Les jólakveðjurnar í síðasta sinn 21. desember 2004 00:01 "Ég er að hætta því ég hef unnið svo lengi og ætla að njóta þess að vera til meðan ég held haus og heilsu," segir Gerður G. Bjarklind. Hún heyrði auglýst starf á auglýsingadeild Útvarpsins í hádegi á sínum tíma og var komin til starfa um hálf fjögur þann sama dag. Síðar æxluðust mál þannig að Gerði bauðst að gerast þulur. "Jón Múli fór í háskóla og það þurfti einhvern til að leysa hann af. Guðmundur Jónsson, sem þá var framkvæmdastjóri Útvarpsins, spurði hvort ég vildi taka þetta að mér en mér leist ekkert á það og spurði hvort hann væri orðinn vitlaus. Hann sagði að ég gæti gert þetta alveg eins og hinir svo ég fór og prófaði og hef sum sé verið að í 30 ár." Gerður lætur vel af vistinni í Ríkisútvarpinu og er þakklát fyrir tímann þar. "Hér svífur svo góður andi yfir vötnunum. Ég hef átt dásamlega samstarfsmenn og unnið með ótrúlega mörgu fólki. Það er eitthvað við þennan stað sem gerir það að verkum að maður vill vera hér. Þótt maður sé alveg hundóánægður með kaupið þá einhvern veginn finnst manni samt svo gott að vera hér. Ætli það stafi ekki af öllu þessu góða fólki." Gerður segir ekki alveg skilið við Ríkistúvarpið því hún mun áfram stýra Óskastundinni, óskalagaþættinum á Rás 1 á föstudagsmorgnum. "Ég er mjög þakklát fyrir að fá að vera áfram með Óskastundina því mér finnst það svo skemmtilegt. Það er gaman að vera í sambandi við fólk og fara hér í safnið og leita að gömlum lögum." Einstaka sinnum leikur Gerður lög Bítlanna í Óskastundinni. Henni eru þeir kærir því hún sá þá á hljómleikum í Lundúnum 1964. "Það var mikil upplifun. Þvílíkt arg og garg. Megnið af tónleikagestunum voru konur frá fjórtán ára og upp úr og þær grétu og góluðu alla tónleikana." Sjálf hélt Gerður sig á mottunni. "Ég missti bara málið og hugsaði hvurslags villidýr þetta væru." Gerður G. Bjarklind er lífsglöð með eindæmum og lítur björtum augum til framtíðar. "Það er svo margt sem ég ætla að gera. Til dæmis eigum við sumarbústað og getum nú verið þar heila og hálfa sumarið. Svo ætlum við til Spánar eftir áramót og koma heim með farfuglunum." Innlent Jól Menning Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Rafræn jólakort Jólin Svona gerirðu graflax Jól Jóla-aspassúpa Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu Jólin
"Ég er að hætta því ég hef unnið svo lengi og ætla að njóta þess að vera til meðan ég held haus og heilsu," segir Gerður G. Bjarklind. Hún heyrði auglýst starf á auglýsingadeild Útvarpsins í hádegi á sínum tíma og var komin til starfa um hálf fjögur þann sama dag. Síðar æxluðust mál þannig að Gerði bauðst að gerast þulur. "Jón Múli fór í háskóla og það þurfti einhvern til að leysa hann af. Guðmundur Jónsson, sem þá var framkvæmdastjóri Útvarpsins, spurði hvort ég vildi taka þetta að mér en mér leist ekkert á það og spurði hvort hann væri orðinn vitlaus. Hann sagði að ég gæti gert þetta alveg eins og hinir svo ég fór og prófaði og hef sum sé verið að í 30 ár." Gerður lætur vel af vistinni í Ríkisútvarpinu og er þakklát fyrir tímann þar. "Hér svífur svo góður andi yfir vötnunum. Ég hef átt dásamlega samstarfsmenn og unnið með ótrúlega mörgu fólki. Það er eitthvað við þennan stað sem gerir það að verkum að maður vill vera hér. Þótt maður sé alveg hundóánægður með kaupið þá einhvern veginn finnst manni samt svo gott að vera hér. Ætli það stafi ekki af öllu þessu góða fólki." Gerður segir ekki alveg skilið við Ríkistúvarpið því hún mun áfram stýra Óskastundinni, óskalagaþættinum á Rás 1 á föstudagsmorgnum. "Ég er mjög þakklát fyrir að fá að vera áfram með Óskastundina því mér finnst það svo skemmtilegt. Það er gaman að vera í sambandi við fólk og fara hér í safnið og leita að gömlum lögum." Einstaka sinnum leikur Gerður lög Bítlanna í Óskastundinni. Henni eru þeir kærir því hún sá þá á hljómleikum í Lundúnum 1964. "Það var mikil upplifun. Þvílíkt arg og garg. Megnið af tónleikagestunum voru konur frá fjórtán ára og upp úr og þær grétu og góluðu alla tónleikana." Sjálf hélt Gerður sig á mottunni. "Ég missti bara málið og hugsaði hvurslags villidýr þetta væru." Gerður G. Bjarklind er lífsglöð með eindæmum og lítur björtum augum til framtíðar. "Það er svo margt sem ég ætla að gera. Til dæmis eigum við sumarbústað og getum nú verið þar heila og hálfa sumarið. Svo ætlum við til Spánar eftir áramót og koma heim með farfuglunum."
Innlent Jól Menning Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Rafræn jólakort Jólin Svona gerirðu graflax Jól Jóla-aspassúpa Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu Jólin