Lúxusdvöl og innkaup í Keflavík 16. desember 2004 00:01 "Þetta hefur mælst mjög vel fyrir," segir Steinþór Jónsson hótelstjóri. "Á þessum fjórum árum hefur bærinn tekið miklum breytingum og okkur finnst einstaklega gaman að vera þátttakendur í svona verkefni, ekki síst þegar við sjáum að mikið er að gerast og bærinn að blómstra. Þá er ég bæði að tala um breytingar á verslunargötunni og allt aðgengi í bænum. Fjölbreytni í versluninni og öll þjónusta hefur aukist til muna. Hér eru miklar framtíðaráætlanir og mikill metnaður hjá öllum að standa sig vel og við finnum að það er að skila sér." Steinþór segir að fyrir starfsfólk hótelsins sé desember stanslaus jólagleði. "Við erum hér með gesti sem eru í skýjunum með dvölina og alla þjónustu í bænum. Mesta ásóknin er auðvitað um helgar og þá tökum við fleiri inn en á virkum dögum. En við erum fyrst og fremst ákaflega stolt af hótelinu okkar og bænum og státum af því að vera einn mest skreytti bærinn á landinu. Hér er líka mikið af úrvalsveitingastöðum og tilvalið að blanda saman tilbreytingu og jólaundirbúningi með því að bregða sér suður með sjó og njóta lífsins." Öll innkaup í bænum gilda sem greiðsla fyrir hótelherbergi, hvort sem um er að ræða mat, gjafavöru, þjónustu eða reikninga á veitingahúsum. Par þarf að versla fyrir 14.800 krónur samtals til að fá fría gistingu með morgunverði í tveggja manna lúxusherbergi. Tékkað er inn klukkan 14 og út klukkan 12. Jól Mest lesið Jólakúlur með listarinnar höndum Jól Gjörningur og stuðuppákoma Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 1. desember Jól Ýmsar kynjaverur á sveimi í Kanada Jól Sjö sorta jól Jól Karlar í nærbuxum Jól Jólalag dagsins: Hinsegin kórinn syngur It's beginning to look a lot like Christmas Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Seinkun í flugi olli pakkaáhyggjum Jólin Matur vinsælasta jólagjöfin Jól
"Þetta hefur mælst mjög vel fyrir," segir Steinþór Jónsson hótelstjóri. "Á þessum fjórum árum hefur bærinn tekið miklum breytingum og okkur finnst einstaklega gaman að vera þátttakendur í svona verkefni, ekki síst þegar við sjáum að mikið er að gerast og bærinn að blómstra. Þá er ég bæði að tala um breytingar á verslunargötunni og allt aðgengi í bænum. Fjölbreytni í versluninni og öll þjónusta hefur aukist til muna. Hér eru miklar framtíðaráætlanir og mikill metnaður hjá öllum að standa sig vel og við finnum að það er að skila sér." Steinþór segir að fyrir starfsfólk hótelsins sé desember stanslaus jólagleði. "Við erum hér með gesti sem eru í skýjunum með dvölina og alla þjónustu í bænum. Mesta ásóknin er auðvitað um helgar og þá tökum við fleiri inn en á virkum dögum. En við erum fyrst og fremst ákaflega stolt af hótelinu okkar og bænum og státum af því að vera einn mest skreytti bærinn á landinu. Hér er líka mikið af úrvalsveitingastöðum og tilvalið að blanda saman tilbreytingu og jólaundirbúningi með því að bregða sér suður með sjó og njóta lífsins." Öll innkaup í bænum gilda sem greiðsla fyrir hótelherbergi, hvort sem um er að ræða mat, gjafavöru, þjónustu eða reikninga á veitingahúsum. Par þarf að versla fyrir 14.800 krónur samtals til að fá fría gistingu með morgunverði í tveggja manna lúxusherbergi. Tékkað er inn klukkan 14 og út klukkan 12.
Jól Mest lesið Jólakúlur með listarinnar höndum Jól Gjörningur og stuðuppákoma Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 1. desember Jól Ýmsar kynjaverur á sveimi í Kanada Jól Sjö sorta jól Jól Karlar í nærbuxum Jól Jólalag dagsins: Hinsegin kórinn syngur It's beginning to look a lot like Christmas Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Seinkun í flugi olli pakkaáhyggjum Jólin Matur vinsælasta jólagjöfin Jól