Aftaka á Öxinni og jörðinni 28. desember 2004 00:01 Jólaleikrit Þjóðleikhússins fær afar óblíðar viðtökur gagnrýnenda. Þeir segja verkið steindautt, gamaldags og andvana fætt og að það skorti þá stemmningu og spennu sem fyrirmynd leikgerðarinnar hafði. Sýningin sé dapurlegur viðskilnaður núverandi þjóðleikhússtjóra við Þjóðleikhúsið. Gagnrýnandi Ríkisútvarpsins segir sýninguna stórglæsilega en leikstjórnina einhæfa og að sýningin nái ekki stórkostlegri stemmningu og spennu skáldsögunnar. Morgunblaðið segir að leikstjórinn, Hilmar Jónsson, sem einnig gerði leikgerðina, ráði ekki við þetta verk og óskiljanlegt að þjóðleikhússtjóri skuli hafa falið honum þessa vinnu á svo skömmum tíma. Gagnrýnandinn segir það dapurlegan viðskilnað þjóðleikhússtjóra, sem lætur af störfum eftir þrjá daga, að dæma áhorfendur til að sitja undir þessari sótthreinsuðu myndasýningu frá 16. öld í stað þess að ögra þeim til að hugsa. Gagnrýnandi DV segir sýninguna steindauða frá upphafi til enda, gamaldags og þunglamalega. Sýningin sé talandi tákn um hóp listamanna sem sé í vörslu pólitískt skipaðra pótentáta sem hagi seglum eftir vindi til að koma ekki við neinn. Hún sé lýsandi um drepleiðinlega og steindauða leiklist sem skipti engu máli. Hún er kauðsk, snertir áhorfanda ekkert og er hvernig sem á er litið sóun á tíma og tækifærum. Hún er dæmi um ástand sem er óþolandi og verður að breyta. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur finnst verkið ekki nógu vel heppnað. Bæði sé verkið sjálft ekki hentugt til úrvinnslu og leikgerðin ansi flöt En skyldi sýningin vera dauðadæmd með slíka dóma á bakinu? Jóni finnst sýningin andvana fædd en hitt sé annað mál að Jón Arason sé feikilega spennandi og áhugavert yrkisefni þó Ólafur Gunnarsson ráði ekki við hann. „Ég get vel trúað því að fólk eigi eftir að fara að sjá þessa sýningu og ég vil í sjálfu sér alls ekki draga neitt úr því,“ segir Jón Viðar. Fréttastofan náði ekki í Hilmar Jónsson til að spyrja hann út í þessa neikvæðu gagnrýni. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri vildi ekki tjá sig um hana - sagði gagnrýnendur menn sem hefðu fullan rétt á að tjá skoðanir sínar. Hann tók þó fram að sýningin hefði fengið geysigóðar viðtökur á frumsýningarkvöld annan jóladag. Leikhús Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Jólaleikrit Þjóðleikhússins fær afar óblíðar viðtökur gagnrýnenda. Þeir segja verkið steindautt, gamaldags og andvana fætt og að það skorti þá stemmningu og spennu sem fyrirmynd leikgerðarinnar hafði. Sýningin sé dapurlegur viðskilnaður núverandi þjóðleikhússtjóra við Þjóðleikhúsið. Gagnrýnandi Ríkisútvarpsins segir sýninguna stórglæsilega en leikstjórnina einhæfa og að sýningin nái ekki stórkostlegri stemmningu og spennu skáldsögunnar. Morgunblaðið segir að leikstjórinn, Hilmar Jónsson, sem einnig gerði leikgerðina, ráði ekki við þetta verk og óskiljanlegt að þjóðleikhússtjóri skuli hafa falið honum þessa vinnu á svo skömmum tíma. Gagnrýnandinn segir það dapurlegan viðskilnað þjóðleikhússtjóra, sem lætur af störfum eftir þrjá daga, að dæma áhorfendur til að sitja undir þessari sótthreinsuðu myndasýningu frá 16. öld í stað þess að ögra þeim til að hugsa. Gagnrýnandi DV segir sýninguna steindauða frá upphafi til enda, gamaldags og þunglamalega. Sýningin sé talandi tákn um hóp listamanna sem sé í vörslu pólitískt skipaðra pótentáta sem hagi seglum eftir vindi til að koma ekki við neinn. Hún sé lýsandi um drepleiðinlega og steindauða leiklist sem skipti engu máli. Hún er kauðsk, snertir áhorfanda ekkert og er hvernig sem á er litið sóun á tíma og tækifærum. Hún er dæmi um ástand sem er óþolandi og verður að breyta. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur finnst verkið ekki nógu vel heppnað. Bæði sé verkið sjálft ekki hentugt til úrvinnslu og leikgerðin ansi flöt En skyldi sýningin vera dauðadæmd með slíka dóma á bakinu? Jóni finnst sýningin andvana fædd en hitt sé annað mál að Jón Arason sé feikilega spennandi og áhugavert yrkisefni þó Ólafur Gunnarsson ráði ekki við hann. „Ég get vel trúað því að fólk eigi eftir að fara að sjá þessa sýningu og ég vil í sjálfu sér alls ekki draga neitt úr því,“ segir Jón Viðar. Fréttastofan náði ekki í Hilmar Jónsson til að spyrja hann út í þessa neikvæðu gagnrýni. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri vildi ekki tjá sig um hana - sagði gagnrýnendur menn sem hefðu fullan rétt á að tjá skoðanir sínar. Hann tók þó fram að sýningin hefði fengið geysigóðar viðtökur á frumsýningarkvöld annan jóladag.
Leikhús Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira