað árum, minnir okkur á tvennt. Hvað sem allri þróun tækni og vísinda líður eru náttúruöflin manninum margfalt máttugri. Gagnvart heljarkrafti eldgosa og jökulhlaupa getum við aðeins undrast, hrifist eða skelfst eftir atvikum, og vonað hið besta. En þennan kraft munum við tæplega nokkru sinni beisla. Hitt er, að það getur ráðið úrslitum í viðureigninni við náttúruöflin að viðbúnaður sé ávallt sem bestur og traust þekking sé fyrir hendi á líklegri hegðun náttúrunnar við skilyrði eins og nú hafa skapast. Í því efni erum við Íslendingar heppnir að eiga annars vegar öflugar almannavarnir og hins vegar vísindamenn á heimsmælikvarða. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að slíkt er engan veginn sjálfgefið. Það gildir jafnt um öryggisstofnanir sem vísindastofnanir að þær geta aðeins þrifist við þær aðstæður að almennur skilningur ríki á störfum þeirra og nauðsynlegu fjármagni sé veitt til þeirra. Og starfskrafta bestu vísndamanna þjóðarinnar getum við aðeins vænst að njóta ef við erum tilbúin að bjóða þeim viðunandi starfsaðstæður. Hvort tveggja vill því miður stundum gleymast þegar eldtungurnar úr iðrum jarðar hverfa sjónum og skjálftavirknin rénar. Við Íslendingar lifum í landi þar sem gosvirkni er óvenju mikil. Þó að við ráðum ekki við náttúruna höfum við markvisst búið okkur undir þau átök við hana sem reynslan hefur kennt okkur að vænta. Við höfum lagt áherslu á að hafa alltaf sveit vel menntaðra jarðfræðinga og vísindamanna í skyldum greinum til að koma á vettvang þegar náttúruhamfarir verða. Án vísindamanna Veðurstofu, Orkustofnunar, Raunvísindastofnunar Háskólans og sambærilegra stofnana er hætt við að þjóðin yrði óstyrk við fréttir af hamförum eins og eldgosum og jarðskjálftum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Gosið sem hófst í Grímsvötnum á Vatnajökli í fyrrakvöld, hið þrettánda á hundrað árum, minnir okkur á tvennt. Hvað sem allri þróun tækni og vísinda líður eru náttúruöflin manninum margfalt máttugri. Gagnvart heljarkrafti eldgosa og jökulhlaupa getum við aðeins undrast, hrifist eða skelfst eftir atvikum, og vonað hið besta. En þennan kraft munum við tæplega nokkru sinni beisla. Hitt er, að það getur ráðið úrslitum í viðureigninni við náttúruöflin að viðbúnaður sé ávallt sem bestur og traust þekking sé fyrir hendi á líklegri hegðun náttúrunnar við skilyrði eins og nú hafa skapast. Í því efni erum við Íslendingar heppnir að eiga annars vegar öflugar almannavarnir og hins vegar vísindamenn á heimsmælikvarða. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að slíkt er engan veginn sjálfgefið. Það gildir jafnt um öryggisstofnanir sem vísindastofnanir að þær geta aðeins þrifist við þær aðstæður að almennur skilningur ríki á störfum þeirra og nauðsynlegu fjármagni sé veitt til þeirra. Og starfskrafta bestu vísndamanna þjóðarinnar getum við aðeins vænst að njóta ef við erum tilbúin að bjóða þeim viðunandi starfsaðstæður. Hvort tveggja vill því miður stundum gleymast þegar eldtungurnar úr iðrum jarðar hverfa sjónum og skjálftavirknin rénar. Við Íslendingar lifum í landi þar sem gosvirkni er óvenju mikil. Þó að við ráðum ekki við náttúruna höfum við markvisst búið okkur undir þau átök við hana sem reynslan hefur kennt okkur að vænta. Við höfum lagt áherslu á að hafa alltaf sveit vel menntaðra jarðfræðinga og vísindamanna í skyldum greinum til að koma á vettvang þegar náttúruhamfarir verða. Án vísindamanna Veðurstofu, Orkustofnunar, Raunvísindastofnunar Háskólans og sambærilegra stofnana er hætt við að þjóðin yrði óstyrk við fréttir af hamförum eins og eldgosum og jarðskjálftum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun