Jólin í beinni 17. desember 2004 00:01 "Þessi jól verða skrítin þar sem þetta eru fyrstu jólin sem við og kærasta mín ætlum að halda saman og við ætlum að halda þau í beinni útsendingu," segir Birgir. Birgir stendur fyrir gjörningnum ÍBÚÐIN á Listasafni Íslands þar sem hann sendir beinar útsendingar úr íbúðinni sinni út á netið. Hægt er að skoða þessar upptökur á heimasíðu Listasafnsins, listasafn.is, og á sjálfu Listasafninu. "Við ætlum að gera allt sjálf. Búa til allan matinn og svoleiðis. Ég veit ekki hve margir munu horfa á aðfangadag en vinir okkar og vandamenn erlendis munu örugglega fylgjast með. Auðvitað er öllum velkomið að horfa og þeir sem eru einmana geta farið inn á vefsíðuna og fylgst með jólahaldinu í beinni," segir Birgir og finnst þetta jólahald auðvitað skrítin tilhugsun. "Þetta er einkennilegt og frekar skrítið en verður örugglega líka gaman. Kærastan mín, Tinna Ævarsdóttir, er sátt við þetta en hún er gríðarlega mikið jólabarn. Hún er farin að hlakka til jólanna í september. Ég hins vegar er frekar lítið jólabarn og kemst mikið til í jólastemminguna á Þorláksmessu. Þess vegna verður gaman að sjá þessa tvo heima mætast því ég hef alltaf verið hjá foreldrum mínum og hún hjá sínum. Það eru búnar að vera langar og strangar samningaviðræður um jólamatinn og Tinna er að drepast úr stressi að ég klúðri súpunni eða sósunni. Hún vill sko engar tilraunir í þeim málum - bara hefðbundinn jólamat." Það má aldeilis segja að jólin hjá Birgi og Tinnu verði öðruvísi en hjá flestum og skemmtileg saga fyrir börn og barnabörn. "Þetta verður mjög skemmtileg minning. Fyrstu jólin okkar saman og í beinni útsendingu í þokkabót. Það er líka örugglega gaman fyrir fólk að sjá ungt fólk halda sín fyrstu jól saman. Svolítið sætt," segir Birgir að lokum en hægt er að fylgjast með íbúðinni og skötuhjúunum til 16. janúar. Jól Mest lesið Jóla-aspassúpa Jól Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu Jólin Borða með góðri samvisku Jól Flottar borðskreytingar fyrir aðventuboðin Jólin Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Ávallt risalamande Jól Jólaboð Afa árið 1988 Jól Engar jólagjafir hjá Sálinni Jól Börnin baka jólaskrautið Jól Mömmu Hamborgarhryggur Jól
"Þessi jól verða skrítin þar sem þetta eru fyrstu jólin sem við og kærasta mín ætlum að halda saman og við ætlum að halda þau í beinni útsendingu," segir Birgir. Birgir stendur fyrir gjörningnum ÍBÚÐIN á Listasafni Íslands þar sem hann sendir beinar útsendingar úr íbúðinni sinni út á netið. Hægt er að skoða þessar upptökur á heimasíðu Listasafnsins, listasafn.is, og á sjálfu Listasafninu. "Við ætlum að gera allt sjálf. Búa til allan matinn og svoleiðis. Ég veit ekki hve margir munu horfa á aðfangadag en vinir okkar og vandamenn erlendis munu örugglega fylgjast með. Auðvitað er öllum velkomið að horfa og þeir sem eru einmana geta farið inn á vefsíðuna og fylgst með jólahaldinu í beinni," segir Birgir og finnst þetta jólahald auðvitað skrítin tilhugsun. "Þetta er einkennilegt og frekar skrítið en verður örugglega líka gaman. Kærastan mín, Tinna Ævarsdóttir, er sátt við þetta en hún er gríðarlega mikið jólabarn. Hún er farin að hlakka til jólanna í september. Ég hins vegar er frekar lítið jólabarn og kemst mikið til í jólastemminguna á Þorláksmessu. Þess vegna verður gaman að sjá þessa tvo heima mætast því ég hef alltaf verið hjá foreldrum mínum og hún hjá sínum. Það eru búnar að vera langar og strangar samningaviðræður um jólamatinn og Tinna er að drepast úr stressi að ég klúðri súpunni eða sósunni. Hún vill sko engar tilraunir í þeim málum - bara hefðbundinn jólamat." Það má aldeilis segja að jólin hjá Birgi og Tinnu verði öðruvísi en hjá flestum og skemmtileg saga fyrir börn og barnabörn. "Þetta verður mjög skemmtileg minning. Fyrstu jólin okkar saman og í beinni útsendingu í þokkabót. Það er líka örugglega gaman fyrir fólk að sjá ungt fólk halda sín fyrstu jól saman. Svolítið sætt," segir Birgir að lokum en hægt er að fylgjast með íbúðinni og skötuhjúunum til 16. janúar.
Jól Mest lesið Jóla-aspassúpa Jól Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu Jólin Borða með góðri samvisku Jól Flottar borðskreytingar fyrir aðventuboðin Jólin Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Ávallt risalamande Jól Jólaboð Afa árið 1988 Jól Engar jólagjafir hjá Sálinni Jól Börnin baka jólaskrautið Jól Mömmu Hamborgarhryggur Jól