Matur

Brún lagterta

Uppskrift að brúnni lagtertu

500 g hveiti

1 tsk hjartarsalt

1 tsk lyftiduft

2 tsk kanill

2 tsk kakó

2 tsk negull

200 g sykur eða púðursykur

1/2 tsk salt

200 g smjörlíki

2 egg

3 msk síróp

1 dl mjólk

Uppskrift að smjörkremi

75-100 g smjör

1 1/2 dl flórsykur

1 eggjarauða

(1 msk vatn)bragðefni, t.d. vanilludropar eða romm-, piparmyntu- eða jarðarberjabragðefni

Hrærið smjörið lint. Sigtið flórsykurinn og hrærið honum saman við smjörð ásamt eggjarauðu og vatni ef kremið er of þykkt. Bragðbætið að vild.

Hitið ofninn í 175-200 °C. Sigtið saman hveiti, lyftidufti, hjartarsalti og/eða sódadufti og blandið sykrinum saman við.

Myljið smjörlíkið saman við þurrefnin og hnoðið deigið saman eggjum, mjólk og sírópi.

Deigið er hnoðað og flatt út og skipt í fjóra jafna hluta og sett á bökunarpappír.

Botnarnir eru bakaðir í 20 mínútur í ofni

Botnarnir eru látnir kólna alveg áður en þeir eru settir saman með smjörkremi á milli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.