Aftaka á Öxinni og jörðinni 28. desember 2004 00:01 Jólaleikrit Þjóðleikhússins fær afar óblíðar viðtökur gagnrýnenda. Þeir segja verkið steindautt, gamaldags og andvana fætt og að það skorti þá stemmningu og spennu sem fyrirmynd leikgerðarinnar hafði. Sýningin sé dapurlegur viðskilnaður núverandi þjóðleikhússtjóra við Þjóðleikhúsið. Gagnrýnandi Ríkisútvarpsins segir sýninguna stórglæsilega en leikstjórnina einhæfa og að sýningin nái ekki stórkostlegri stemmningu og spennu skáldsögunnar. Morgunblaðið segir að leikstjórinn, Hilmar Jónsson, sem einnig gerði leikgerðina, ráði ekki við þetta verk og óskiljanlegt að þjóðleikhússtjóri skuli hafa falið honum þessa vinnu á svo skömmum tíma. Gagnrýnandinn segir það dapurlegan viðskilnað þjóðleikhússtjóra, sem lætur af störfum eftir þrjá daga, að dæma áhorfendur til að sitja undir þessari sótthreinsuðu myndasýningu frá 16. öld í stað þess að ögra þeim til að hugsa. Gagnrýnandi DV segir sýninguna steindauða frá upphafi til enda, gamaldags og þunglamalega. Sýningin sé talandi tákn um hóp listamanna sem sé í vörslu pólitískt skipaðra pótentáta sem hagi seglum eftir vindi til að koma ekki við neinn. Hún sé lýsandi um drepleiðinlega og steindauða leiklist sem skipti engu máli. Hún er kauðsk, snertir áhorfanda ekkert og er hvernig sem á er litið sóun á tíma og tækifærum. Hún er dæmi um ástand sem er óþolandi og verður að breyta. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur finnst verkið ekki nógu vel heppnað. Bæði sé verkið sjálft ekki hentugt til úrvinnslu og leikgerðin ansi flöt En skyldi sýningin vera dauðadæmd með slíka dóma á bakinu? Jóni finnst sýningin andvana fædd en hitt sé annað mál að Jón Arason sé feikilega spennandi og áhugavert yrkisefni þó Ólafur Gunnarsson ráði ekki við hann. „Ég get vel trúað því að fólk eigi eftir að fara að sjá þessa sýningu og ég vil í sjálfu sér alls ekki draga neitt úr því,“ segir Jón Viðar. Fréttastofan náði ekki í Hilmar Jónsson til að spyrja hann út í þessa neikvæðu gagnrýni. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri vildi ekki tjá sig um hana - sagði gagnrýnendur menn sem hefðu fullan rétt á að tjá skoðanir sínar. Hann tók þó fram að sýningin hefði fengið geysigóðar viðtökur á frumsýningarkvöld annan jóladag. Leikhús Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Nýju fötin forsetans Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Jólaleikrit Þjóðleikhússins fær afar óblíðar viðtökur gagnrýnenda. Þeir segja verkið steindautt, gamaldags og andvana fætt og að það skorti þá stemmningu og spennu sem fyrirmynd leikgerðarinnar hafði. Sýningin sé dapurlegur viðskilnaður núverandi þjóðleikhússtjóra við Þjóðleikhúsið. Gagnrýnandi Ríkisútvarpsins segir sýninguna stórglæsilega en leikstjórnina einhæfa og að sýningin nái ekki stórkostlegri stemmningu og spennu skáldsögunnar. Morgunblaðið segir að leikstjórinn, Hilmar Jónsson, sem einnig gerði leikgerðina, ráði ekki við þetta verk og óskiljanlegt að þjóðleikhússtjóri skuli hafa falið honum þessa vinnu á svo skömmum tíma. Gagnrýnandinn segir það dapurlegan viðskilnað þjóðleikhússtjóra, sem lætur af störfum eftir þrjá daga, að dæma áhorfendur til að sitja undir þessari sótthreinsuðu myndasýningu frá 16. öld í stað þess að ögra þeim til að hugsa. Gagnrýnandi DV segir sýninguna steindauða frá upphafi til enda, gamaldags og þunglamalega. Sýningin sé talandi tákn um hóp listamanna sem sé í vörslu pólitískt skipaðra pótentáta sem hagi seglum eftir vindi til að koma ekki við neinn. Hún sé lýsandi um drepleiðinlega og steindauða leiklist sem skipti engu máli. Hún er kauðsk, snertir áhorfanda ekkert og er hvernig sem á er litið sóun á tíma og tækifærum. Hún er dæmi um ástand sem er óþolandi og verður að breyta. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur finnst verkið ekki nógu vel heppnað. Bæði sé verkið sjálft ekki hentugt til úrvinnslu og leikgerðin ansi flöt En skyldi sýningin vera dauðadæmd með slíka dóma á bakinu? Jóni finnst sýningin andvana fædd en hitt sé annað mál að Jón Arason sé feikilega spennandi og áhugavert yrkisefni þó Ólafur Gunnarsson ráði ekki við hann. „Ég get vel trúað því að fólk eigi eftir að fara að sjá þessa sýningu og ég vil í sjálfu sér alls ekki draga neitt úr því,“ segir Jón Viðar. Fréttastofan náði ekki í Hilmar Jónsson til að spyrja hann út í þessa neikvæðu gagnrýni. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri vildi ekki tjá sig um hana - sagði gagnrýnendur menn sem hefðu fullan rétt á að tjá skoðanir sínar. Hann tók þó fram að sýningin hefði fengið geysigóðar viðtökur á frumsýningarkvöld annan jóladag.
Leikhús Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Nýju fötin forsetans Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning