Ráðstöfunarfé eykst hröðum skrefum 2. desember 2004 00:01 Bylting hefur orðið á fasteignalánamarkaði. Ekki er langt síðan Íbúðalánasjóður fór að bjóða íbúðalán til 40 ára og eru nú um 80 prósent tekinna lána til 40 ára. Við það hefur greiðslubyrði á hverri milljón lækkað, fjölskyldurnar hafa skuldsett sig til lengra tíma og eignamyndun orðið hægari og minni. Heimilin skulda sem nemur um 180 prósentum af ráðstöfunartekjum sínum á einu ári. Bankarnir eru farnir að bjóða upp á veðlán án skilyrða um fasteignaviðskipti og valmöguleikar eru fleiri, t.d. tegund lána, lánstími og vaxtafyrirkomulag. "Almenningur hefur möguleika á að endurfjármagna lán til að lækka greiðslubyrði og auka sparnað eða neyslu. Fólk getur bætt jafnóðum við sig veðlánum til að innleysa hagnaðinn ef fasteignaverð hækkar mikið. Í Landsbankanum gerum við ráð fyrir að einkaneysla aukist um 0,5-1 prósent á ári næstu tvö árin vegna þessa, fasteignaverð hækki um 15 prósent umfram það sem þegar er orðið og að heimilin auki skuldir sínar um allt að 15 prósentum. Við gerum líka ráð fyrir aukinni hagræðingu í bankakerfinu. Samantekið tel ég að þessi kerfisbreyting sé mikil heillaþróun en að hún komi á versta tíma með tilliti til stöðu efnahagsmála," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. Íslensk heimili skulduðu 813 milljarða í lok júní. Edda Rós segir að verði helmingi af skuldum heimilanna skuldbreytt með veðláni með 4,15 prósenta vöxtum án þess að lánin séu lengd lækki greiðslubyrðin um 13 prósent. "Ef lánstíminn yrði hins vegar lengdur um fimm og hálft ár við skuldbreytingu, helmingurinn til 40 ára og hinn helmingurinn til 25 ára, lækkaði greiðslubyrðin um 19 prósent. 13 prósentum lægri greiðslubyrði þýðir þriggja prósenta hækkun á ráðstöfunarfé heimilanna. Kaupmáttur heimilanna hefur verið að aukast um eitt prósent á ári undanfarin 20-30 ár þannig að þarna er um verulegar upphæðir að ræða," segir Edda Rós. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Sjá meira
Bylting hefur orðið á fasteignalánamarkaði. Ekki er langt síðan Íbúðalánasjóður fór að bjóða íbúðalán til 40 ára og eru nú um 80 prósent tekinna lána til 40 ára. Við það hefur greiðslubyrði á hverri milljón lækkað, fjölskyldurnar hafa skuldsett sig til lengra tíma og eignamyndun orðið hægari og minni. Heimilin skulda sem nemur um 180 prósentum af ráðstöfunartekjum sínum á einu ári. Bankarnir eru farnir að bjóða upp á veðlán án skilyrða um fasteignaviðskipti og valmöguleikar eru fleiri, t.d. tegund lána, lánstími og vaxtafyrirkomulag. "Almenningur hefur möguleika á að endurfjármagna lán til að lækka greiðslubyrði og auka sparnað eða neyslu. Fólk getur bætt jafnóðum við sig veðlánum til að innleysa hagnaðinn ef fasteignaverð hækkar mikið. Í Landsbankanum gerum við ráð fyrir að einkaneysla aukist um 0,5-1 prósent á ári næstu tvö árin vegna þessa, fasteignaverð hækki um 15 prósent umfram það sem þegar er orðið og að heimilin auki skuldir sínar um allt að 15 prósentum. Við gerum líka ráð fyrir aukinni hagræðingu í bankakerfinu. Samantekið tel ég að þessi kerfisbreyting sé mikil heillaþróun en að hún komi á versta tíma með tilliti til stöðu efnahagsmála," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. Íslensk heimili skulduðu 813 milljarða í lok júní. Edda Rós segir að verði helmingi af skuldum heimilanna skuldbreytt með veðláni með 4,15 prósenta vöxtum án þess að lánin séu lengd lækki greiðslubyrðin um 13 prósent. "Ef lánstíminn yrði hins vegar lengdur um fimm og hálft ár við skuldbreytingu, helmingurinn til 40 ára og hinn helmingurinn til 25 ára, lækkaði greiðslubyrðin um 19 prósent. 13 prósentum lægri greiðslubyrði þýðir þriggja prósenta hækkun á ráðstöfunarfé heimilanna. Kaupmáttur heimilanna hefur verið að aukast um eitt prósent á ári undanfarin 20-30 ár þannig að þarna er um verulegar upphæðir að ræða," segir Edda Rós.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent