Lífið

Stafkirkjan við Strandgötu

Í húsinu eru reknir tveir veitingastaðir, Fjörugarðurinn þar sem hinar frægu víkingaveislur eru haldnar og svo Fjaran sem er rólegur og hefðbundnari veitingastaður. Álman sem hýsir Fjöruna var byggð árið 1841 og er því næstelsta húsið í Hafnarfirði. Húsið var gert upp og hafinn þar veitingarekstur árið 1984. Árið 1990 tók Jóhannes Viðar Bjarnason við rekstrinum og hóf strax þematengda veitingastarfsemi í húsinu. Árið 1991 var aukið við húsið með því að bæta þar við tjöldum og Fjörugarðurinn, víkingaveitingastaður, leit dagsins ljós. Vegna velgengni hans var ráðist í að byggja hús og voru það Haukur Halldórsson myndlistarmaður og Sigurður Þorvarðarson arkitekt sem teiknuðu húsið. Húsið var byggt í áföngum og mikið lagt í glæsilegan frágang og útskurð sem var í fimum höndum þeirra Erlends Magnússonar og Smára Eggertssonar. Útlitið á Fjörugarðinum er byggt á norskri stafkirkju. Húsið er á tveimur hæðum og að innan eins og langhús frá víkingatímanum, skreytt munum og myndum eftir íslenska og erlenda handverksmenn. Fjörugarðurinn er um 900 fermetrar og þar geta snætt allt að 320 matargestir. Á efri hæðinni er að finna hof helgað Freyju, þar sem eru ýmis listaverk í myndum og útskurði. Í tengslum við Fjörukrána hefur verið byggt 29 herbergja hótel í sama stíl svo nú blasir heilt víkingaþorp við vegfarendum um Strandgötu.
Tólfhundruð lítra fiskabúr nær yfir sextán metra útskorinn bar.GVA
Í fuglabjarginu eiga allir íslenskir sjófuglar sér fulltrúa.GVA
Þórslíkneski í góðum félagsskap.GVA
Í hofinu má einnig líta andlit Freyju til verndar gullnum þrúgnatárum.GVA
Nánast hver þumlungur Fjörukráarinnar er skreyttur og útskorinn.GVA





Fleiri fréttir

Sjá meira


×