Erlent

Uppstokkun í Hvíta húsinu

Tveir ráðherrar úr ríkisstjórn Bush Bandaríkjaforseta hafa sagt af sér. Það eru John Ashcroft dómsmálaráðherra og Donald Evans viðskiptaráðherra. Búist var við afsögn beggja en afsagnarbréf þeirra voru dagsett sama dag og Bush sigraði í forsetakosningunum vestra. Ashcroft ber við heilsubresti en hann hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir að virða mannréttindi og persónufrelsi lítils auk þess sem það vakti athygli þegar hann lét hylja styttur af tveimur hálfnöktum konum í ráðuneytinu. Líklegasti eftirmaður hans er Larry Thompson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Mercer Reynolds, sem stjórnaði fjármálum í kosningastjórn Bush, þykir koma sterklega til greina sem viðskiptaráðherra. Búist er við frekari afsögnum ráðherra á næstu dögum eða vikum. Vitað er að Colin Powell hverfur á braut en auk hans er búist við afsögn Donalds Rumfelds varnarmálaráðherra og Toms Ridge heimavarnaráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×