Mörg siðferðileg álitamál 9. nóvember 2004 00:01 Mörg siðferðileg álitamál skutu upp kollinum samtímis þegar maður fyllti tankinn af bensíni á sjálfsafgreiðslustöð í Reykjavík og ók brott án þess að fara fyrst inn og borga. Hann sagðist svo eftir á hafa verið að taka upp í það sem olíufélögin væru búin að stela af honum með ólöglegu samráði í gegnum tíðina. Athugull afgreiðslumaður sá hverju fram fór og náði niður númerinu á bílnum til að geta kært þjófnað til lögreglunnar, sem hann gerði strax. En minnugur þess að hann hafði heyrt úr skýrslu Samkeppnisstofnunar að vinnuveitandi hans hafi haft samráð við hin olíufélögin um að svindla á lögreglunni þegar hún bauð út bensínviðskipti, væru það þá einskonar öfugmæli að sá sem svindlað var á, eða lögreglan, ætti að fara að reka erindi svindlarans, eða olíufélagsins, gagnvart þriðja aðila, eða hins almenna neytenda, sem olíufélögin höfðu líka svindlað á með verðsamráði sínu. Loks minntist hann þess úr sömu skjölum að eitt árið hafi olíufélögin haft samráð um jólagjafir til starfsmanna sinna, og þar með hans sjálfs, væntanlega til að geta skorið þær við nögl hjá öllum félögunum, og í ljósi alls þessa sá hann eftir að hafa sigað lögreglunni á bensínþjófinn, enda væri ekki á hreinu hver hefði stolið af hverjum í þessu máli. Hann hafði því upp á eiganda bílsins, með aðstoð bílnúmersins, og fékk þá þau svör að hann hefði ekki verið að stela neinu heldur einungis að taka upp í það sem olíufélagið hefði stolið af honum. Samkomulag varð í mesta bróðerni á milli mannsins, afgreiðslumannsins og lögreglunnar um að maðurinn greiddi bensínið að svo stöddu þar sem annað gæti komið afgreiðslumanninum í vanda, og að ekkert yrði skráð formlega um málið í bækur lögreglunnar. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Mörg siðferðileg álitamál skutu upp kollinum samtímis þegar maður fyllti tankinn af bensíni á sjálfsafgreiðslustöð í Reykjavík og ók brott án þess að fara fyrst inn og borga. Hann sagðist svo eftir á hafa verið að taka upp í það sem olíufélögin væru búin að stela af honum með ólöglegu samráði í gegnum tíðina. Athugull afgreiðslumaður sá hverju fram fór og náði niður númerinu á bílnum til að geta kært þjófnað til lögreglunnar, sem hann gerði strax. En minnugur þess að hann hafði heyrt úr skýrslu Samkeppnisstofnunar að vinnuveitandi hans hafi haft samráð við hin olíufélögin um að svindla á lögreglunni þegar hún bauð út bensínviðskipti, væru það þá einskonar öfugmæli að sá sem svindlað var á, eða lögreglan, ætti að fara að reka erindi svindlarans, eða olíufélagsins, gagnvart þriðja aðila, eða hins almenna neytenda, sem olíufélögin höfðu líka svindlað á með verðsamráði sínu. Loks minntist hann þess úr sömu skjölum að eitt árið hafi olíufélögin haft samráð um jólagjafir til starfsmanna sinna, og þar með hans sjálfs, væntanlega til að geta skorið þær við nögl hjá öllum félögunum, og í ljósi alls þessa sá hann eftir að hafa sigað lögreglunni á bensínþjófinn, enda væri ekki á hreinu hver hefði stolið af hverjum í þessu máli. Hann hafði því upp á eiganda bílsins, með aðstoð bílnúmersins, og fékk þá þau svör að hann hefði ekki verið að stela neinu heldur einungis að taka upp í það sem olíufélagið hefði stolið af honum. Samkomulag varð í mesta bróðerni á milli mannsins, afgreiðslumannsins og lögreglunnar um að maðurinn greiddi bensínið að svo stöddu þar sem annað gæti komið afgreiðslumanninum í vanda, og að ekkert yrði skráð formlega um málið í bækur lögreglunnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira