Menning

18 fermetra safn opnað í Danmörku

Danir hafa opnað safn sem er aðeins átján fermetra herbergi. Þetta óvenjulega safn var herbergi hins heimsfræga rithöfundar H.C. Andersen árið 1827. Andersen var mikill leikhúsunnandi og valdi því að búa svo nálægt Konunglega leikhúsinu í miðbæ Kaupmannahafnar. Almenningur getur í kjölfar opnunar safnsins, í fyrsta skipti heimsókn stað þar sem rithöfundurinn hefur búið, án þess að þurfa að ferðast til Óðinsvéa, þar sem fæðingarstaður hans er. Danir munu á næsta ári fagna tvö hundruð ára fæðingarafmæli H.C. Andersen og var safnið opnað af því tilefni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×