Fastar hefðir fylgja piparkökubaks 16. desember 2004 00:01 Þær eru hressar vinkonurnar sem hafa bakað piparkökur saman á aðventunni í 14 ár, ásamt börnum sínum. Kjarnann mynda sjö konur sem voru bekkjarsystur í barnaskólanum á Húsavík frá sjö ára aldri en eru nú 43 ára og búa á höfuðborgarsvæðinu. Reyndar segjast þær gera margt fleira saman en að baka piparkökur. Í ár bökuðu þær úr um sex kílóum af hveiti og uppskriftin er alltaf sú sama. Hún er úr smiðju móður einnar í hópnum, Kristínar Helgadóttur. "Við erum svo heppnar að Kristín er heimilisfræðikennari og hún hefur oftast gert deigið... við skemmtum okkur svo bara við að baka úr því," segja hinar ánægjulegar. Þær vinkonurnar eiga samtals hátt í 20 börn en það hefur verið svolítið misjafnt hve mörg taka þátt í bakstrinum. Stundum trufla íþróttaleikir, tónleikar og fleira. Þó hafa öll komið oft að bakstrinum og sum á hverju ári síðan þau fæddust. Allskonar siðir hafa skapast í bökunarstandinu, til dæmis í sambandi við piparkökumótin sem eru í mismiklu uppáhaldi. Sumar vinkonurnar hafa haft mikið fyrir að kaupa sérkennileg mót erlendis og í ár bættust G-lykill og nóta, sætur snjókarl og hreindýr í safnið. Þótt þær stöllur væru fremur óhressar með mætinguna hjá börnunum þetta árið stefna þær ótrauðar á að halda piparkökubakstrinum áfram og virkja barnabörnin þegar þar að kemur. Það er nóg að gera hjá Sigríði Ingvars, Kristínu og Helgu Maríu.Ragnhildur, dóttir hennar Emma, Bergljót og Sigríður Péturs virðast skemmta sér vel.Rebekka, Guðbjörg og Sigríður, oftast kölluð Sirrý, eru í góðum fíling, enda hljóma jólalögin af diskum. Jól Mest lesið Jóla-aspassúpa Jól Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu Jólin Borða með góðri samvisku Jól Flottar borðskreytingar fyrir aðventuboðin Jólin Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Ávallt risalamande Jól Jólaboð Afa árið 1988 Jól Engar jólagjafir hjá Sálinni Jól Börnin baka jólaskrautið Jól Mömmu Hamborgarhryggur Jól
Þær eru hressar vinkonurnar sem hafa bakað piparkökur saman á aðventunni í 14 ár, ásamt börnum sínum. Kjarnann mynda sjö konur sem voru bekkjarsystur í barnaskólanum á Húsavík frá sjö ára aldri en eru nú 43 ára og búa á höfuðborgarsvæðinu. Reyndar segjast þær gera margt fleira saman en að baka piparkökur. Í ár bökuðu þær úr um sex kílóum af hveiti og uppskriftin er alltaf sú sama. Hún er úr smiðju móður einnar í hópnum, Kristínar Helgadóttur. "Við erum svo heppnar að Kristín er heimilisfræðikennari og hún hefur oftast gert deigið... við skemmtum okkur svo bara við að baka úr því," segja hinar ánægjulegar. Þær vinkonurnar eiga samtals hátt í 20 börn en það hefur verið svolítið misjafnt hve mörg taka þátt í bakstrinum. Stundum trufla íþróttaleikir, tónleikar og fleira. Þó hafa öll komið oft að bakstrinum og sum á hverju ári síðan þau fæddust. Allskonar siðir hafa skapast í bökunarstandinu, til dæmis í sambandi við piparkökumótin sem eru í mismiklu uppáhaldi. Sumar vinkonurnar hafa haft mikið fyrir að kaupa sérkennileg mót erlendis og í ár bættust G-lykill og nóta, sætur snjókarl og hreindýr í safnið. Þótt þær stöllur væru fremur óhressar með mætinguna hjá börnunum þetta árið stefna þær ótrauðar á að halda piparkökubakstrinum áfram og virkja barnabörnin þegar þar að kemur. Það er nóg að gera hjá Sigríði Ingvars, Kristínu og Helgu Maríu.Ragnhildur, dóttir hennar Emma, Bergljót og Sigríður Péturs virðast skemmta sér vel.Rebekka, Guðbjörg og Sigríður, oftast kölluð Sirrý, eru í góðum fíling, enda hljóma jólalögin af diskum.
Jól Mest lesið Jóla-aspassúpa Jól Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu Jólin Borða með góðri samvisku Jól Flottar borðskreytingar fyrir aðventuboðin Jólin Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Ávallt risalamande Jól Jólaboð Afa árið 1988 Jól Engar jólagjafir hjá Sálinni Jól Börnin baka jólaskrautið Jól Mömmu Hamborgarhryggur Jól