Töskur og óvenjulegar klukkur 6. desember 2004 00:01 Margrét Sveinbergsdóttir, verslunarstjóri í safnverslun Listasafns Íslands, hefur langa reynslu af rekstri slíkrar verslunar, en hún var um árabil verslunarstjóri á safni í Kanada. Margrét segir aðaláhersluna hjá sér vera kort og plaköt sem hafa verið gefin út af safninu sjálfu, svo og bækur og listmuni eftir innlenda og erlenda listamenn. "Hér er mikið úrval af kortum og plakötum, en við bjóðum líka upp á skemmtilegar vörur frá Metropolitan Museum og Museum of Modern Art í New York. Þar má nefna slæður og sjöl, mjög svo óvenjulegar skálar og klukkur, töskur og bindi með mynstrum eftir William Morris, sem meðal annars er frægur fyrir mynstrin sín í veggfóðrum, og svo auðvitað fjölbreytta íslenska hönnun og skartgripi. Ég er með verk 30 íslenskra listamanna og hef notið þess eftir að ég kom heim að vinna með öllu þessu skemmtilega og hæfileikaríka fólki." Sjón er sögu ríkari í safnversluninni, til dæmis eru þar til sölu skemmtilegir litlir skór frá Metropolitan, en saga þeirra fylgir með í pakkningunni. "Þar er oft um að ræða skó sem hafa verið sérsmíðaðir á einhverjar dívurnar," segir Margrét hlæjandi. Verðinu í versluninni er mjög stillt í hóf, plakötin kosta til dæmis á bilinu 1.000 til 1.500 krónur og sóma sér allstaðar vel á vegg. Skálin er frá Museum of Modern Art í New York og hægt er að leggja hana alveg saman. Töskurnar og sjölin eru með mynstrum eftir hinn fræga hönnuð William MorrisonSkórnir eru frá Metropolitan og saga þeirra fylgir með í kaupunum.Þessir skemmtilegu púðar eru til sölu í Listasafninu.Næla úr hrosshári.Jólasveinn úr íslenskri ull. Jól Mest lesið Flottar borðskreytingar fyrir aðventuboðin Jólin Jóla-aspassúpa Jól Börnin baka jólaskrautið Jól Mömmu Hamborgarhryggur Jól Hér er komin Grýla Jól Borða með góðri samvisku Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Skoppa og Skrítla árita jóladagatalið í Kringlunni Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Engill frá nunnum Jól
Margrét Sveinbergsdóttir, verslunarstjóri í safnverslun Listasafns Íslands, hefur langa reynslu af rekstri slíkrar verslunar, en hún var um árabil verslunarstjóri á safni í Kanada. Margrét segir aðaláhersluna hjá sér vera kort og plaköt sem hafa verið gefin út af safninu sjálfu, svo og bækur og listmuni eftir innlenda og erlenda listamenn. "Hér er mikið úrval af kortum og plakötum, en við bjóðum líka upp á skemmtilegar vörur frá Metropolitan Museum og Museum of Modern Art í New York. Þar má nefna slæður og sjöl, mjög svo óvenjulegar skálar og klukkur, töskur og bindi með mynstrum eftir William Morris, sem meðal annars er frægur fyrir mynstrin sín í veggfóðrum, og svo auðvitað fjölbreytta íslenska hönnun og skartgripi. Ég er með verk 30 íslenskra listamanna og hef notið þess eftir að ég kom heim að vinna með öllu þessu skemmtilega og hæfileikaríka fólki." Sjón er sögu ríkari í safnversluninni, til dæmis eru þar til sölu skemmtilegir litlir skór frá Metropolitan, en saga þeirra fylgir með í pakkningunni. "Þar er oft um að ræða skó sem hafa verið sérsmíðaðir á einhverjar dívurnar," segir Margrét hlæjandi. Verðinu í versluninni er mjög stillt í hóf, plakötin kosta til dæmis á bilinu 1.000 til 1.500 krónur og sóma sér allstaðar vel á vegg. Skálin er frá Museum of Modern Art í New York og hægt er að leggja hana alveg saman. Töskurnar og sjölin eru með mynstrum eftir hinn fræga hönnuð William MorrisonSkórnir eru frá Metropolitan og saga þeirra fylgir með í kaupunum.Þessir skemmtilegu púðar eru til sölu í Listasafninu.Næla úr hrosshári.Jólasveinn úr íslenskri ull.
Jól Mest lesið Flottar borðskreytingar fyrir aðventuboðin Jólin Jóla-aspassúpa Jól Börnin baka jólaskrautið Jól Mömmu Hamborgarhryggur Jól Hér er komin Grýla Jól Borða með góðri samvisku Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Skoppa og Skrítla árita jóladagatalið í Kringlunni Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Engill frá nunnum Jól