Samningur um aldursmerkingar á tölvuleikjum 8. desember 2004 00:01 SMÁÍS (Samtök Myndrétthafa á Íslandi) og ISFE (Interactive Software Federation of Europe) hafa gert með sér samning, um að SMÁÍS verði aðili að PEGI (Pan European Game Information System), sem eru aldursmerkingar á tölvuleikjum. Samkvæmt samningnum tekur SMÁÍS að sér að kynna og markaðssetja PEGI tölvuleikjamerkingar til neytenda, foreldra, heildsala og verslana hér á landi. Þá munu aðilar SMÁÍS sem dreifa tölvuleikjum hér á landi tryggja að allir leikir sem dreifðir eru hér á landi innihaldi PEGI merkingar. Aldursflokkunarkerfi PEGI er nýtt samevrópskt flokkunarkerfi til að setja aldursmörk fyrir gagnvirka leiki. Kerfinu er ætlað að tryggja að ólögráða börn fari ekki í leiki sem eru ekki við hæfi þeirra aldurshóps. Flokkunarkerfið byggir á tveimur aðskildum en samverkandi þáttum. Fyrri þátturinn er aldursflokkun. Aldurshópar PEGI eru 3+, 7+, 12+, 16+ og 18+. Hinn þátturinn eru efnisvísar leiksins. Efnisvísarnir eru myndtákn aftan á hulstri leiksins sem lýsa innihaldi hans. Fjöldi efnisvísa getur verið allt upp í sex og gefur til kynna hvort í leiknum er að finna ofbeldi, kynferðislegt efni, umfjöllun eða tilvísun um vímuefni. Þá er sérmerking ef leikur þykir ógnvekjandi eða getur valdið ótta hjá ungum börnum, hvort leikur dregur upp mynd af mismunun eða getur hvatt til mismununar og loks hvort í leiknum er ljótt orðbragð. Innihald leiksins er að sjálfsögðu í samræmi við aldursflokkun hans. Saman gera aldursflokkunin og efnisvísarnir foreldrum og öðrum sem kaupa leiki handa börnum kleift að tryggja að leikurinn hæfi aldri barnanna. Þó svo að PEGI kerfið sé eingöngu tillaga eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að virða aldurstakmörkin. PEGI flokkunarkerfið segir ekki til um erfiðleikastig leikjanna. Leikur sem flokkaður er 3+ er talinn skaðlaus en gæti verið of flókinn fyrir 3 ára börn. Kerfið nýtur stuðnings allra helstu framleiðenda á leikjatölvum, þar á meðal PlayStation, Xbox og Nintendo, sem og útgefenda og þróunaraðila gagnvirkra leikja um alla Evrópu. Evrópusamtökin um gagnvirkan hugbúnað (Interactive Software Federation of Europe, eða ISFE) þróuðu flokkunarkerfið. Kerfið nýtur dyggs stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem telur það vera fyrirmynd að samhæfingu á sviði barnaverndar í Evrópu. Með PEGI, sem var stofnað vorið 2003 varð til eitt aldursflokkunarkerfi um mestalla Evrópu. Flokkun leikja er sýnd framan og aftan á hulstrum þeirra.. Á næstu dögum verður plakötum sem innihalda upplýsingar um hvernig lesi megi úr PEGI merkingum dreift til allra söluaðila tölvuleikja á Íslandi. Þá mun heimasíða PEGI www.pegi.info verða þýdd yfir á íslensku en þar er hægt að fá allar upplýsingar um kerfið, fletta upp leikjum og senda inn kvartanir, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er hægt að fá helstu upplýsingar um kerfið á heimasíðu SMÁÍS www.smais.is. Með samningnum fá Íslendingar tvo fulltrúa í nefndir á vegum PEGI. Það er annarsvegar svokölluð kærunefnd (Complaints Board) sem sker úr um deilur á milli útgefenda og ISFE og rannsakar kærur frá almenningi varðandi aldursmörk og flokkun. Hinsvegar fá Íslendingar fulltrúa í ráðgjafanefnd (e. advisory board) sem hefur það hlutverk að þróa kerfið og aðlaga. Fréttir Innlent Leikjavísir Lífið Menning Tækni Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
SMÁÍS (Samtök Myndrétthafa á Íslandi) og ISFE (Interactive Software Federation of Europe) hafa gert með sér samning, um að SMÁÍS verði aðili að PEGI (Pan European Game Information System), sem eru aldursmerkingar á tölvuleikjum. Samkvæmt samningnum tekur SMÁÍS að sér að kynna og markaðssetja PEGI tölvuleikjamerkingar til neytenda, foreldra, heildsala og verslana hér á landi. Þá munu aðilar SMÁÍS sem dreifa tölvuleikjum hér á landi tryggja að allir leikir sem dreifðir eru hér á landi innihaldi PEGI merkingar. Aldursflokkunarkerfi PEGI er nýtt samevrópskt flokkunarkerfi til að setja aldursmörk fyrir gagnvirka leiki. Kerfinu er ætlað að tryggja að ólögráða börn fari ekki í leiki sem eru ekki við hæfi þeirra aldurshóps. Flokkunarkerfið byggir á tveimur aðskildum en samverkandi þáttum. Fyrri þátturinn er aldursflokkun. Aldurshópar PEGI eru 3+, 7+, 12+, 16+ og 18+. Hinn þátturinn eru efnisvísar leiksins. Efnisvísarnir eru myndtákn aftan á hulstri leiksins sem lýsa innihaldi hans. Fjöldi efnisvísa getur verið allt upp í sex og gefur til kynna hvort í leiknum er að finna ofbeldi, kynferðislegt efni, umfjöllun eða tilvísun um vímuefni. Þá er sérmerking ef leikur þykir ógnvekjandi eða getur valdið ótta hjá ungum börnum, hvort leikur dregur upp mynd af mismunun eða getur hvatt til mismununar og loks hvort í leiknum er ljótt orðbragð. Innihald leiksins er að sjálfsögðu í samræmi við aldursflokkun hans. Saman gera aldursflokkunin og efnisvísarnir foreldrum og öðrum sem kaupa leiki handa börnum kleift að tryggja að leikurinn hæfi aldri barnanna. Þó svo að PEGI kerfið sé eingöngu tillaga eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að virða aldurstakmörkin. PEGI flokkunarkerfið segir ekki til um erfiðleikastig leikjanna. Leikur sem flokkaður er 3+ er talinn skaðlaus en gæti verið of flókinn fyrir 3 ára börn. Kerfið nýtur stuðnings allra helstu framleiðenda á leikjatölvum, þar á meðal PlayStation, Xbox og Nintendo, sem og útgefenda og þróunaraðila gagnvirkra leikja um alla Evrópu. Evrópusamtökin um gagnvirkan hugbúnað (Interactive Software Federation of Europe, eða ISFE) þróuðu flokkunarkerfið. Kerfið nýtur dyggs stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem telur það vera fyrirmynd að samhæfingu á sviði barnaverndar í Evrópu. Með PEGI, sem var stofnað vorið 2003 varð til eitt aldursflokkunarkerfi um mestalla Evrópu. Flokkun leikja er sýnd framan og aftan á hulstrum þeirra.. Á næstu dögum verður plakötum sem innihalda upplýsingar um hvernig lesi megi úr PEGI merkingum dreift til allra söluaðila tölvuleikja á Íslandi. Þá mun heimasíða PEGI www.pegi.info verða þýdd yfir á íslensku en þar er hægt að fá allar upplýsingar um kerfið, fletta upp leikjum og senda inn kvartanir, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er hægt að fá helstu upplýsingar um kerfið á heimasíðu SMÁÍS www.smais.is. Með samningnum fá Íslendingar tvo fulltrúa í nefndir á vegum PEGI. Það er annarsvegar svokölluð kærunefnd (Complaints Board) sem sker úr um deilur á milli útgefenda og ISFE og rannsakar kærur frá almenningi varðandi aldursmörk og flokkun. Hinsvegar fá Íslendingar fulltrúa í ráðgjafanefnd (e. advisory board) sem hefur það hlutverk að þróa kerfið og aðlaga.
Fréttir Innlent Leikjavísir Lífið Menning Tækni Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira