Ólafur Kristjánsson gagnrýnir KSÍ 14. nóvember 2005 09:15 Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Fram, var gagnrýninn á stefnu KSÍ varðandi uppbyggingu yngri landsliða á þjálfararáðstefnu sem KSÍ og KÞÍ stóðu fyrir á laugardag. Ólafur telur að það sé skortur á stefnumótin þegar kemur að landsliðunum og það sé hugsanlega ein megin skýringin á því af hverju A-landsliðið sé ekki betra en raun ber vitni. "Ég velti því fyrir hvort að það sé einhver rauður þráður í gegnum öll landsliðin upp í sjálft A-landsliðið þar sem unnið er að markvissri uppbyggingu. Hver stýrir þróun og stefnumótun í íslenskrar knattspyrnu? Er hvert og eitt félag að vinna í sínu horni eða er einhver stefna á vegum KSÍ?" Þessari spurningu varpaði Ólafur til Eyjólfs Sverrissonar, nýráðins þjálfara A-landsliðsins, sem var einn af fyrirlesurum ráðstefnunnar. Ólafur kveðst hafa fengið fá svör. "Nei ég fékk ekkert svar en veit að svo er ekki. Ég hef að minnsta kosti ekki ennþá séð þessa stefnu. Við erum alltaf að tala um að landsliðið okkar sé svo lélegt og leitum skýringa á því en ef uppbygginguna skortir verður landsliðið aldrei gott," segir Ólafur. "Við þurfum að sjálfsögðu að styrkja það landslið sem er núna en það verður að sjálfösgðu að byrja á því að styrkja þá landsliðsmenn sem verða til staðar eftir 10 ár. Þetta er svona í öllum íþróttum. Ég get nefnt danska kvennalandsliðið í handbolta sem dæmi. Danir voru með slakt landslið eins og Ísland fyrir tuttugu árum þegar þeir fóru markvisst að byggja upp yngri landsliðin. Í dag eiga þeir eitt besta kvennalandslið í heimi," segir Ólafur og kallar á skýr markmið. "Ég sé ekki neina stefnu í íslenskum fótbolta, á engan hátt. Ég tel að það sé nauðsynlegt að koma á þessum rauða þræði sem unnið verður að því að styrkja svo að nýjir þjálfarar séu ekki sífellt að byrja á núlli. Það er auðvitað hægt að halda ástandinu óbreyttu en ef það á að nást betri árangur verða öll landsliðin að vera á sömu línu," segir Ólafur. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Fram, var gagnrýninn á stefnu KSÍ varðandi uppbyggingu yngri landsliða á þjálfararáðstefnu sem KSÍ og KÞÍ stóðu fyrir á laugardag. Ólafur telur að það sé skortur á stefnumótin þegar kemur að landsliðunum og það sé hugsanlega ein megin skýringin á því af hverju A-landsliðið sé ekki betra en raun ber vitni. "Ég velti því fyrir hvort að það sé einhver rauður þráður í gegnum öll landsliðin upp í sjálft A-landsliðið þar sem unnið er að markvissri uppbyggingu. Hver stýrir þróun og stefnumótun í íslenskrar knattspyrnu? Er hvert og eitt félag að vinna í sínu horni eða er einhver stefna á vegum KSÍ?" Þessari spurningu varpaði Ólafur til Eyjólfs Sverrissonar, nýráðins þjálfara A-landsliðsins, sem var einn af fyrirlesurum ráðstefnunnar. Ólafur kveðst hafa fengið fá svör. "Nei ég fékk ekkert svar en veit að svo er ekki. Ég hef að minnsta kosti ekki ennþá séð þessa stefnu. Við erum alltaf að tala um að landsliðið okkar sé svo lélegt og leitum skýringa á því en ef uppbygginguna skortir verður landsliðið aldrei gott," segir Ólafur. "Við þurfum að sjálfsögðu að styrkja það landslið sem er núna en það verður að sjálfösgðu að byrja á því að styrkja þá landsliðsmenn sem verða til staðar eftir 10 ár. Þetta er svona í öllum íþróttum. Ég get nefnt danska kvennalandsliðið í handbolta sem dæmi. Danir voru með slakt landslið eins og Ísland fyrir tuttugu árum þegar þeir fóru markvisst að byggja upp yngri landsliðin. Í dag eiga þeir eitt besta kvennalandslið í heimi," segir Ólafur og kallar á skýr markmið. "Ég sé ekki neina stefnu í íslenskum fótbolta, á engan hátt. Ég tel að það sé nauðsynlegt að koma á þessum rauða þræði sem unnið verður að því að styrkja svo að nýjir þjálfarar séu ekki sífellt að byrja á núlli. Það er auðvitað hægt að halda ástandinu óbreyttu en ef það á að nást betri árangur verða öll landsliðin að vera á sömu línu," segir Ólafur.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram