Mannskaði vegna flóðbylgja 26. desember 2004 00:01 Flóðbylgjur, sem oft orsakast af neðansjávarjarðskjálftum, hafa í gegnum tíðina valdið stórfelldum spjöllum í strandbyggðum. Sagnir af slíkum hamförum eru til bæði frá Róm og Grikklandi til forna, þar með talið frásögn af flóðbylgju sem gekk yfir Miðjarðarhafið austanvert 21 júlí árið 365 og drap þúsundir íbúa Alexandríu í Egyptalandi. 26. desember 2004. Öflugasti jarðskjálfti síðustu 40 ára kemur af stað flóðbylgjum sem fara yfir þúsundir kílómetra og bresta á ströndum að minnsta kosti fimm Asíuríkja. Yfir 10 þúsund létu lífið og meira en milljón varð fyrir skakkaföllum. 17. júlí 1998. Jarðskjálfti sem reið yfir út af norðurströnd Papúa Nýju-Gíneu gat af sér flóðbylgju sem drap um 2.000 manns og skildi þúsundir til viðbótar eftir heimilislaus. 16. ágúst 1976. Flóðbylgja varð yfir 5.000 manns að bana í Moro flóa svæðinu við Filippseyjar. 28. mars 1964. Jarðskjálfti sem reið yfir á föstudaginn langa í Alaska gat af sér flóðbylgju sem setti bróðurpart strandlengjunnar í Alaska í kaf og lagði þrjú þorp í rúst. Í Alaska varð flóðið 107 manns að bana, fjórum í Oregon í Bandaríkjunum og 11 í Kaliforníu, þegar flóðið streymdi niður Vesturströnd Bandaríkjanna. 22. maí 1960. Flóðbylgja sem sögð var hafa náð allt að 11 metra hæð drap um 1.000 manns í Chile og olli skemmdum á Hawaii, þar sem 61 fórst, auk Filippseyja, Okinawa og í Japan þegar hún flæddi yfir Kyrrahaf. 1. apríl 1946. Jarðskjálfti í Alaska býr til flóðbylgju sem varð fimm að bana þegar viti eyðilagðist við North Cape. Nokkrum klukkustundum síðar náði bylgjan ströndum Hilo á Hawaii þar sem 159 fórust og tugmilljónatjón varð. 31. janúar 1906. Ógnarmikill neðansjávarskjálfti setti í kaf hluta borgarinnar Tumaco í Kólumbíu og skolaði burt nær hverju húsi á ströndinni milli Rioverde í Ekvador og Micay í Kólumbíu. Talið er að á milli 500 og 1.500 hafi látist. 17. desember 1896. Flóðbylgja hrífur með sér hluta strandarinnar og aðalgötunnar í Santa Barbara í Kaliforníu í Bandaríkjunum. 15. júní 1896. Sanriku flóðbylgjan ríður fyrirvaralaust yfir Japan. Flóðbylgjan sem talið er að hafi verið yfir 23 metrar á hæð skall á hópi fólks sem safnast hafði saman á trúarhátíð þannig að meira en 26.000 létust. 27. ágúst 1883. Sprengigosið í eldfjallinu Krakatau getur af sér gríðarmikla bylgju sem flæðir yfir strendur Jövu og Súmötru og verður um 36.000 manns að bana. 1. nóvember 1775. Stóri jarðskjálftinn í Lissabon býr til 6 metra háa flóðbylgju sem ríður yfir strendur Portúgals, Spánar og Marokkó. Asía - hamfarir Erlent Fréttir Veður Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Flóðbylgjur, sem oft orsakast af neðansjávarjarðskjálftum, hafa í gegnum tíðina valdið stórfelldum spjöllum í strandbyggðum. Sagnir af slíkum hamförum eru til bæði frá Róm og Grikklandi til forna, þar með talið frásögn af flóðbylgju sem gekk yfir Miðjarðarhafið austanvert 21 júlí árið 365 og drap þúsundir íbúa Alexandríu í Egyptalandi. 26. desember 2004. Öflugasti jarðskjálfti síðustu 40 ára kemur af stað flóðbylgjum sem fara yfir þúsundir kílómetra og bresta á ströndum að minnsta kosti fimm Asíuríkja. Yfir 10 þúsund létu lífið og meira en milljón varð fyrir skakkaföllum. 17. júlí 1998. Jarðskjálfti sem reið yfir út af norðurströnd Papúa Nýju-Gíneu gat af sér flóðbylgju sem drap um 2.000 manns og skildi þúsundir til viðbótar eftir heimilislaus. 16. ágúst 1976. Flóðbylgja varð yfir 5.000 manns að bana í Moro flóa svæðinu við Filippseyjar. 28. mars 1964. Jarðskjálfti sem reið yfir á föstudaginn langa í Alaska gat af sér flóðbylgju sem setti bróðurpart strandlengjunnar í Alaska í kaf og lagði þrjú þorp í rúst. Í Alaska varð flóðið 107 manns að bana, fjórum í Oregon í Bandaríkjunum og 11 í Kaliforníu, þegar flóðið streymdi niður Vesturströnd Bandaríkjanna. 22. maí 1960. Flóðbylgja sem sögð var hafa náð allt að 11 metra hæð drap um 1.000 manns í Chile og olli skemmdum á Hawaii, þar sem 61 fórst, auk Filippseyja, Okinawa og í Japan þegar hún flæddi yfir Kyrrahaf. 1. apríl 1946. Jarðskjálfti í Alaska býr til flóðbylgju sem varð fimm að bana þegar viti eyðilagðist við North Cape. Nokkrum klukkustundum síðar náði bylgjan ströndum Hilo á Hawaii þar sem 159 fórust og tugmilljónatjón varð. 31. janúar 1906. Ógnarmikill neðansjávarskjálfti setti í kaf hluta borgarinnar Tumaco í Kólumbíu og skolaði burt nær hverju húsi á ströndinni milli Rioverde í Ekvador og Micay í Kólumbíu. Talið er að á milli 500 og 1.500 hafi látist. 17. desember 1896. Flóðbylgja hrífur með sér hluta strandarinnar og aðalgötunnar í Santa Barbara í Kaliforníu í Bandaríkjunum. 15. júní 1896. Sanriku flóðbylgjan ríður fyrirvaralaust yfir Japan. Flóðbylgjan sem talið er að hafi verið yfir 23 metrar á hæð skall á hópi fólks sem safnast hafði saman á trúarhátíð þannig að meira en 26.000 létust. 27. ágúst 1883. Sprengigosið í eldfjallinu Krakatau getur af sér gríðarmikla bylgju sem flæðir yfir strendur Jövu og Súmötru og verður um 36.000 manns að bana. 1. nóvember 1775. Stóri jarðskjálftinn í Lissabon býr til 6 metra háa flóðbylgju sem ríður yfir strendur Portúgals, Spánar og Marokkó.
Asía - hamfarir Erlent Fréttir Veður Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira