Aftaka á Öxinni og jörðinni 28. desember 2004 00:01 Jólaleikrit Þjóðleikhússins fær afar óblíðar viðtökur gagnrýnenda. Þeir segja verkið steindautt, gamaldags og andvana fætt og að það skorti þá stemmningu og spennu sem fyrirmynd leikgerðarinnar hafði. Sýningin sé dapurlegur viðskilnaður núverandi þjóðleikhússtjóra við Þjóðleikhúsið. Gagnrýnandi Ríkisútvarpsins segir sýninguna stórglæsilega en leikstjórnina einhæfa og að sýningin nái ekki stórkostlegri stemmningu og spennu skáldsögunnar. Morgunblaðið segir að leikstjórinn, Hilmar Jónsson, sem einnig gerði leikgerðina, ráði ekki við þetta verk og óskiljanlegt að þjóðleikhússtjóri skuli hafa falið honum þessa vinnu á svo skömmum tíma. Gagnrýnandinn segir það dapurlegan viðskilnað þjóðleikhússtjóra, sem lætur af störfum eftir þrjá daga, að dæma áhorfendur til að sitja undir þessari sótthreinsuðu myndasýningu frá 16. öld í stað þess að ögra þeim til að hugsa. Gagnrýnandi DV segir sýninguna steindauða frá upphafi til enda, gamaldags og þunglamalega. Sýningin sé talandi tákn um hóp listamanna sem sé í vörslu pólitískt skipaðra pótentáta sem hagi seglum eftir vindi til að koma ekki við neinn. Hún sé lýsandi um drepleiðinlega og steindauða leiklist sem skipti engu máli. Hún er kauðsk, snertir áhorfanda ekkert og er hvernig sem á er litið sóun á tíma og tækifærum. Hún er dæmi um ástand sem er óþolandi og verður að breyta. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur finnst verkið ekki nógu vel heppnað. Bæði sé verkið sjálft ekki hentugt til úrvinnslu og leikgerðin ansi flöt En skyldi sýningin vera dauðadæmd með slíka dóma á bakinu? Jóni finnst sýningin andvana fædd en hitt sé annað mál að Jón Arason sé feikilega spennandi og áhugavert yrkisefni þó Ólafur Gunnarsson ráði ekki við hann. „Ég get vel trúað því að fólk eigi eftir að fara að sjá þessa sýningu og ég vil í sjálfu sér alls ekki draga neitt úr því,“ segir Jón Viðar. Fréttastofan náði ekki í Hilmar Jónsson til að spyrja hann út í þessa neikvæðu gagnrýni. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri vildi ekki tjá sig um hana - sagði gagnrýnendur menn sem hefðu fullan rétt á að tjá skoðanir sínar. Hann tók þó fram að sýningin hefði fengið geysigóðar viðtökur á frumsýningarkvöld annan jóladag. Leikhús Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Jólaleikrit Þjóðleikhússins fær afar óblíðar viðtökur gagnrýnenda. Þeir segja verkið steindautt, gamaldags og andvana fætt og að það skorti þá stemmningu og spennu sem fyrirmynd leikgerðarinnar hafði. Sýningin sé dapurlegur viðskilnaður núverandi þjóðleikhússtjóra við Þjóðleikhúsið. Gagnrýnandi Ríkisútvarpsins segir sýninguna stórglæsilega en leikstjórnina einhæfa og að sýningin nái ekki stórkostlegri stemmningu og spennu skáldsögunnar. Morgunblaðið segir að leikstjórinn, Hilmar Jónsson, sem einnig gerði leikgerðina, ráði ekki við þetta verk og óskiljanlegt að þjóðleikhússtjóri skuli hafa falið honum þessa vinnu á svo skömmum tíma. Gagnrýnandinn segir það dapurlegan viðskilnað þjóðleikhússtjóra, sem lætur af störfum eftir þrjá daga, að dæma áhorfendur til að sitja undir þessari sótthreinsuðu myndasýningu frá 16. öld í stað þess að ögra þeim til að hugsa. Gagnrýnandi DV segir sýninguna steindauða frá upphafi til enda, gamaldags og þunglamalega. Sýningin sé talandi tákn um hóp listamanna sem sé í vörslu pólitískt skipaðra pótentáta sem hagi seglum eftir vindi til að koma ekki við neinn. Hún sé lýsandi um drepleiðinlega og steindauða leiklist sem skipti engu máli. Hún er kauðsk, snertir áhorfanda ekkert og er hvernig sem á er litið sóun á tíma og tækifærum. Hún er dæmi um ástand sem er óþolandi og verður að breyta. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur finnst verkið ekki nógu vel heppnað. Bæði sé verkið sjálft ekki hentugt til úrvinnslu og leikgerðin ansi flöt En skyldi sýningin vera dauðadæmd með slíka dóma á bakinu? Jóni finnst sýningin andvana fædd en hitt sé annað mál að Jón Arason sé feikilega spennandi og áhugavert yrkisefni þó Ólafur Gunnarsson ráði ekki við hann. „Ég get vel trúað því að fólk eigi eftir að fara að sjá þessa sýningu og ég vil í sjálfu sér alls ekki draga neitt úr því,“ segir Jón Viðar. Fréttastofan náði ekki í Hilmar Jónsson til að spyrja hann út í þessa neikvæðu gagnrýni. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri vildi ekki tjá sig um hana - sagði gagnrýnendur menn sem hefðu fullan rétt á að tjá skoðanir sínar. Hann tók þó fram að sýningin hefði fengið geysigóðar viðtökur á frumsýningarkvöld annan jóladag.
Leikhús Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira