Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar 11. október 2025 10:30 Það er ákveðin þversögn í íslensku samfélagi sem við ræðum sjaldan af fullri hreinskilni. Við tölum mikið um löggæslu og heilbrigðiskerfi, en í raun mætast þessar tvær stoðir samfélagsins mjög oft á sama stað í sömu aðstæðum og er birtingarmyndin jafnan manneskjur sem hafa misst tökin á eigin lífi. Geðheilbrigðismál eru ekki lengur jaðarfyrirbæri, þau eru hjarta málsins þegar rætt er um samfélagslegt heilbrigði. Þau snúast ekki bara um veikindi heldur um tengingu, virðingu og að hafa skining á því hversu brothætt lífið getur verið. Íslendingar eru í dag betur upplýstir um geðræn málefni en nokkru sinni fyrr, en þrátt fyrir aukna vitund eru úrræðin víða veik. Kerfið er of oft byggt á bráðaviðbrögðum en ekki fyrirbyggjandi stuðningi. Við bregðumst við þegar vandinn er orðinn sýnilegur í stað þess að hlúa að fólki áður en það brotnar. Þessi viðbragðsmenning á sér spegil í löggæslunni þar sem við sjáum oftar en ekki manneskjur í mikilli neyð, ekki glæpamenn í hefðbundnum skilningi, heldur einstaklinga sem hafa tapað áttum, tapað sjálfsvirðingu eða einfaldlega misst tengslin við veruleikann. Þegar ég starfaði sem lögreglumaður varð mér þetta æ ljósara. Ég sá oftar en einu sinni hvernig kerfin, bæði réttarkerfið og heilbrigðiskerfið töluðu ekki sama tungumálið. Það sem er á bak við það sem kallað er „atvik“ í dagbók lögreglunnar er oftar en ekki manneskja í kreppu, hrædd, reið, örvæntingarfull eða rugluð. Í augum kerfisins varð hún fljótt „vandamál“ sem þurfti að leysa, ekki manneskja sem þurfti að skilja. Þetta er ekki vegna skeytingarleysis lögreglumanna, heldur einfaldlega vegna þess að við vorum ekki menntuð eða þjálfuð til að sjá undir yfirborðið. Þegar lögregla kemur á vettvang þar sem einstaklingur er í geðrofi eða sjálfsskaðahættu er álagið gríðarlegt. Þeir sem hafa upplifað slíkar aðstæður vita að engin bók segir þér hvernig á að tala við manneskju sem hefur misst raunveruleikatengsl. Þú getur ekki beitt valdi eða rökhugsun. Þú þarft hjarta, þolinmæði og virðingu. Og það er nákvæmlega það sem ég lærði þegar ég fór sjálfur að starfa á geðdeild. Vinnan á geðsviði var og er án nokkurs vafa besta vinna sem ég hef unnið. Hún umbreytti sýn minni á manneskjuna, á heilbrigðiskerfið og á sjálfan mig. Þar var ekki lengur spurning um að bregðast við, heldur að mæta. Að mæta manneskju þar sem hún er, án dóms og án þess að ætla að „laga“ hana. Það sem virtist áður óskiljanlegt varð allt í einu mannlegt. Reiðin, hræðslan, kvíðinn og þögnin, hafði allt merkingu. Á geðdeildinni lærir maður að lesa það sem ekki er sagt. Maður lærir að þögn getur verið hróp, að bros getur verið gríma og að sakleysi getur falið djúpan sársauka. Maður lærir að traust er ekki sjálfgefið, það er verðmætasta gjöf sem sjúklingur getur gefið. Og maður lærir að styrkur birtist ekki í völdum eða skipunum, heldur í ró, nærveru og samkennd. Ég sá samstarfsfólk á geðsviðinu vinna kraftaverk á hverjum degi, oftast ekki með lyfjum eða lækningatækjum, heldur með hlustun, snertingu, húmor og þrautseigju. Það sem kom mér mest á óvart var hve margir þeirra sem áttu við alvarleg geðræn veikindi að stríða voru í raun með ótrúlega djúpan skilning á mannlegu eðli. Þeir höfðu séð myrkrið, fundið fyrir því á eigin skinni og voru oft með meira innsæi og hlýju en margir heilbrigðir einstaklingar. Þeir kenndu mér að veikindi taka ekki manngildið af neinum. Þvert á móti geta þau afhjúpað kjarnann í því hvað það þýðir að vera manneskja. Þegar ég hugsa til baka sé ég hve ómetanlegt væri ef allir lögreglumenn fengju að upplifa tímabil á geðdeild áður en þeir stíga út á vettvang. Það myndi breyta öllu. Það myndi breyta hvernig við nálgumst fólk í vanda, hvernig við túlkum hegðun og hvernig við forðumst að dæma áður en við skiljum. Það er erfitt að kenna samkennd í kennslustofu, en hún vex í mannlegri nálægð, í því að sitja við rúmstokk, hlusta á mann tala í ringulreið eða sjá augnaráð fyllt ótta og örvæntingu. Ef löggæsla og heilbrigðiskerfi myndu vinna nánar saman, með manninn í miðju, myndi samfélagið allt græða. Lögreglumenn myndu læra að bregðast við með innsæi og virðingu, heilbrigðisstarfsfólk myndi skilja betur aðstæður úti í samfélaginu og saman myndum við byggja brú milli þess sem við köllum „öryggi“ og þess sem við köllum „heilbrigði“. Því í raun eru þetta tvær hliðar á sama peningnum. Það sem ég tók með mér úr starfi mínu á geðsviði er ekki aðeins aukin fagþekking, heldur ný sýn á mannlegt eðli. Ég fór þangað sem fyrrverandi lögreglumaður, en ég kom þaðan sem maður. Ég lærði að það sem fólk þarf mest þegar það er veikt eða í vanda er ekki að vera bjargað, heldur að vera séð. Ég lærði að hjálp er ekki alltaf verknaður, hún er viðvera. Og ég lærði að stundum er besta öryggisráðstöfunin ekki handjárn eða skipun, heldur augnsamband og orð eins og „ég sé þig.“ Það er kominn tími til að við horfum á geðheilbrigðismál ekki sem sérstakt svið innan heilbrigðiskerfisins ,heldur sem spegil á heilsu okkar allra. Við erum öll á einhvers konar rófi, öll með brothætt jafnvægi sem lífið getur raskað. Ef við getum skapað samfélag þar sem við mætum hvert öðru með meiri virðingu, meðvitund og mildi, þá munum við ekki aðeins sjá heilbrigðiskerfið batna, heldur samfélagið sjálft. Vinnan á geðdeild var ekki bara starf, hún var lífsnám. Þar lærði ég hvað raunveruleg þjónusta er eins og að mæta fólki þar sem það er, án skilyrða, án yfirvalds og án hlekkja. Ég vona að einn daginn verði það hluti af menntun allra sem vinna að öryggi annarra. Að læra að sjá hið brothætta sem afl og ekki ógn. Því í raun er það ekki valdið sem gerir okkur sterk, það er skilningurinn. Til hamingju með daginn, öll sömul. Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Það er ákveðin þversögn í íslensku samfélagi sem við ræðum sjaldan af fullri hreinskilni. Við tölum mikið um löggæslu og heilbrigðiskerfi, en í raun mætast þessar tvær stoðir samfélagsins mjög oft á sama stað í sömu aðstæðum og er birtingarmyndin jafnan manneskjur sem hafa misst tökin á eigin lífi. Geðheilbrigðismál eru ekki lengur jaðarfyrirbæri, þau eru hjarta málsins þegar rætt er um samfélagslegt heilbrigði. Þau snúast ekki bara um veikindi heldur um tengingu, virðingu og að hafa skining á því hversu brothætt lífið getur verið. Íslendingar eru í dag betur upplýstir um geðræn málefni en nokkru sinni fyrr, en þrátt fyrir aukna vitund eru úrræðin víða veik. Kerfið er of oft byggt á bráðaviðbrögðum en ekki fyrirbyggjandi stuðningi. Við bregðumst við þegar vandinn er orðinn sýnilegur í stað þess að hlúa að fólki áður en það brotnar. Þessi viðbragðsmenning á sér spegil í löggæslunni þar sem við sjáum oftar en ekki manneskjur í mikilli neyð, ekki glæpamenn í hefðbundnum skilningi, heldur einstaklinga sem hafa tapað áttum, tapað sjálfsvirðingu eða einfaldlega misst tengslin við veruleikann. Þegar ég starfaði sem lögreglumaður varð mér þetta æ ljósara. Ég sá oftar en einu sinni hvernig kerfin, bæði réttarkerfið og heilbrigðiskerfið töluðu ekki sama tungumálið. Það sem er á bak við það sem kallað er „atvik“ í dagbók lögreglunnar er oftar en ekki manneskja í kreppu, hrædd, reið, örvæntingarfull eða rugluð. Í augum kerfisins varð hún fljótt „vandamál“ sem þurfti að leysa, ekki manneskja sem þurfti að skilja. Þetta er ekki vegna skeytingarleysis lögreglumanna, heldur einfaldlega vegna þess að við vorum ekki menntuð eða þjálfuð til að sjá undir yfirborðið. Þegar lögregla kemur á vettvang þar sem einstaklingur er í geðrofi eða sjálfsskaðahættu er álagið gríðarlegt. Þeir sem hafa upplifað slíkar aðstæður vita að engin bók segir þér hvernig á að tala við manneskju sem hefur misst raunveruleikatengsl. Þú getur ekki beitt valdi eða rökhugsun. Þú þarft hjarta, þolinmæði og virðingu. Og það er nákvæmlega það sem ég lærði þegar ég fór sjálfur að starfa á geðdeild. Vinnan á geðsviði var og er án nokkurs vafa besta vinna sem ég hef unnið. Hún umbreytti sýn minni á manneskjuna, á heilbrigðiskerfið og á sjálfan mig. Þar var ekki lengur spurning um að bregðast við, heldur að mæta. Að mæta manneskju þar sem hún er, án dóms og án þess að ætla að „laga“ hana. Það sem virtist áður óskiljanlegt varð allt í einu mannlegt. Reiðin, hræðslan, kvíðinn og þögnin, hafði allt merkingu. Á geðdeildinni lærir maður að lesa það sem ekki er sagt. Maður lærir að þögn getur verið hróp, að bros getur verið gríma og að sakleysi getur falið djúpan sársauka. Maður lærir að traust er ekki sjálfgefið, það er verðmætasta gjöf sem sjúklingur getur gefið. Og maður lærir að styrkur birtist ekki í völdum eða skipunum, heldur í ró, nærveru og samkennd. Ég sá samstarfsfólk á geðsviðinu vinna kraftaverk á hverjum degi, oftast ekki með lyfjum eða lækningatækjum, heldur með hlustun, snertingu, húmor og þrautseigju. Það sem kom mér mest á óvart var hve margir þeirra sem áttu við alvarleg geðræn veikindi að stríða voru í raun með ótrúlega djúpan skilning á mannlegu eðli. Þeir höfðu séð myrkrið, fundið fyrir því á eigin skinni og voru oft með meira innsæi og hlýju en margir heilbrigðir einstaklingar. Þeir kenndu mér að veikindi taka ekki manngildið af neinum. Þvert á móti geta þau afhjúpað kjarnann í því hvað það þýðir að vera manneskja. Þegar ég hugsa til baka sé ég hve ómetanlegt væri ef allir lögreglumenn fengju að upplifa tímabil á geðdeild áður en þeir stíga út á vettvang. Það myndi breyta öllu. Það myndi breyta hvernig við nálgumst fólk í vanda, hvernig við túlkum hegðun og hvernig við forðumst að dæma áður en við skiljum. Það er erfitt að kenna samkennd í kennslustofu, en hún vex í mannlegri nálægð, í því að sitja við rúmstokk, hlusta á mann tala í ringulreið eða sjá augnaráð fyllt ótta og örvæntingu. Ef löggæsla og heilbrigðiskerfi myndu vinna nánar saman, með manninn í miðju, myndi samfélagið allt græða. Lögreglumenn myndu læra að bregðast við með innsæi og virðingu, heilbrigðisstarfsfólk myndi skilja betur aðstæður úti í samfélaginu og saman myndum við byggja brú milli þess sem við köllum „öryggi“ og þess sem við köllum „heilbrigði“. Því í raun eru þetta tvær hliðar á sama peningnum. Það sem ég tók með mér úr starfi mínu á geðsviði er ekki aðeins aukin fagþekking, heldur ný sýn á mannlegt eðli. Ég fór þangað sem fyrrverandi lögreglumaður, en ég kom þaðan sem maður. Ég lærði að það sem fólk þarf mest þegar það er veikt eða í vanda er ekki að vera bjargað, heldur að vera séð. Ég lærði að hjálp er ekki alltaf verknaður, hún er viðvera. Og ég lærði að stundum er besta öryggisráðstöfunin ekki handjárn eða skipun, heldur augnsamband og orð eins og „ég sé þig.“ Það er kominn tími til að við horfum á geðheilbrigðismál ekki sem sérstakt svið innan heilbrigðiskerfisins ,heldur sem spegil á heilsu okkar allra. Við erum öll á einhvers konar rófi, öll með brothætt jafnvægi sem lífið getur raskað. Ef við getum skapað samfélag þar sem við mætum hvert öðru með meiri virðingu, meðvitund og mildi, þá munum við ekki aðeins sjá heilbrigðiskerfið batna, heldur samfélagið sjálft. Vinnan á geðdeild var ekki bara starf, hún var lífsnám. Þar lærði ég hvað raunveruleg þjónusta er eins og að mæta fólki þar sem það er, án skilyrða, án yfirvalds og án hlekkja. Ég vona að einn daginn verði það hluti af menntun allra sem vinna að öryggi annarra. Að læra að sjá hið brothætta sem afl og ekki ógn. Því í raun er það ekki valdið sem gerir okkur sterk, það er skilningurinn. Til hamingju með daginn, öll sömul. Höfundur er mannvinur og kennari.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun