Hó, hó, hó í Hafnarfirði 26. nóvember 2004 00:01 "Ég byrjaði að skipuleggja Jólaþorpið í september, en fleiri starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar koma að þessu verkefni með einum eða öðrum hætti en þetta er á vegum bæjarins," segir Albert Eiríksson, verkefnisstjóri jólaþorpsins í Hafnarfirði. Jólaþorpið opnar í dag, 27. nóvember og verður opið á laugardögum og sunnudögum til jóla frá klukkan 12 til 18. Á Þorláksmessu verður opið frá 12 til 22.30. "Jólaþorpið er svo tekið niður eftir nýárið. Það samanstendur í ár af tuttugu húsum en þau voru átján í fyrra. Húsin eru sölubásar þar sem selt er sitt af hverju tagi; sælgæti, jólaglögg, íslenskt handverk, bakkelsi, jólaskraut, jólatré, kakó, vöfflur og margt fleira. Karmel-systur voru með bás í fyrra og aftur í ár, þær vöktu mikla lukku. Fólki fannst greinilega gaman að þær væru sýnilegar fyrir utan klaustrið, svo ég tali nú ekki um allan kærleikann sem fylgir þeim. Einnig er hér maður sem selur handgert jólaskraut frá Póllandi sem er mjög sérstakt. Hann er með jólakúlur í ýmsum stærðum m.a. með máluðum myndum af íslensku kirkjunum," segir Albert en yfirmaður hans, Anna Sigurborg, átti hugmyndina að jólaþorpinu. "Anna lærði í Þýskalandi og þar er aldagömul hefð fyrir svona mörkuðum og ómissandi þáttur í lífi margra að heimsækja þá í jólaundirbúningnum," segir Albert en hver og einn sölumaður fær að skreyta sinn bás. "Jólaþorpið er ekki með sinn eigin stíl heldur ræður hver og einn hvernig hann skreytir básinn sinn. Það gerir jólaþorpið enn fjölbreyttara. Allir leikskólar í Hafnarfirði fá úthlutað svæði í Jólaþorpinu sem þau skreyta með eigin jólaskrauti." Ekki er bara verið að selja varning í jólaþorpinu heldur er dagskrá allar helgar. "Á stóru sviði eru jólasveinar og Grýla á hverjum degi. Við erum afar stolt að kynna til sögunnar nýja og betri Grýlu, sem hætt er að borða börn og gantast nú bara við þau og fullorðna. Flestir sem gefa út plötu fyrir þessi jól koma og skemmta og einnig taka nokkrir kórar lagið fyrir gesti og gangandi. Þannig að það verður mikið líf og fjör allar aðventuhelgar," segir Albert og bætir við að auðvitað sé frítt inn á svæðið. En ætli Albert sé ekki kominn með leið á jólunum? "Langt í frá, þetta er dásamlegur tími. Ég er mikilð jólabarn og á mjög auðvelt með að koma mér í gírinn strax í september. Ég hef alltaf verið jólabarn, baka mikið og gleymi mér í jólaskreytingunum, ætli séu ekki vel yfir þúsund jólaljós sett upp um jólin á mínu heimili." Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fjölskyldan sameinast á aðventunni Jól Bakaðar á hverju finnsku heimili Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Jólaþorpið vex og vex Jól Grýla, Leppalúði með Gunna og Felix í Þjóðminjasafni Íslands Jólin Grýla reið með garði Jól Gluggarnir á jóladagatalinu opnaðir á morgun Jól Meiri bókaafsláttur en í fyrra Jól Gjörningur og stuðuppákoma Jól
"Ég byrjaði að skipuleggja Jólaþorpið í september, en fleiri starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar koma að þessu verkefni með einum eða öðrum hætti en þetta er á vegum bæjarins," segir Albert Eiríksson, verkefnisstjóri jólaþorpsins í Hafnarfirði. Jólaþorpið opnar í dag, 27. nóvember og verður opið á laugardögum og sunnudögum til jóla frá klukkan 12 til 18. Á Þorláksmessu verður opið frá 12 til 22.30. "Jólaþorpið er svo tekið niður eftir nýárið. Það samanstendur í ár af tuttugu húsum en þau voru átján í fyrra. Húsin eru sölubásar þar sem selt er sitt af hverju tagi; sælgæti, jólaglögg, íslenskt handverk, bakkelsi, jólaskraut, jólatré, kakó, vöfflur og margt fleira. Karmel-systur voru með bás í fyrra og aftur í ár, þær vöktu mikla lukku. Fólki fannst greinilega gaman að þær væru sýnilegar fyrir utan klaustrið, svo ég tali nú ekki um allan kærleikann sem fylgir þeim. Einnig er hér maður sem selur handgert jólaskraut frá Póllandi sem er mjög sérstakt. Hann er með jólakúlur í ýmsum stærðum m.a. með máluðum myndum af íslensku kirkjunum," segir Albert en yfirmaður hans, Anna Sigurborg, átti hugmyndina að jólaþorpinu. "Anna lærði í Þýskalandi og þar er aldagömul hefð fyrir svona mörkuðum og ómissandi þáttur í lífi margra að heimsækja þá í jólaundirbúningnum," segir Albert en hver og einn sölumaður fær að skreyta sinn bás. "Jólaþorpið er ekki með sinn eigin stíl heldur ræður hver og einn hvernig hann skreytir básinn sinn. Það gerir jólaþorpið enn fjölbreyttara. Allir leikskólar í Hafnarfirði fá úthlutað svæði í Jólaþorpinu sem þau skreyta með eigin jólaskrauti." Ekki er bara verið að selja varning í jólaþorpinu heldur er dagskrá allar helgar. "Á stóru sviði eru jólasveinar og Grýla á hverjum degi. Við erum afar stolt að kynna til sögunnar nýja og betri Grýlu, sem hætt er að borða börn og gantast nú bara við þau og fullorðna. Flestir sem gefa út plötu fyrir þessi jól koma og skemmta og einnig taka nokkrir kórar lagið fyrir gesti og gangandi. Þannig að það verður mikið líf og fjör allar aðventuhelgar," segir Albert og bætir við að auðvitað sé frítt inn á svæðið. En ætli Albert sé ekki kominn með leið á jólunum? "Langt í frá, þetta er dásamlegur tími. Ég er mikilð jólabarn og á mjög auðvelt með að koma mér í gírinn strax í september. Ég hef alltaf verið jólabarn, baka mikið og gleymi mér í jólaskreytingunum, ætli séu ekki vel yfir þúsund jólaljós sett upp um jólin á mínu heimili."
Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fjölskyldan sameinast á aðventunni Jól Bakaðar á hverju finnsku heimili Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Jólaþorpið vex og vex Jól Grýla, Leppalúði með Gunna og Felix í Þjóðminjasafni Íslands Jólin Grýla reið með garði Jól Gluggarnir á jóladagatalinu opnaðir á morgun Jól Meiri bókaafsláttur en í fyrra Jól Gjörningur og stuðuppákoma Jól