Erlent

Skattar og eftirlaun í brennidepli

Helstu áhersluefni George W. Bush Bandaríkjaforseta á seinna kjörtímabili sínu sem forseti verða þau að stokka upp skattkerfið og gjörbreyta eftirlaunakerfinu. Bush vill breyta eftirlaunakerfinu þannig að fólk hafi meira forræði yfir eftirlaunasparnaði sínum og geti lagt iðgjöld sín inn á eigin eftirlaunareikninga. Umræða um Íraksstríðið var áberandi í kosningabaráttunni. Á fréttafundi í Washington í gær sagði Bush að Bandaríkjastjórn myndi halda áfram á sömu braut og ná markmiðum sínum, sem væru að halda kosningar í Írak og koma á stöðugleika í landinu. Bush svaraði litlu um hvaða breytingar yrðu gerðar á ríkisstjórn hans. "Ég hef engar ákvarðanir tekið um ráðherraliðið," sagði hann. Fastlega er búist við einhverri uppstokkun, en meðal þeirra sem talið er að kunni að hætta eru John Ashcroft dómsmálaráðherra, Colin Powell utanríkisráðherra og Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×