Vilja endurgreiða í Lató-peningum 30. nóvember 2004 00:01 Latibær ehf. hefur ekki ákveðið hvort dómi um að hann skuli endurgreiða lán frá Nýsköpunarsjóði, með hlutabréfum upp á tugi milljóna, verði áfrýjað. Talsmaður fyrirtækisins segir þó að þeir vilji helst endurgreiða með Lató-peningum. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins veitti á sínum tíma Latabæjarverkefninu lán upp á tuttugu milljónir króna. Í samningnum voru ákvæði um að sjóðurinn hefði heimild til þess að krefjast hlutafjár í stað endurgreiðslu. Nýsköpunarsjóður ákvað að nýta sér þessa heimild en um það varð ágreiningur við Latabæ. Héraðsdómur dæmdi í gær Latabæ til þess að greiða sjóðnum með hlutabréfum að nafnvirði rúmlega 300 þúsund krónur. Hlutabréf í Latabæ hafa hins vegar hækkað gríðarlega og raunvirði bréfanna hleypur á tugmilljónum króna. Talsmaður Latabæjar sagði í samtali við fréttastofuna að stjórn fyrirtækisins ætti eftir að fjalla um þennan dóm og viðbrögð við honum. Hann sagði að jafnvel þótt dómurinn stæði hefði það engin áhrif á rekstur Latabæjar, enda væri hann í stöðugri sókn á alþjóðavettvangi. Nú síðast hefðu verið gerðir samningar í Kanada og Þýskalandi og Latibær væri því kominn á 400 milljón manna markað. Talsmaðurinn sagði að þeir vildu gjarnan endurgreiða lánið með Lató-peningum, en ekki væri víst að Nýsköpunarsjóður féllist á það. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Latibær ehf. hefur ekki ákveðið hvort dómi um að hann skuli endurgreiða lán frá Nýsköpunarsjóði, með hlutabréfum upp á tugi milljóna, verði áfrýjað. Talsmaður fyrirtækisins segir þó að þeir vilji helst endurgreiða með Lató-peningum. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins veitti á sínum tíma Latabæjarverkefninu lán upp á tuttugu milljónir króna. Í samningnum voru ákvæði um að sjóðurinn hefði heimild til þess að krefjast hlutafjár í stað endurgreiðslu. Nýsköpunarsjóður ákvað að nýta sér þessa heimild en um það varð ágreiningur við Latabæ. Héraðsdómur dæmdi í gær Latabæ til þess að greiða sjóðnum með hlutabréfum að nafnvirði rúmlega 300 þúsund krónur. Hlutabréf í Latabæ hafa hins vegar hækkað gríðarlega og raunvirði bréfanna hleypur á tugmilljónum króna. Talsmaður Latabæjar sagði í samtali við fréttastofuna að stjórn fyrirtækisins ætti eftir að fjalla um þennan dóm og viðbrögð við honum. Hann sagði að jafnvel þótt dómurinn stæði hefði það engin áhrif á rekstur Latabæjar, enda væri hann í stöðugri sókn á alþjóðavettvangi. Nú síðast hefðu verið gerðir samningar í Kanada og Þýskalandi og Latibær væri því kominn á 400 milljón manna markað. Talsmaðurinn sagði að þeir vildu gjarnan endurgreiða lánið með Lató-peningum, en ekki væri víst að Nýsköpunarsjóður féllist á það.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira