Bond-leiðindi eldast ekki vel Egill Helgason skrifar 8. nóvember 2004 00:01 Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar í gær - hef ekki haft aðgang að Skjá einum í þrjú ár en nú hefur það breyst - og ætlaði að horfa á James Bond mynd síðla kvölds. Fyrir löngu var ég reyndar dálítill aðdáandi Bond myndanna, fannst þær nokkuð sniðug afþreying - en síðar komst ég að því að þær væru úrvals svefnmeðal, sérstaklega fyrir mann sem á erfitt með að sofa eins og ég. Ekkert óvænt gerist í Bond myndunum, maður sér fyrir allt löngu áður en það skeður, atburði, tilsvör, mannvíg, brandara. Þetta er ekkert ósvipað því að telja kindur. Maður veit alltaf hvað kemur næst. Mestur varð svæfingarmáttur Bonds þegar ég lognaðist út af á þarsíðustu Bond mynd í miðri sýningu í Laugarásbíói. Það var nokkuð óheppilegt því bíóförin var partur af stefnumóti við konu sem ég þekkti ekki mikið. Ég veit ekki hvað hún hefur haldið um mig þar sem ég dró ýsur í bíóinu - allavega náði sambandið ekkert lengra. Atriði í síðustu Bond mynd, sem voru að hluta til tekin í Jökulsárlóni, voru svo með því langdregnasta og leiðinlegasta sem nokkurn tíma hefur sést á hvíta tjaldinu. En ég ætlaði semsagt að horfa á Bond myndina í gær, The Spy Who Loved Me, með babe-inu Barböru Bach, sem ég sá með Ringo í Atlavík um árið. Myndin var ennþá leiðinlegri og hællærislegri en mig minnti að Bond væri almennt - eins og safn um gamalt kitsch sem gaman er að sjá í fimm mínútur, en svo missir maður áhugann af því heimurinn er hvort sem er fullur af svona drasli, sofnar eða fer að gera eitthvað annað. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar í gær - hef ekki haft aðgang að Skjá einum í þrjú ár en nú hefur það breyst - og ætlaði að horfa á James Bond mynd síðla kvölds. Fyrir löngu var ég reyndar dálítill aðdáandi Bond myndanna, fannst þær nokkuð sniðug afþreying - en síðar komst ég að því að þær væru úrvals svefnmeðal, sérstaklega fyrir mann sem á erfitt með að sofa eins og ég. Ekkert óvænt gerist í Bond myndunum, maður sér fyrir allt löngu áður en það skeður, atburði, tilsvör, mannvíg, brandara. Þetta er ekkert ósvipað því að telja kindur. Maður veit alltaf hvað kemur næst. Mestur varð svæfingarmáttur Bonds þegar ég lognaðist út af á þarsíðustu Bond mynd í miðri sýningu í Laugarásbíói. Það var nokkuð óheppilegt því bíóförin var partur af stefnumóti við konu sem ég þekkti ekki mikið. Ég veit ekki hvað hún hefur haldið um mig þar sem ég dró ýsur í bíóinu - allavega náði sambandið ekkert lengra. Atriði í síðustu Bond mynd, sem voru að hluta til tekin í Jökulsárlóni, voru svo með því langdregnasta og leiðinlegasta sem nokkurn tíma hefur sést á hvíta tjaldinu. En ég ætlaði semsagt að horfa á Bond myndina í gær, The Spy Who Loved Me, með babe-inu Barböru Bach, sem ég sá með Ringo í Atlavík um árið. Myndin var ennþá leiðinlegri og hællærislegri en mig minnti að Bond væri almennt - eins og safn um gamalt kitsch sem gaman er að sjá í fimm mínútur, en svo missir maður áhugann af því heimurinn er hvort sem er fullur af svona drasli, sofnar eða fer að gera eitthvað annað.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira