Sonur minn bjargaði mér frá jakka 3. nóvember 2004 00:01 Ármann Guðmundsson, leikstjóri og leikskáld, reynir að kaupa sér sem minnst en gerði einu sinni glappaskot í innkaupum. "Ég keypti mér rúskinnsleðurjakka áður en ég útskrifaðist úr menntaskóla fyrir fjórtán árum. Þáverandi kærasta lagði hart að mér að kaupa jakkann og ég lét undan þrátt fyrir nagandi efasemdirnar sem ég fann fyrir. Hann leit svo sem ágætlega út en ég fílaði hann aldrei neitt sérstaklega og einkum voru það axlapúðarnir sem fóru í taugarnar á mér. Svo passaði hann ekkert á mig því ég var svo mikil horrengla að jakkinn flaksaðist bara á mér. Hann kostaði 20.000 krónur sem var mikill peningur í þá daga og miklu meira en við höfðum efni á. Svo bjargaði sonur minn mér frá þessum jakka með því að gubba á hann einu sinni þegar hann var búinn að drekka úr pelanum sínum. Til stóð að fara með jakkann í hreinsun en það varð einhvern veginn aldrei af því, ég veit ekki af hverju. Ég var með nett samviskubit í nokkur ár yfir því að ganga ekki í flík sem við höfðum eytt í peningum sem við áttum í raun ekki en ekki gat ég gengið í útgubbuðum jakkanum." Skyldi jakkinn vera til ennþá? "Ég gróf hann upp um daginn en held að ég muni nú ekki fara að ganga í honum. Gubbið er reyndar þornað og gufað upp en það er eitthvað við axlapúðana. Það er samt merkilegt að jakkinn sé ennþá til því ég hef flutt nokkrum sinnum síðan þetta var og alltaf hefur samviskubitið forðað mér frá því að henda honum. En nú ætla ég að fara með hann niður í leikfélag og láta hann ganga aftur. Ég vona bara að hann komi einhverjum ódauðlegum persónum til góða. Kannski skrifa ég bara mann inn í hann," segir Ármann hugsi og hver veit nema jakkinn öðlist einhvern tíma nýtt líf. Fjármál Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ármann Guðmundsson, leikstjóri og leikskáld, reynir að kaupa sér sem minnst en gerði einu sinni glappaskot í innkaupum. "Ég keypti mér rúskinnsleðurjakka áður en ég útskrifaðist úr menntaskóla fyrir fjórtán árum. Þáverandi kærasta lagði hart að mér að kaupa jakkann og ég lét undan þrátt fyrir nagandi efasemdirnar sem ég fann fyrir. Hann leit svo sem ágætlega út en ég fílaði hann aldrei neitt sérstaklega og einkum voru það axlapúðarnir sem fóru í taugarnar á mér. Svo passaði hann ekkert á mig því ég var svo mikil horrengla að jakkinn flaksaðist bara á mér. Hann kostaði 20.000 krónur sem var mikill peningur í þá daga og miklu meira en við höfðum efni á. Svo bjargaði sonur minn mér frá þessum jakka með því að gubba á hann einu sinni þegar hann var búinn að drekka úr pelanum sínum. Til stóð að fara með jakkann í hreinsun en það varð einhvern veginn aldrei af því, ég veit ekki af hverju. Ég var með nett samviskubit í nokkur ár yfir því að ganga ekki í flík sem við höfðum eytt í peningum sem við áttum í raun ekki en ekki gat ég gengið í útgubbuðum jakkanum." Skyldi jakkinn vera til ennþá? "Ég gróf hann upp um daginn en held að ég muni nú ekki fara að ganga í honum. Gubbið er reyndar þornað og gufað upp en það er eitthvað við axlapúðana. Það er samt merkilegt að jakkinn sé ennþá til því ég hef flutt nokkrum sinnum síðan þetta var og alltaf hefur samviskubitið forðað mér frá því að henda honum. En nú ætla ég að fara með hann niður í leikfélag og láta hann ganga aftur. Ég vona bara að hann komi einhverjum ódauðlegum persónum til góða. Kannski skrifa ég bara mann inn í hann," segir Ármann hugsi og hver veit nema jakkinn öðlist einhvern tíma nýtt líf.
Fjármál Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira