Jólapappír endurnýttur 30. desember 2004 00:01 Það er gamlársdagur. Þú staulast fram úr rúminu í nýju náttfötunum með svefnfar eftir bókina sem þú fékkst í jólagjöf. Þú kemur inn í stofu og: ó nei! Jólapappír út um allt síðan á aðfangadag! En ekki örvænta. Það er nóg hægt að gera með gamlan jólapappír þó hann sé rifinn og tættur eftir þá yngstu, og stundum elstu, á heimilinu. Það er um að gera að nota ímyndunaraflið þegar jólapappírinn er annars vegar. Ekki vera fljót/ur á þér og henda öllu strax út í tunnu á gamlárskvöld. Notaðu hugmyndir Fréttablaðsins og gæddu þennan yndislega pappír lífi á ný. * Geymdu hann þangað til á næsta ári. Sléttu úr öllum örkunum sem eru tiltölulega heilar og pressaðu þær með bókastafla. Það sér enginn muninn á nýja pappírnum og gamla. * Klipptu hann út í margskonar munstur og límdu hann á tréramma. Settu síðan einhverja fallega jólalega mynd í og þá ertu komin/n með fínasta skraut. * Límdu hann utan á jólakúlur og settu þær á jólatréð. Passaðu þig að nota gott og sterkt lím og ekki sakar að skella smá glimmeri á kúlurnar líka. * Gerðu nýárskort úr honum. Ef þú hefur gleymt jólakortunum þá er tilvalið að föndra nýárskort um jólin úr jólapappírnum. * Saumaðu voðalega fínar stuttbuxur eða míni-pils handa fjölskyldumeðlimum. Klikkar ekki sem nýársgjöf eða jólagjöf á næsta ári! * Veggfóðraðu svefnherbergið - af hverju ekki? * Klipptu hann í örsmáar agnir og taktu þær með í næsta brúðkaup og notaðu í staðinn fyrir hrísgrjón til að henda yfir brúðhjónin. Ef það rignir þá er samt betra að sleppa því. * Safnaðu pappírnum í stóra hrúgu og taktu fjölskyldumynd af öllum í hrúgunni. Voða stuð! Jól Mest lesið Súkkulaðikransatoppar Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Gleymir að kaupa jólatré Jól Óþarfi að flækja málin Jól Hráfæðissæla með jarðarberjakremi og ferskum berjum Jólin Dagskrá aðventu, jóla og áramóta í Háteigskirkju Jól Sálmur 81 - Guðs kristni í heimi Jól Fyrir þá sem hafa tíu þumalfingur Jól Jólahald bræðranna á Kollaleiru Jól Gyðingakökur Jól
Það er gamlársdagur. Þú staulast fram úr rúminu í nýju náttfötunum með svefnfar eftir bókina sem þú fékkst í jólagjöf. Þú kemur inn í stofu og: ó nei! Jólapappír út um allt síðan á aðfangadag! En ekki örvænta. Það er nóg hægt að gera með gamlan jólapappír þó hann sé rifinn og tættur eftir þá yngstu, og stundum elstu, á heimilinu. Það er um að gera að nota ímyndunaraflið þegar jólapappírinn er annars vegar. Ekki vera fljót/ur á þér og henda öllu strax út í tunnu á gamlárskvöld. Notaðu hugmyndir Fréttablaðsins og gæddu þennan yndislega pappír lífi á ný. * Geymdu hann þangað til á næsta ári. Sléttu úr öllum örkunum sem eru tiltölulega heilar og pressaðu þær með bókastafla. Það sér enginn muninn á nýja pappírnum og gamla. * Klipptu hann út í margskonar munstur og límdu hann á tréramma. Settu síðan einhverja fallega jólalega mynd í og þá ertu komin/n með fínasta skraut. * Límdu hann utan á jólakúlur og settu þær á jólatréð. Passaðu þig að nota gott og sterkt lím og ekki sakar að skella smá glimmeri á kúlurnar líka. * Gerðu nýárskort úr honum. Ef þú hefur gleymt jólakortunum þá er tilvalið að föndra nýárskort um jólin úr jólapappírnum. * Saumaðu voðalega fínar stuttbuxur eða míni-pils handa fjölskyldumeðlimum. Klikkar ekki sem nýársgjöf eða jólagjöf á næsta ári! * Veggfóðraðu svefnherbergið - af hverju ekki? * Klipptu hann í örsmáar agnir og taktu þær með í næsta brúðkaup og notaðu í staðinn fyrir hrísgrjón til að henda yfir brúðhjónin. Ef það rignir þá er samt betra að sleppa því. * Safnaðu pappírnum í stóra hrúgu og taktu fjölskyldumynd af öllum í hrúgunni. Voða stuð!
Jól Mest lesið Súkkulaðikransatoppar Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Gleymir að kaupa jólatré Jól Óþarfi að flækja málin Jól Hráfæðissæla með jarðarberjakremi og ferskum berjum Jólin Dagskrá aðventu, jóla og áramóta í Háteigskirkju Jól Sálmur 81 - Guðs kristni í heimi Jól Fyrir þá sem hafa tíu þumalfingur Jól Jólahald bræðranna á Kollaleiru Jól Gyðingakökur Jól