Handmálaðar kúlur 17. desember 2004 00:01 "Venjulega eru það útlendingar sem kaupa mest af íslenska skrautinu en Íslendingar hafa fallið fyrir því líka og þá sérstaklega handmáluðu glerkúlunum með íslensku jólasveinunum," segir Elín Anna Þórisdóttir í Jólahúsinu. Brynja Eldon hannar myndirnar á kúlurnar sem eru svo handblásnar og handmálaðar í Austurríki. "Þetta er tilvalinn gripur til að safna," segir Elín Anna en hún segir það hafa færst í vöxt að fólk fari að safna sér tilteknu jólaskrauti og kaupi sér einn og einn hlut reglulega og dreifi þannig kostnaðinum yfir árið. Verslunin er opin allt árið og er mesti annatíminn um jólin og svo á sumrin þegar ferðamennirnir koma. Mikið er af hefðbundnu skrauti í versluninni en einnig tískuskrauti ef svo má að orði komast. "Í ár er mikið að koma inn af björtum litum og erum við til dæmis með kúlur sem eru skærbleikar með doppum," segir Elín Anna og bætir við að alltaf sé pantað inn nýtt skraut á hverju ári. "Þetta gamla er líka að koma aftur og erum við með mikið af skrauti sem lítur út fyrir að vera mjög gamalt," segir Elín Anna og hlær en bætir við að það sé virkilega sjarmerandi og skemmtilegt skraut og þar á meðal sé að finna gervijólatré úr við eins og tíðkaðist í gamla daga. "Við leggjum áherslu á að vera með sérhæft skraut þannig að þeir sem koma til okkar finni alltaf eitthvað sem ekki fæst annars staðar," segir Elín Anna að lokum. Gamaldags tréjólatré sem ætti að endast í fjöldamörg ár og veldur engu ofnæmi. Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Rafræn jólakort Jólin Svona gerirðu graflax Jól Jóla-aspassúpa Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu Jólin
"Venjulega eru það útlendingar sem kaupa mest af íslenska skrautinu en Íslendingar hafa fallið fyrir því líka og þá sérstaklega handmáluðu glerkúlunum með íslensku jólasveinunum," segir Elín Anna Þórisdóttir í Jólahúsinu. Brynja Eldon hannar myndirnar á kúlurnar sem eru svo handblásnar og handmálaðar í Austurríki. "Þetta er tilvalinn gripur til að safna," segir Elín Anna en hún segir það hafa færst í vöxt að fólk fari að safna sér tilteknu jólaskrauti og kaupi sér einn og einn hlut reglulega og dreifi þannig kostnaðinum yfir árið. Verslunin er opin allt árið og er mesti annatíminn um jólin og svo á sumrin þegar ferðamennirnir koma. Mikið er af hefðbundnu skrauti í versluninni en einnig tískuskrauti ef svo má að orði komast. "Í ár er mikið að koma inn af björtum litum og erum við til dæmis með kúlur sem eru skærbleikar með doppum," segir Elín Anna og bætir við að alltaf sé pantað inn nýtt skraut á hverju ári. "Þetta gamla er líka að koma aftur og erum við með mikið af skrauti sem lítur út fyrir að vera mjög gamalt," segir Elín Anna og hlær en bætir við að það sé virkilega sjarmerandi og skemmtilegt skraut og þar á meðal sé að finna gervijólatré úr við eins og tíðkaðist í gamla daga. "Við leggjum áherslu á að vera með sérhæft skraut þannig að þeir sem koma til okkar finni alltaf eitthvað sem ekki fæst annars staðar," segir Elín Anna að lokum. Gamaldags tréjólatré sem ætti að endast í fjöldamörg ár og veldur engu ofnæmi.
Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Rafræn jólakort Jólin Svona gerirðu graflax Jól Jóla-aspassúpa Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu Jólin