Ólafur Kristjánsson gagnrýnir KSÍ 14. nóvember 2005 09:15 Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Fram, var gagnrýninn á stefnu KSÍ varðandi uppbyggingu yngri landsliða á þjálfararáðstefnu sem KSÍ og KÞÍ stóðu fyrir á laugardag. Ólafur telur að það sé skortur á stefnumótin þegar kemur að landsliðunum og það sé hugsanlega ein megin skýringin á því af hverju A-landsliðið sé ekki betra en raun ber vitni. "Ég velti því fyrir hvort að það sé einhver rauður þráður í gegnum öll landsliðin upp í sjálft A-landsliðið þar sem unnið er að markvissri uppbyggingu. Hver stýrir þróun og stefnumótun í íslenskrar knattspyrnu? Er hvert og eitt félag að vinna í sínu horni eða er einhver stefna á vegum KSÍ?" Þessari spurningu varpaði Ólafur til Eyjólfs Sverrissonar, nýráðins þjálfara A-landsliðsins, sem var einn af fyrirlesurum ráðstefnunnar. Ólafur kveðst hafa fengið fá svör. "Nei ég fékk ekkert svar en veit að svo er ekki. Ég hef að minnsta kosti ekki ennþá séð þessa stefnu. Við erum alltaf að tala um að landsliðið okkar sé svo lélegt og leitum skýringa á því en ef uppbygginguna skortir verður landsliðið aldrei gott," segir Ólafur. "Við þurfum að sjálfsögðu að styrkja það landslið sem er núna en það verður að sjálfösgðu að byrja á því að styrkja þá landsliðsmenn sem verða til staðar eftir 10 ár. Þetta er svona í öllum íþróttum. Ég get nefnt danska kvennalandsliðið í handbolta sem dæmi. Danir voru með slakt landslið eins og Ísland fyrir tuttugu árum þegar þeir fóru markvisst að byggja upp yngri landsliðin. Í dag eiga þeir eitt besta kvennalandslið í heimi," segir Ólafur og kallar á skýr markmið. "Ég sé ekki neina stefnu í íslenskum fótbolta, á engan hátt. Ég tel að það sé nauðsynlegt að koma á þessum rauða þræði sem unnið verður að því að styrkja svo að nýjir þjálfarar séu ekki sífellt að byrja á núlli. Það er auðvitað hægt að halda ástandinu óbreyttu en ef það á að nást betri árangur verða öll landsliðin að vera á sömu línu," segir Ólafur. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Fram, var gagnrýninn á stefnu KSÍ varðandi uppbyggingu yngri landsliða á þjálfararáðstefnu sem KSÍ og KÞÍ stóðu fyrir á laugardag. Ólafur telur að það sé skortur á stefnumótin þegar kemur að landsliðunum og það sé hugsanlega ein megin skýringin á því af hverju A-landsliðið sé ekki betra en raun ber vitni. "Ég velti því fyrir hvort að það sé einhver rauður þráður í gegnum öll landsliðin upp í sjálft A-landsliðið þar sem unnið er að markvissri uppbyggingu. Hver stýrir þróun og stefnumótun í íslenskrar knattspyrnu? Er hvert og eitt félag að vinna í sínu horni eða er einhver stefna á vegum KSÍ?" Þessari spurningu varpaði Ólafur til Eyjólfs Sverrissonar, nýráðins þjálfara A-landsliðsins, sem var einn af fyrirlesurum ráðstefnunnar. Ólafur kveðst hafa fengið fá svör. "Nei ég fékk ekkert svar en veit að svo er ekki. Ég hef að minnsta kosti ekki ennþá séð þessa stefnu. Við erum alltaf að tala um að landsliðið okkar sé svo lélegt og leitum skýringa á því en ef uppbygginguna skortir verður landsliðið aldrei gott," segir Ólafur. "Við þurfum að sjálfsögðu að styrkja það landslið sem er núna en það verður að sjálfösgðu að byrja á því að styrkja þá landsliðsmenn sem verða til staðar eftir 10 ár. Þetta er svona í öllum íþróttum. Ég get nefnt danska kvennalandsliðið í handbolta sem dæmi. Danir voru með slakt landslið eins og Ísland fyrir tuttugu árum þegar þeir fóru markvisst að byggja upp yngri landsliðin. Í dag eiga þeir eitt besta kvennalandslið í heimi," segir Ólafur og kallar á skýr markmið. "Ég sé ekki neina stefnu í íslenskum fótbolta, á engan hátt. Ég tel að það sé nauðsynlegt að koma á þessum rauða þræði sem unnið verður að því að styrkja svo að nýjir þjálfarar séu ekki sífellt að byrja á núlli. Það er auðvitað hægt að halda ástandinu óbreyttu en ef það á að nást betri árangur verða öll landsliðin að vera á sömu línu," segir Ólafur.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira