Erlent

Berlusconi fagnar sigri Bush

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, fagnaði í dag sigri George Bush í kosningunum í Bandaríkjunum í gær, þrátt fyrir að endanleg úrslit liggi ekki fyrir. Berlusconi segir sigurinn tilkominn vegna efnahagsástands Bandaríkjanna og skattalækkana Bush. Ítalinn lét hafa þetta eftir sér eftir að hafa fundað með Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sem sagði við sama tækifæri að ef George Bush standi uppi sem sigurvegari kosninganna sé það merki þess að bandaríska þjóðin óttist ekki hryðjuverkamenn. „Ef Bush vinnur get ég aðeins lýst yfir ánægju með að almenningur í Ameríku lætur ekki ógna sér. Fólkið hefur tekið skynsamlega ákvörðun,“ sagði Pútín



Fleiri fréttir

Sjá meira


×