Vaxtahækkun Seðlabankans gagnrýnd 3. desember 2004 00:01 Einar Oddur Kristjánsson, oddviti sjálfstæðismanna í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi vaxtahækkun Seðlabankans frá því í gær harðlega á þingi í dag. Fjármálaráðherra segir hana myndarlegt inngrip og gerir ekki athugasemdir við hækkunina. Seðlabankastjóri segir enga gagnrýni á stjórnvöld felast í hækkuninni. Eftirskjálftar þeirrar ákvörðunnar Seðlabankans að hækka stýrivexti sína um eitt prósentustig frá og með næsta þriðjudegi hafa varað í allan dag. Gengi krónunnar hækkaði um 2,76% í viðskiptum uppá 17,7 milljarða en miklar sveiflur voru á gjaldeyrismarkaði. Gengi dollarans er nú komið niður í 62,50 krónur. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri er pollrólegur. Hann segir atvinnulífið þurfa að búa sig undir hátt gengi á næstu tveimur árum. Hitt sé annað mál að gjaldeyrismarkaðurinn „yfirdrífi“ oft og því eigi sveiflurnar sem sjáist núna líklega eftir að ganga til baka að einhverju leyti. Spurður hvaða þýðingu þetta geti haft fyrir efnhag landsmanna segir Birgir að verð innfluttra vara verði lægra, verðbólgan helst niðri en áhrifin á útflutningsmarkaðinn verða hins vegar neikvæð. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segist ekki gera athugasemdir við vaxtahækkun Seðlabankans, enda leggi bankann sjálfstætt mat á þróun og horfur í efnhagsmálum. Hann segir hana myndarlegt inngrip í ljósi þeirra spáa sem hann hafi birt. Flokksfélagi Geirs og varaformaður fjárlaganefndar, Einar Oddur Kristjánsson, gat hins vegar ekki leynt pirring sínum í garð Seðlabankans á Alþingi í dag. Hann segist hafa verið ákaflega uggandi á undanförnum vikum og mánuðum um íslenska krónuna og í hvaða hæðir hún er að fara. Við aðgerðir Seðlabankans í gær hafi hann svo orðið mjög hræddur. „Það er verið að reyna á þanþolið á svo fantalegan hátt að atvinnulífið í heild sinni - framleiðslan, útflutningsframleiðslan, samkeppnisframleiðslan - er í verulegri hættu,“ sagði Einar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Einar Oddur Kristjánsson, oddviti sjálfstæðismanna í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi vaxtahækkun Seðlabankans frá því í gær harðlega á þingi í dag. Fjármálaráðherra segir hana myndarlegt inngrip og gerir ekki athugasemdir við hækkunina. Seðlabankastjóri segir enga gagnrýni á stjórnvöld felast í hækkuninni. Eftirskjálftar þeirrar ákvörðunnar Seðlabankans að hækka stýrivexti sína um eitt prósentustig frá og með næsta þriðjudegi hafa varað í allan dag. Gengi krónunnar hækkaði um 2,76% í viðskiptum uppá 17,7 milljarða en miklar sveiflur voru á gjaldeyrismarkaði. Gengi dollarans er nú komið niður í 62,50 krónur. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri er pollrólegur. Hann segir atvinnulífið þurfa að búa sig undir hátt gengi á næstu tveimur árum. Hitt sé annað mál að gjaldeyrismarkaðurinn „yfirdrífi“ oft og því eigi sveiflurnar sem sjáist núna líklega eftir að ganga til baka að einhverju leyti. Spurður hvaða þýðingu þetta geti haft fyrir efnhag landsmanna segir Birgir að verð innfluttra vara verði lægra, verðbólgan helst niðri en áhrifin á útflutningsmarkaðinn verða hins vegar neikvæð. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segist ekki gera athugasemdir við vaxtahækkun Seðlabankans, enda leggi bankann sjálfstætt mat á þróun og horfur í efnhagsmálum. Hann segir hana myndarlegt inngrip í ljósi þeirra spáa sem hann hafi birt. Flokksfélagi Geirs og varaformaður fjárlaganefndar, Einar Oddur Kristjánsson, gat hins vegar ekki leynt pirring sínum í garð Seðlabankans á Alþingi í dag. Hann segist hafa verið ákaflega uggandi á undanförnum vikum og mánuðum um íslenska krónuna og í hvaða hæðir hún er að fara. Við aðgerðir Seðlabankans í gær hafi hann svo orðið mjög hræddur. „Það er verið að reyna á þanþolið á svo fantalegan hátt að atvinnulífið í heild sinni - framleiðslan, útflutningsframleiðslan, samkeppnisframleiðslan - er í verulegri hættu,“ sagði Einar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira