Lét eins og jólin væru ekki til 24. nóvember 2004 00:01 "Jólin eru alltaf eftirminnileg, en af ólíkum ástæðum og misjafnlega í frásögur færandi. Þau hafa raunar alltaf gengið slysalaust fyrir sig, ólíkt jólunum á heimili móður minnar í gamla daga þar sem börnin gerðu ekki annað en kveikja í hárinu á sér eða fá sér bita af fínu þunnu spariglösunum, hefur mér skilist," segir Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur. "Stundum hef ég hreinlega sleppt úr jólum, einu sinni af því að ég var upptekin við að lýsa frati á framkvæmdir á hálendinu og einu sinni af því að ég var alein í útlöndum og hélt að besta lækningin við jólaheimþránni væri að láta bara eins og jólin væru ekki til. Ég bjó nálægt höfninni og á aðfangadagskvöld var þrumuveður, stormur og úrhelli og brimið þeytti dauðum rottum lengst upp á land. Það voru jól og ég kveikti ekki einu sinni á kerti. Ég er ekkert viss um að þetta hafi verið góð aðferð. Ég var samt með heimþrá. Nokkrum árum síðar eyddi ég jólunum á eyjunni Hvar í Adríahafi. Þar voru engar rottur sjáanlegar og engin heimþrá. Enda lét ég ekki nægja að kveikja á kerti, ég kveikti heilan varðeld í sænginni og dansaði mjög jólalegan dans á meðan ég trampaði á henni til að slökkva eldinn. Frá því ég var á eyjunni Hvar hefur mig dreymt um að eyða jólum í bænum Viljandi við Eystrasaltið. En núna ætla ég bara að vera heima og vona að jólin verði nokkurn veginn tíðindalaus." Jól Mest lesið Borða með góðri samvisku Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Mömmu Hamborgarhryggur Jól Skoppa og Skrítla árita jóladagatalið í Kringlunni Jólin Lögreglufylgd fyrir jólasveininn Jól Mömmukökur bestar Jólin Smákökurnar slógu í gegn Jól Ég sá mömmu kyssa jólasvein Jól Nostrar við hverja einustu jólagjöf Jól Rétt meðhöndlun á jólatré - myndir Jólin
"Jólin eru alltaf eftirminnileg, en af ólíkum ástæðum og misjafnlega í frásögur færandi. Þau hafa raunar alltaf gengið slysalaust fyrir sig, ólíkt jólunum á heimili móður minnar í gamla daga þar sem börnin gerðu ekki annað en kveikja í hárinu á sér eða fá sér bita af fínu þunnu spariglösunum, hefur mér skilist," segir Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur. "Stundum hef ég hreinlega sleppt úr jólum, einu sinni af því að ég var upptekin við að lýsa frati á framkvæmdir á hálendinu og einu sinni af því að ég var alein í útlöndum og hélt að besta lækningin við jólaheimþránni væri að láta bara eins og jólin væru ekki til. Ég bjó nálægt höfninni og á aðfangadagskvöld var þrumuveður, stormur og úrhelli og brimið þeytti dauðum rottum lengst upp á land. Það voru jól og ég kveikti ekki einu sinni á kerti. Ég er ekkert viss um að þetta hafi verið góð aðferð. Ég var samt með heimþrá. Nokkrum árum síðar eyddi ég jólunum á eyjunni Hvar í Adríahafi. Þar voru engar rottur sjáanlegar og engin heimþrá. Enda lét ég ekki nægja að kveikja á kerti, ég kveikti heilan varðeld í sænginni og dansaði mjög jólalegan dans á meðan ég trampaði á henni til að slökkva eldinn. Frá því ég var á eyjunni Hvar hefur mig dreymt um að eyða jólum í bænum Viljandi við Eystrasaltið. En núna ætla ég bara að vera heima og vona að jólin verði nokkurn veginn tíðindalaus."
Jól Mest lesið Borða með góðri samvisku Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Mömmu Hamborgarhryggur Jól Skoppa og Skrítla árita jóladagatalið í Kringlunni Jólin Lögreglufylgd fyrir jólasveininn Jól Mömmukökur bestar Jólin Smákökurnar slógu í gegn Jól Ég sá mömmu kyssa jólasvein Jól Nostrar við hverja einustu jólagjöf Jól Rétt meðhöndlun á jólatré - myndir Jólin