Erlent

Repúblikanar juku meirihluta sinn

Repúblikanar tryggðu sér í fyrrinótt áframhaldandi meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings og bættu við sig þingsætum bæði í öldungadeildinni og fulltrúadeildinni. Einn þeirra demókrata sem urðu fyrir barðinu á sigrum repúblikana var Tom Daschle, leiðtogi dermókrata í öldungadeildinni. Hann tapaði fyrir repúblikananum John Thune og varð fyrsti leiðtogi stjórnmálaflokks í öldungadeildinni til að falla í kosningum í rúma hálfa öld eða frá árinu 1952. Demókratar töpuðu einnig þingsæti í Norður-Karólínu sem John Edwards vann fyrir sex árum en hann gaf ekki kost á sér í vegna varaforsetaframboðs síns. Eina gleðiefni demókrata var að vonarstjarna þeirra Barack Obama vann sæti af repúblikönum í Kansas. Repúblikanar eru með 53 af hundrað sætum í öldungadeildinni og allt að 233 af 435 sætum í fulltrúadeildinni þar sem þeir höfðu áður 228 þingmenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×