Með seðlaprentsmiðju í kjallaranum 3. desember 2004 00:01 Íslenskir bankar hafa tekið þyngdaraflið úr sambandi og stefna beint til himins. Þetta hafa danskir fjölmiðlar eftir heimildarmönnum sem þekkja vel til íslensks viðskiptalífs og þeir segja ennfremur að miðað við vöxt þeirra mætti halda að bankarnir væru með seðlaprentsmiðju í kjallaranum. Jón Ásgeir Jóhannesson tekur sæti stjórnarformanns hinnar 136 ára gömlu verslunarkeðju Magasín du Nord í dag. Hvort sem það er vegna þeirra tímamóta eða einhvers annars, þá hafa danskir fjölmiðlar farið mikinn í gær og í dag um umsvif og útrás íslenskra kaupsýslumanna og fjármálafyrirtækja í Evrópu á síðustu misserum. Og það er óhætt að segja að þeir vari sterklega við íslensku útrásinni. Fjölmiðlarnir vitna mjög í viðvaranir íslenska Fjármálaeftirlitsins í nýrri ársskýrslu þess. Eitt af því sem helst er varað við eru gagnkvæm innbyrðis eignatengsl stærstu fjárfestanna og þvers og kruss tengsl þeirra við viðskiptabankana. Danskir fjölmiðlar hafa dregið upp mynd af þessum eignatengslum og við skulum skoða hvernig bankarnir þrír og helstu fjárfestar landsins tengjast í stórum dráttum. Danskir fjölmiðlar kalla þessi flóknu eignatengsl köngulóarvef og í miðju vefjarins er KB banki. Við skulum fyrst skoða litla hringrás sem tengist KB banka og Bakkabræðrunum Lýð og Ágústi Guðmundssonum. Þeir eiga Meið sem á 16% í KB banka, en KB banki á svo 19% í Meiði. Bæði Meiður og KB banki eiga síðan í Bakkavör. Þá höldum við til Danmerkur. Þar er fyrst að telja að KB banki á 100% í FIH bankanum. KB banki á 22% í Baugi, sem á 42% í Magasín du Nord. Aðrir eigendur Magasíns eru Birgir Bielvedt og Straumur. Birgir fékk hins vegar allt sitt lánað í Straumi sem þar með hefur lagt til 58% kaupverðsins í Magasín. Og þá förum við að tengja inn hina bankana. Landsbankinn á 14% í Straumi en bankinn er að 44% í eigu Björgólfsfeðga sem lagt hafa net sín víða um Evrópu. Straumur á svo 17% hlut í Íslandsbanka og að endingu má ekki gleyma því að miklar bollaleggingar hafa verið að undanförnu í íslensku viðskiptalífi um eignatengsl á milli Landsbanka og Íslandsbanka. Þetta er vel að merkja aðeins brot af þeim köngulóarvef sem danskir fjölmiðlar hafa dregið upp af íslensku fjármálalífi í þessari viku. Einn heimildamaður Berlingske tidende segir í blaðinu í dag að það sé erfitt að átta sig á því hvað sé á seyði. Svo virðist sem íslenskir bankar hafi tekið þyngdarlögmálið úr sambandi og stefni rakleiðis til himins. Hann segir gengi Kaupþings hafa hækkað um 100% á þessu ári og það sé svipað og að vera með seðlaprentsmiðju í kjallaranum. Danskir fjölmiðlar benda á að svona köngulóarvefur sé afar áhættusamt fyrirkomulag þar sem gjaldþrot eins fyrirtækis geti komið af stað dómínóáhrifum sem endi með fjöldagjaldþroti. Þeir segja svona gagnkvæm eignatengsl hafa verið bönnuð í Danmörku síðan árið 1922 og að þau séu reyndar bönnuð í flestum löndum hins vestræna heims, nema Þýskalandi og Japan, og að þar valdi þau ítrekað áhyggjum manna. Slíkar áhyggjur geri nú vart við sig í auknum mæli hjá íslenska fjármálaeftirlitinu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Íslenskir bankar hafa tekið þyngdaraflið úr sambandi og stefna beint til himins. Þetta hafa danskir fjölmiðlar eftir heimildarmönnum sem þekkja vel til íslensks viðskiptalífs og þeir segja ennfremur að miðað við vöxt þeirra mætti halda að bankarnir væru með seðlaprentsmiðju í kjallaranum. Jón Ásgeir Jóhannesson tekur sæti stjórnarformanns hinnar 136 ára gömlu verslunarkeðju Magasín du Nord í dag. Hvort sem það er vegna þeirra tímamóta eða einhvers annars, þá hafa danskir fjölmiðlar farið mikinn í gær og í dag um umsvif og útrás íslenskra kaupsýslumanna og fjármálafyrirtækja í Evrópu á síðustu misserum. Og það er óhætt að segja að þeir vari sterklega við íslensku útrásinni. Fjölmiðlarnir vitna mjög í viðvaranir íslenska Fjármálaeftirlitsins í nýrri ársskýrslu þess. Eitt af því sem helst er varað við eru gagnkvæm innbyrðis eignatengsl stærstu fjárfestanna og þvers og kruss tengsl þeirra við viðskiptabankana. Danskir fjölmiðlar hafa dregið upp mynd af þessum eignatengslum og við skulum skoða hvernig bankarnir þrír og helstu fjárfestar landsins tengjast í stórum dráttum. Danskir fjölmiðlar kalla þessi flóknu eignatengsl köngulóarvef og í miðju vefjarins er KB banki. Við skulum fyrst skoða litla hringrás sem tengist KB banka og Bakkabræðrunum Lýð og Ágústi Guðmundssonum. Þeir eiga Meið sem á 16% í KB banka, en KB banki á svo 19% í Meiði. Bæði Meiður og KB banki eiga síðan í Bakkavör. Þá höldum við til Danmerkur. Þar er fyrst að telja að KB banki á 100% í FIH bankanum. KB banki á 22% í Baugi, sem á 42% í Magasín du Nord. Aðrir eigendur Magasíns eru Birgir Bielvedt og Straumur. Birgir fékk hins vegar allt sitt lánað í Straumi sem þar með hefur lagt til 58% kaupverðsins í Magasín. Og þá förum við að tengja inn hina bankana. Landsbankinn á 14% í Straumi en bankinn er að 44% í eigu Björgólfsfeðga sem lagt hafa net sín víða um Evrópu. Straumur á svo 17% hlut í Íslandsbanka og að endingu má ekki gleyma því að miklar bollaleggingar hafa verið að undanförnu í íslensku viðskiptalífi um eignatengsl á milli Landsbanka og Íslandsbanka. Þetta er vel að merkja aðeins brot af þeim köngulóarvef sem danskir fjölmiðlar hafa dregið upp af íslensku fjármálalífi í þessari viku. Einn heimildamaður Berlingske tidende segir í blaðinu í dag að það sé erfitt að átta sig á því hvað sé á seyði. Svo virðist sem íslenskir bankar hafi tekið þyngdarlögmálið úr sambandi og stefni rakleiðis til himins. Hann segir gengi Kaupþings hafa hækkað um 100% á þessu ári og það sé svipað og að vera með seðlaprentsmiðju í kjallaranum. Danskir fjölmiðlar benda á að svona köngulóarvefur sé afar áhættusamt fyrirkomulag þar sem gjaldþrot eins fyrirtækis geti komið af stað dómínóáhrifum sem endi með fjöldagjaldþroti. Þeir segja svona gagnkvæm eignatengsl hafa verið bönnuð í Danmörku síðan árið 1922 og að þau séu reyndar bönnuð í flestum löndum hins vestræna heims, nema Þýskalandi og Japan, og að þar valdi þau ítrekað áhyggjum manna. Slíkar áhyggjur geri nú vart við sig í auknum mæli hjá íslenska fjármálaeftirlitinu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira