Börkur undirbýr Karfann 2. janúar 2005 00:01 Fyrsta kvikmynd leikstjórans Barkar Gunnarssonar, hin íslensk-tékkneska Sterkt kaffi, er í sjöunda sæti yfir það mikilvægasta sem gerðist árið 2004 á kvikmyndasviðinu, samkvæmt hinu víðlesna tékkneska dagblaði Nedélní svet. Í efsta sæti er tilnefning tékknesku myndarinnar Zelary til Óskarsverðlauna fyrr á árinu. Aðeins ein tékknesk mynd sem var frumsýnd á árinu er fyrir ofan Sterkt kaffi á listanum. Einnig kemur fram að mynd Barkar sé ein af þremur sem er talin líklegust til afreka á verðlaunahátíðinni Tékkneska ljóninu þar sem 60 til 70 myndir keppast um hin virtu kvikmyndaverðlaun. Zelary hlaut til að mynda tvenn slík verðlaun á þessu ári. Börkur segir þessa góðu dóma vera gleðileg tíðindi. Gerir hann sér þó engar sérstakar vonir um tilnefningar til Tékkneska ljónsins og er fyrst og fremst ánægður með að vera nefndur í hópi annarra góðra mynda. "Þetta er mjög hvetjandi og það er alltaf jafngaman að einhverjir höfðingjar hafi áhuga á myndinni," sagði Börkur. Myndinni hefur einnig verið dreift um Pólland, Ungverjaland og Slóvakíu auk þess sem hún hefur verið sýnd á mörgum kvikmyndahátíðum við góðar undirtektir. Sterkt kaffi er gamanmynd í fullri lengd um samskipti kynjanna. Hún fjallar um tvö pör á þrítugsaldri sem fara í ferðalag til æskuslóða stúlknanna. Lýsir hún á kómískan hátt hvernig þessi pör takast á við það álag sem fylgir því að fara út á land, þar sem gemsar virka ekki og rafmagn, sjónvarp og gott kaffi er vandfundið. Börkur er þegar farinn að undirbúa sína næstu mynd, Karfinn, sem fjallar einnig um sambönd. "Hún sýnir kómíska hlið á fjölskyldusamböndum og hversu fólk á erfitt með að ná saman. Hún heitir Karfinn, sem er einmitt jólamaturinn í Tékklandi. Allir eru hræddir um að vera einir um jólin og berjast því fyrir því að fjölskyldan nái saman," segir hann. Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fyrsta kvikmynd leikstjórans Barkar Gunnarssonar, hin íslensk-tékkneska Sterkt kaffi, er í sjöunda sæti yfir það mikilvægasta sem gerðist árið 2004 á kvikmyndasviðinu, samkvæmt hinu víðlesna tékkneska dagblaði Nedélní svet. Í efsta sæti er tilnefning tékknesku myndarinnar Zelary til Óskarsverðlauna fyrr á árinu. Aðeins ein tékknesk mynd sem var frumsýnd á árinu er fyrir ofan Sterkt kaffi á listanum. Einnig kemur fram að mynd Barkar sé ein af þremur sem er talin líklegust til afreka á verðlaunahátíðinni Tékkneska ljóninu þar sem 60 til 70 myndir keppast um hin virtu kvikmyndaverðlaun. Zelary hlaut til að mynda tvenn slík verðlaun á þessu ári. Börkur segir þessa góðu dóma vera gleðileg tíðindi. Gerir hann sér þó engar sérstakar vonir um tilnefningar til Tékkneska ljónsins og er fyrst og fremst ánægður með að vera nefndur í hópi annarra góðra mynda. "Þetta er mjög hvetjandi og það er alltaf jafngaman að einhverjir höfðingjar hafi áhuga á myndinni," sagði Börkur. Myndinni hefur einnig verið dreift um Pólland, Ungverjaland og Slóvakíu auk þess sem hún hefur verið sýnd á mörgum kvikmyndahátíðum við góðar undirtektir. Sterkt kaffi er gamanmynd í fullri lengd um samskipti kynjanna. Hún fjallar um tvö pör á þrítugsaldri sem fara í ferðalag til æskuslóða stúlknanna. Lýsir hún á kómískan hátt hvernig þessi pör takast á við það álag sem fylgir því að fara út á land, þar sem gemsar virka ekki og rafmagn, sjónvarp og gott kaffi er vandfundið. Börkur er þegar farinn að undirbúa sína næstu mynd, Karfinn, sem fjallar einnig um sambönd. "Hún sýnir kómíska hlið á fjölskyldusamböndum og hversu fólk á erfitt með að ná saman. Hún heitir Karfinn, sem er einmitt jólamaturinn í Tékklandi. Allir eru hræddir um að vera einir um jólin og berjast því fyrir því að fjölskyldan nái saman," segir hann.
Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira