„Hann var bara draumur“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 20:01 Helga Karólína og Einir gengu nýverið í hjónaband við hátíðlega athöfn. Íris Dögg „Þetta var fyrsti vetrardagurinn og fyrsti snjórinn féll akkúrat um kvöldið sem var eitthvað svo töfrandi,“ segir Helga Karólína Karlsdóttir, mannauðsstjóri á Landspítalanum sem var giftast ástinni sinni Eini Tyrfingssyni í annað sinn. Helga Karólína og Einir, sem starfar sem fjármálastjóri Flensborgarskóla, hafa verið par í fimmtán ár. Þau giftu sig í leyni fyrir ári síðan og héldu upp á það með pomp og prakt með því að gifta sig í annað sinn og halda risa veislu. Nýgift og gullfalleg hjón!Íris Dögg Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? 1. október 2021. Þá var Einir búinn að fá vinkonur mínar til að fara heim og skreyta og var með svaka fínt undirbúið. Allt átti að vera óvænt þó svo það sé ekki hægt að koma mér á óvart. Ég tefst eitthvað á vinnuviðburði þarna um kvöldið og keyri alltof seint heim, hringi í hann á leiðinni heim, heyri að hann er í skóm inni og fatta um leið hvað var í gangi. Þetta var rosalega dúlló og svo fór hann með mig út að borða og var búinn að panta hótel. Hjúin trúlofuðu sig 1.okt 2021. Íris Dögg Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Ætli það sé ekki mest síðasta árið. Kannski fyrir utan það að ég var fyrir svona tólf árum búin að ákveða salinn. Við vorum með athöfnina á sama stað og veislan var, allt á einum stað. Við komum gestum okkar á óvart þegar athafnarstjórinn tilkynnti þeim að þennan dag 25. október værum við búin að vera gift í akkúrat ár. Svo vorum við með smá myndasýningu frá deginum í athöfninni. En í fyrra þegar við vorum búin að panta salinn og ákveða dagsetningu ákváðum við að gifta okkur í laumi hjá sýslumanni á sama degi. Það var mjög rómantískt og skemmtilegt og einu sem vissu af því voru veislustjórarnir okkar sem komu með okkur og voru vottar. Helga og Einir eru stemningsfólk!Aðsend Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var bara draumur. Ég var búin að panta Hótel Borg frá föstudegi til sunnudags og eldri stelpan mín og besta vinkona mín gistu með mér föstudagskvöldið. Það var svo gaman að vakna saman, veðrið var gullfallegt og svo byrjaði að bætast í hópinn og systir mín, mamma og bestu vinkonur komu í hár og förðun saman. Við fengum okkur að borða og hlógum og tókum myndir. Glæsimæðgur! Helga gerði sig til með sínum allra bestu konum á Hótel Borg.Aðsend Einir var með yngri stelpuna okkar hjá foreldrum sínum að græja sig. Athöfnin var klukkan 15:30 og eftir hana fóru gestir í fordrykk með snittum frá Lúx og ostahlaðborði frá Edduveislu. Við fórum í myndatöku og þar klikkaði aðeins skipulagið varðandi staðsetningu, þannig við vorum í staðinn úti í tæpar 40 mínútur í frosti. Einir á mjög mikið hrós skilið. Þegar við komum til baka hófst veislan með pompi og prakt þar sem veislustjórarnir okkar sáu um tryllta dagskrá og svo var dansað til þrjú um nótt. Úlfur Úlfur tróð upp!Aðsend Voruð þið sammála í skipulaginu? Já algjörlega. Ég var búin að sjá þessa veislu fyrir mér fyrir svo löngu síðan og það var ekkert sem við þurftum að taka erfiðar ákvarðanir um. Einir bannaði mér hins vegar eitt og það var að neyða gesti í kónga. Ég varð við því. Hvað fannst ykkur mikilvægast? Fyrst og fremst að eiga góða stund með fjölskyldu og vinum og að allir myndu njóta, borða góðan mat og skemmta sér vel! Ég held að það hafi heppnast bara frekar vel. Gleðin var í fyrirrúmi!Íris Dögg Hvaðan sóttuð þið innblástur? Ég hef í gegnum tíðina verið dugleg að sækja innblástur gegnum Pinterest. Ætli við sjáum það ekki svona eftir á að þetta var svolítið Ítalíu innsperað. Lúx græjaði pastahlaðborð, við vorum með seríur í loftinu og ítalskur lagalisti var í gangi með borðhaldinu. Ég var líka dugleg að safna hvítum dúkum og silfurbökkum til að fá smá meiri vintage fýling. View this post on Instagram A post shared by H E L G A K A R Ó L Í N A (@helgakarolina) Hvað stendur upp úr? Atriðin og ræðurnar. Við vorum svo þakklát. Annað sem er mjög minnisstætt er að þetta var fyrsti vetrardagurinn og það kom akkúrat fyrsti snjórinn um kvöldið sem var eitthvað svo töfrandi. Falleg fjölskylda á fyrsta vetrardeginum!Íris Dögg Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði? Sko vá! Við getum ekki lýst því hvað vinir okkar eru miklir snillingar. Við fengum bestu vini okkar Kolfinnu og Helga sem voru búin að lista upp allri dagskrá ásamt nokkrum leyniatriðum og uppákomum. Við vissum í raun ekkert og því var kvöldið þvílík upplifun fyrir okkur sem fengum bara að sitja, njóta og hlæja. Þau byrjuðu meðal annars kvöldið á saxófón leik í gegnum salinn og voru búin að fá Sögu Garðars sem leynigest. Úlfur Úlfur uppáhalds hljómsveitin okkar spilaði svo um kvöldið og trylltu lýðinn og Steindi og Auddi komu líka með góða stemningu. Geggjað partý! Steindi og Auddi skemmtu brúðhjónum og gestum eins og þeim einum er lagið!Aðsend Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Hvað ég var róleg á brúðkaupsdaginn og tók ekkert panikk móment. Sömuleiðis hvað það þarf að hugsa út í margt! Ég er nú alveg frekar vön viðburðarhaldi en þetta var alveg next level dæmi. Hvað voru margir gestir? Í kringum 120. Hvernig gekk að velja brúðkaupsfötin og hvaðan sóttirðu innblásturinn fyrir það? Við vorum smá í svona vintage víbrum. Ég fann kjól í Loforð sem mér fannst vera fullkominn fyrir það og ég bætti pilsi við til að fá smá dramatík. Einir var í hefðbundnum spari jakkafötum. Helga Karólína glæsileg í kjól frá Loforð og pilsi yfir. Aðsend Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Að halda regluleg stefnumótakvöld saman þar sem farið er í brúðkaupsskipulag. Sömuleiðis að hitta vini sem hjálpa til við skipulag til að gera meira úr þessu ferðalagi og skapar frekari minningar í kringum ferlið. Og líka að finna sér stað til að gera sig til á, eins og hóteli. Það gerði upplifunina svo miklu skemmtilegri. Bestu vinkonur mínar, mamma og systir mættu um morguninn að gera sig til með mér og það var svo dásamlegt að eiga svona góðan morgun. Dagurinn var fullkominn frá upphafi til enda. Íris Dögg Ætlið þið í brúðkaupsferð? Já, við pökkuðum í töskur á aðeins tveimur tímum mánudaginn eftir brúðkaupið og stukkum beint til Mexíkó þar sem við erum núna að slaka á og njóta. Það er annað gott ráð fyrir verðandi brúðhjón, farðu í brúðkaupsferðina! View this post on Instagram A post shared by H E L G A K A R Ó L Í N A (@helgakarolina) Brúðkaup Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Helga Karólína og Einir, sem starfar sem fjármálastjóri Flensborgarskóla, hafa verið par í fimmtán ár. Þau giftu sig í leyni fyrir ári síðan og héldu upp á það með pomp og prakt með því að gifta sig í annað sinn og halda risa veislu. Nýgift og gullfalleg hjón!Íris Dögg Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? 1. október 2021. Þá var Einir búinn að fá vinkonur mínar til að fara heim og skreyta og var með svaka fínt undirbúið. Allt átti að vera óvænt þó svo það sé ekki hægt að koma mér á óvart. Ég tefst eitthvað á vinnuviðburði þarna um kvöldið og keyri alltof seint heim, hringi í hann á leiðinni heim, heyri að hann er í skóm inni og fatta um leið hvað var í gangi. Þetta var rosalega dúlló og svo fór hann með mig út að borða og var búinn að panta hótel. Hjúin trúlofuðu sig 1.okt 2021. Íris Dögg Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Ætli það sé ekki mest síðasta árið. Kannski fyrir utan það að ég var fyrir svona tólf árum búin að ákveða salinn. Við vorum með athöfnina á sama stað og veislan var, allt á einum stað. Við komum gestum okkar á óvart þegar athafnarstjórinn tilkynnti þeim að þennan dag 25. október værum við búin að vera gift í akkúrat ár. Svo vorum við með smá myndasýningu frá deginum í athöfninni. En í fyrra þegar við vorum búin að panta salinn og ákveða dagsetningu ákváðum við að gifta okkur í laumi hjá sýslumanni á sama degi. Það var mjög rómantískt og skemmtilegt og einu sem vissu af því voru veislustjórarnir okkar sem komu með okkur og voru vottar. Helga og Einir eru stemningsfólk!Aðsend Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var bara draumur. Ég var búin að panta Hótel Borg frá föstudegi til sunnudags og eldri stelpan mín og besta vinkona mín gistu með mér föstudagskvöldið. Það var svo gaman að vakna saman, veðrið var gullfallegt og svo byrjaði að bætast í hópinn og systir mín, mamma og bestu vinkonur komu í hár og förðun saman. Við fengum okkur að borða og hlógum og tókum myndir. Glæsimæðgur! Helga gerði sig til með sínum allra bestu konum á Hótel Borg.Aðsend Einir var með yngri stelpuna okkar hjá foreldrum sínum að græja sig. Athöfnin var klukkan 15:30 og eftir hana fóru gestir í fordrykk með snittum frá Lúx og ostahlaðborði frá Edduveislu. Við fórum í myndatöku og þar klikkaði aðeins skipulagið varðandi staðsetningu, þannig við vorum í staðinn úti í tæpar 40 mínútur í frosti. Einir á mjög mikið hrós skilið. Þegar við komum til baka hófst veislan með pompi og prakt þar sem veislustjórarnir okkar sáu um tryllta dagskrá og svo var dansað til þrjú um nótt. Úlfur Úlfur tróð upp!Aðsend Voruð þið sammála í skipulaginu? Já algjörlega. Ég var búin að sjá þessa veislu fyrir mér fyrir svo löngu síðan og það var ekkert sem við þurftum að taka erfiðar ákvarðanir um. Einir bannaði mér hins vegar eitt og það var að neyða gesti í kónga. Ég varð við því. Hvað fannst ykkur mikilvægast? Fyrst og fremst að eiga góða stund með fjölskyldu og vinum og að allir myndu njóta, borða góðan mat og skemmta sér vel! Ég held að það hafi heppnast bara frekar vel. Gleðin var í fyrirrúmi!Íris Dögg Hvaðan sóttuð þið innblástur? Ég hef í gegnum tíðina verið dugleg að sækja innblástur gegnum Pinterest. Ætli við sjáum það ekki svona eftir á að þetta var svolítið Ítalíu innsperað. Lúx græjaði pastahlaðborð, við vorum með seríur í loftinu og ítalskur lagalisti var í gangi með borðhaldinu. Ég var líka dugleg að safna hvítum dúkum og silfurbökkum til að fá smá meiri vintage fýling. View this post on Instagram A post shared by H E L G A K A R Ó L Í N A (@helgakarolina) Hvað stendur upp úr? Atriðin og ræðurnar. Við vorum svo þakklát. Annað sem er mjög minnisstætt er að þetta var fyrsti vetrardagurinn og það kom akkúrat fyrsti snjórinn um kvöldið sem var eitthvað svo töfrandi. Falleg fjölskylda á fyrsta vetrardeginum!Íris Dögg Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði? Sko vá! Við getum ekki lýst því hvað vinir okkar eru miklir snillingar. Við fengum bestu vini okkar Kolfinnu og Helga sem voru búin að lista upp allri dagskrá ásamt nokkrum leyniatriðum og uppákomum. Við vissum í raun ekkert og því var kvöldið þvílík upplifun fyrir okkur sem fengum bara að sitja, njóta og hlæja. Þau byrjuðu meðal annars kvöldið á saxófón leik í gegnum salinn og voru búin að fá Sögu Garðars sem leynigest. Úlfur Úlfur uppáhalds hljómsveitin okkar spilaði svo um kvöldið og trylltu lýðinn og Steindi og Auddi komu líka með góða stemningu. Geggjað partý! Steindi og Auddi skemmtu brúðhjónum og gestum eins og þeim einum er lagið!Aðsend Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Hvað ég var róleg á brúðkaupsdaginn og tók ekkert panikk móment. Sömuleiðis hvað það þarf að hugsa út í margt! Ég er nú alveg frekar vön viðburðarhaldi en þetta var alveg next level dæmi. Hvað voru margir gestir? Í kringum 120. Hvernig gekk að velja brúðkaupsfötin og hvaðan sóttirðu innblásturinn fyrir það? Við vorum smá í svona vintage víbrum. Ég fann kjól í Loforð sem mér fannst vera fullkominn fyrir það og ég bætti pilsi við til að fá smá dramatík. Einir var í hefðbundnum spari jakkafötum. Helga Karólína glæsileg í kjól frá Loforð og pilsi yfir. Aðsend Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Að halda regluleg stefnumótakvöld saman þar sem farið er í brúðkaupsskipulag. Sömuleiðis að hitta vini sem hjálpa til við skipulag til að gera meira úr þessu ferðalagi og skapar frekari minningar í kringum ferlið. Og líka að finna sér stað til að gera sig til á, eins og hóteli. Það gerði upplifunina svo miklu skemmtilegri. Bestu vinkonur mínar, mamma og systir mættu um morguninn að gera sig til með mér og það var svo dásamlegt að eiga svona góðan morgun. Dagurinn var fullkominn frá upphafi til enda. Íris Dögg Ætlið þið í brúðkaupsferð? Já, við pökkuðum í töskur á aðeins tveimur tímum mánudaginn eftir brúðkaupið og stukkum beint til Mexíkó þar sem við erum núna að slaka á og njóta. Það er annað gott ráð fyrir verðandi brúðhjón, farðu í brúðkaupsferðina! View this post on Instagram A post shared by H E L G A K A R Ó L Í N A (@helgakarolina)
Brúðkaup Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira