Erlent

Láta rannsaka kosningarnar

Demókrataflokkurinn hefur ákveðið að hefja rannsókn á því hvernig staðið var að framkvæmd forsetakosninganna í Ohio, en niðurstaðan þar réði úrslitum um að repúblikaninn George W. Bush bar sigurorð af demókratanum John Kerry. Terence R. MacAuliffe, formaður landsnefndar Demókrataflokksins, sagði í viðtali við Washington Post að tilgangurinn með rannsókninni væri ekki sá að véfengja úrslit kosninganna heldur að tryggja að hvert og eitt atkvæði væri sannarlega talið. Kosningastjórn staðfesti í gær að Bush hefði unnið Kerry með 119 þúsund atkvæða mun, ellefu þúsund atkvæðum minna en fyrst var talið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×