„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 11. október 2025 07:00 Það er fátt sem skiptir foreldra ungra barna meira máli en vita að börnin þeirra séu örugg og þeim vel sinnt í góðu faglegu umhverfi á leikskóla. Nýlega samþykkti borgarráð drög að tillögum til umbóta á náms- og starfsumhverfi leikskóla ásamt því að hefja víðtækt samráðsferli við foreldra, starfsfólk og leikskólastjóra. Þetta er stórt og mikilvægt skref. Markmiðið er að bæta starfsumhverfi leikskóla með hag allra að leiðarljósi. Foreldrar barna á leikskólum þekkja hversu þreytandi og kvíðavaldandi það getur verið að fá skilaboð um skyndilegar lokanir vegna manneklu eða veikinda. Með tillögunum er reynt að taka á þessari óvissu sem valdið hefur töluverðu raski í lífi reykvískra barnafjölskyldna allt of lengi. Starfsfólkið er lykillinn Leikskólastarf byggir á fólki, leikskólakennurum, leiðbeinendum og öllu því starfsfólki sem daglega sinnir börnum borgarinnar af hlýju og fagmennsku. Ef starfsumhverfið er ótryggt, vinnuálagið óraunhæft og kerfið ósveigjanlegt, eru það fyrst og fremst börnin sem finna fyrir því. Mörg sveitarfélög, þeirra á meðal Reykjavík, hafa lengi glímt við mönnunarvanda á leikskólum. Þess vegna miða væntanlegar breytingar að því að tryggja stöðugleika og faglegt svigrúm með því að aðlaga betur dvalartíma barna og vinnutíma starfsfólks. Við í borgarstjórnar meirihlutanum viljum leggja grunn að leikskólakerfi sem hvílir á traustum stoðum. Að starfsfólk leikskóla hafi svigrúm til að sinna börnunum án þess að vera hlaupandi á milli verkefna með samviskubitið á bakinu. Þetta er ekki bara skipulagsmál heldur spurning um virðingu og félagslegt réttlæti gagnvart þeim sem halda þessu kerfi uppi. Samráð - leiðin til sátta Það er skiljanlegt að sumar tillögurnar, eins og ný gjaldskrá og skráningardagar, veki spurningar. Þess vegna er mikilvægt að vel takist til í opnu og góðu samráði sem nú er að hefjast. Við verðum að tryggja að breytingar á gjaldskrá og vistunartíma bitni ekki á þeim sem minnst mega sín þannig að foreldrar með minni tekjur eða flókinn vinnutíma sitji ekki eftir. Flokkur fólksins hefur alltaf talað fyrir sanngirni og jafnræði í þjónustu borgarinnar. Engin undantekning verður á því við þessa vinnu. Við fögnum nýrri nálgun, en hlustum jafnframt vel og vandlega á alla sem málið varðar áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Þess vegna fara tillögurnar fyrst til vinnslu og rýni í samráðsgátt en ekki strax til framkvæmda. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og varamaður í skóla- og frístundaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það er fátt sem skiptir foreldra ungra barna meira máli en vita að börnin þeirra séu örugg og þeim vel sinnt í góðu faglegu umhverfi á leikskóla. Nýlega samþykkti borgarráð drög að tillögum til umbóta á náms- og starfsumhverfi leikskóla ásamt því að hefja víðtækt samráðsferli við foreldra, starfsfólk og leikskólastjóra. Þetta er stórt og mikilvægt skref. Markmiðið er að bæta starfsumhverfi leikskóla með hag allra að leiðarljósi. Foreldrar barna á leikskólum þekkja hversu þreytandi og kvíðavaldandi það getur verið að fá skilaboð um skyndilegar lokanir vegna manneklu eða veikinda. Með tillögunum er reynt að taka á þessari óvissu sem valdið hefur töluverðu raski í lífi reykvískra barnafjölskyldna allt of lengi. Starfsfólkið er lykillinn Leikskólastarf byggir á fólki, leikskólakennurum, leiðbeinendum og öllu því starfsfólki sem daglega sinnir börnum borgarinnar af hlýju og fagmennsku. Ef starfsumhverfið er ótryggt, vinnuálagið óraunhæft og kerfið ósveigjanlegt, eru það fyrst og fremst börnin sem finna fyrir því. Mörg sveitarfélög, þeirra á meðal Reykjavík, hafa lengi glímt við mönnunarvanda á leikskólum. Þess vegna miða væntanlegar breytingar að því að tryggja stöðugleika og faglegt svigrúm með því að aðlaga betur dvalartíma barna og vinnutíma starfsfólks. Við í borgarstjórnar meirihlutanum viljum leggja grunn að leikskólakerfi sem hvílir á traustum stoðum. Að starfsfólk leikskóla hafi svigrúm til að sinna börnunum án þess að vera hlaupandi á milli verkefna með samviskubitið á bakinu. Þetta er ekki bara skipulagsmál heldur spurning um virðingu og félagslegt réttlæti gagnvart þeim sem halda þessu kerfi uppi. Samráð - leiðin til sátta Það er skiljanlegt að sumar tillögurnar, eins og ný gjaldskrá og skráningardagar, veki spurningar. Þess vegna er mikilvægt að vel takist til í opnu og góðu samráði sem nú er að hefjast. Við verðum að tryggja að breytingar á gjaldskrá og vistunartíma bitni ekki á þeim sem minnst mega sín þannig að foreldrar með minni tekjur eða flókinn vinnutíma sitji ekki eftir. Flokkur fólksins hefur alltaf talað fyrir sanngirni og jafnræði í þjónustu borgarinnar. Engin undantekning verður á því við þessa vinnu. Við fögnum nýrri nálgun, en hlustum jafnframt vel og vandlega á alla sem málið varðar áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Þess vegna fara tillögurnar fyrst til vinnslu og rýni í samráðsgátt en ekki strax til framkvæmda. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og varamaður í skóla- og frístundaráði.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun