Hundarnir líka jólalegir 6. desember 2004 00:01 "Ég hef verið að sauma jólasveinahúfur ansi lengi eða í um níu eða tíu ár. Ég geri þetta bara uppá grín því mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt," segir Margrét Ellertsdóttir sem tekur að sér að sauma jólasveinahúfur á hunda og ýmislegan annan fatnað. "Ég byrjaði á því að gefa hundum vinafólks míns svona húfur í jólagjöf og gerði auðvitað húfur handa hundunum mínum. Síðan spurðist þetta út og þetta vatt uppá sig. Núna geri ég húfur á hverju ári og þær eru mjög vinsælar," segir Margrét en sjálf á hún þrjá hunda, tvo Tíbet Spaniel og einn Labrador. Margrét gerir húfur á hvaða stærð af hundum sem er, hvort sem það eru smáhundar eða St. Bernharðs. Húfurnar eru úr flísefni og með hvítum loðkant og kosta 1.790 krónur stykkið. "Það er misjafnt hvernig hundar taka þessum húfum. Sumir hrista þær af sér en öðrum líkar vel við þær. Mínir til dæmis hrista sig aðeins fyrst en sætta sig svo við þær. Ég er mikið jólabarn og mér finnst gaman að hafa jólalegt hjá mér og þá mega hundarnir ekki verða útundan," segir Margrét en vinsælt er hjá fólki að setja húfur á hundana til að taka myndir og setja á jólakort. Margrét lætur ekki staðar numið við húfur og saumar einnig jólahálsbönd, slaufur og jólakápur. Einnig sérsaumar hún ýmsan fatnað á hunda eins og til dæmis regngalla, húfur, lóðagalla og parketsokka. Hægt er að hafa samband við Margréti í síma 567 1799 eða 862 9011. Jól Mest lesið Heims um ból Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Kertin á aðventukransinum Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Tilhlökkun á hverjum degi Jólin Jólaleikur Bloggsins Jól Létt jólaútgáfa af Mokka Jólin Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól
"Ég hef verið að sauma jólasveinahúfur ansi lengi eða í um níu eða tíu ár. Ég geri þetta bara uppá grín því mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt," segir Margrét Ellertsdóttir sem tekur að sér að sauma jólasveinahúfur á hunda og ýmislegan annan fatnað. "Ég byrjaði á því að gefa hundum vinafólks míns svona húfur í jólagjöf og gerði auðvitað húfur handa hundunum mínum. Síðan spurðist þetta út og þetta vatt uppá sig. Núna geri ég húfur á hverju ári og þær eru mjög vinsælar," segir Margrét en sjálf á hún þrjá hunda, tvo Tíbet Spaniel og einn Labrador. Margrét gerir húfur á hvaða stærð af hundum sem er, hvort sem það eru smáhundar eða St. Bernharðs. Húfurnar eru úr flísefni og með hvítum loðkant og kosta 1.790 krónur stykkið. "Það er misjafnt hvernig hundar taka þessum húfum. Sumir hrista þær af sér en öðrum líkar vel við þær. Mínir til dæmis hrista sig aðeins fyrst en sætta sig svo við þær. Ég er mikið jólabarn og mér finnst gaman að hafa jólalegt hjá mér og þá mega hundarnir ekki verða útundan," segir Margrét en vinsælt er hjá fólki að setja húfur á hundana til að taka myndir og setja á jólakort. Margrét lætur ekki staðar numið við húfur og saumar einnig jólahálsbönd, slaufur og jólakápur. Einnig sérsaumar hún ýmsan fatnað á hunda eins og til dæmis regngalla, húfur, lóðagalla og parketsokka. Hægt er að hafa samband við Margréti í síma 567 1799 eða 862 9011.
Jól Mest lesið Heims um ból Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Kertin á aðventukransinum Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Tilhlökkun á hverjum degi Jólin Jólaleikur Bloggsins Jól Létt jólaútgáfa af Mokka Jólin Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól