Café Wannabe 13. október 2005 15:20 Skemmtistaðurinn Rex er einhver leiðinlegasti staður sem ég hef komið á - það er að segja sá Rex sem var vinsæll fyrir nokkrum árum. Hvergi hefur svona pínulítið þekktur maður eins og ég orðið fyrir öðrum eins ágangi uppáþrengjandi fólks. Gestirnir voru mestanpart úr hópi þess liðs sem kallað er "wannabes" á ensku. Fríkuðu út þegar menn eins og Jón Ásgeir eða þessháttar stjörnur birtust. Það er kannski tímanna tákn að nú hefur staðurinn opnað aftur og hefur ekki skánað samkvæmt því sem maður les í blöðunum. Í Fréttablaðinu í morgun birtist lítið viðtal við eiganda Rex. Umræðuefnið er meint koma kvikmyndastjörnunnar Kate Winslet til Íslands - hún náðist reyndar ekki einu sinni á mynd. Eigandinn er ekki að skafa utan af því. Hann segir meðal annars: "Það er afar misjafnt hvað þetta fólk fær að vera í friði fyrir Íslendingum en konur láta sýnu verr innan um stjörnurnar og haga sér stundum eins og kjánar eða tíkur á lóðaríi... Íslenskir karlmenn eru svo hin hliðin á sama teningnum og láta kvenkyns stjörnurnar alveg í friði. Virða einkalíf þeirra, meðan stelpurnar eru eins og mý á mykjuskán ofan í frægu körlunum..." Eigum við að hrósa eiganda Rex fyrir hreinskilnina - eða ætlar einhver að hneykslast? Hvað segja femínistar? --- --- --- Það var algjör misskilningur þegar menn héldu að olíufélögin skömmuðust sín. Þau létu bara lítið fyrir sér fara meðan mesta fárið gekk yfir - héldu svo nokkurn veginn uppteknum hætti. Það var jafnvel farið að ræða um að þau myndu gefa spítala eða eitthvað slíkt til að sættast við þjóðina. Dream on. Nú eru þau með lögfræðingastóð til að þræta fyrir hvern einasta punkt í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Þetta snýst auðvitað bara um peninga - gefa ekki eftir einn einasta einseyring án þess að berjast fyrir honum. Umræðan um að olíufélögunum hafi verið lofað einhverju vekur svo varla annað en hæðnishlátur. Þau vissu að rannsóknin stóð yfir, hlupu þá til og buðust til að hjálpa gegn því að þau yrðu undaþegin refsingu. Fyrir almúgann í þessu landi virkar dómskerfið að minnsta kosti ekki svoleiðis. --- --- --- Ungur maður skrifar á vefinn Íhald og segir að það að fara til Palestínu í boði heimastjórnarinnar sé eins og að fara "árið 1958 með áróðursmanni Stalínstjórnarinnar um Sovétríkin" (sic!). Óttaleg vitleysa er þetta. Sovétstjórnin reyndi að fegra land sitt fyrir gestum sem þangað komu, setja upp pótemkíntjöld svo ekki sæist í allan hryllinginn. Það er hins vegar hagur Palestínustjórnar að sýna ástandið nákvæmlega jafn ömurlega og það er. Að koma til Palestínu breytir algjörlega viðhorfum manns til þessa heimshluta - það snertir réttlætiskennd manns beint og milliliðalaust. Ég hef farið þrívegis inn á heimastjórnarsvæðin - án þess að vera í boði neins. Ég var bara einn að þvælast, ferðaðist í litlum rútum eins og alþýðan, ræddi við fólkið sem þarna var - óbreytta Palestínumenn, ísraelska hermenn, starfsmenn alþjóðastofnana. Maður þurfti ekki að skoða lengi til að sjá að ástandið væri óbærilegt - þessu fólki væri haldið í fangelsi. Það byggi við geðþóttastjórn og kúgun af hálfu hernámsliðs sem er þarna til að vernda hópa fólks sem stunda bíræfinn þjófnað á landi - við svona aðstæður væri ekki hægt að byggja upp neitt líf. Ástandið hefur versnað síðan. --- --- --- Fyrst talað er um íhald - besta greinin sem ég hef lesið lengi um Palestínumálið er einmitt eftir íhaldsmann, Sir Max Hastings, sem áður var ritstjóri Daily Telegraph og Evening Standard, flaggskipa hægri pressunnar í Bretlandi. Hastings ritaði grein sína í The Spectator, annað íhaldsblað, í sumar, eftir að hafa rifjað upp kynni sín af Ísrael. Ég hvet ykkur til að lesa greinina, hún er skrifuð af þekkingu og mannviti; meginkenning Hastings er sú að hernámið sé að afmynda og eyðileggja Ísrael ekki síður en Palestínu. Smellið hér til að lesa. --- --- --- Það virðist vera mjög á reiki hversu mikil þátttaka var í kosningunum í Palestínu, samanber þessa úttekt á vefnum Electronic Intifada. Það fer eftir því hvort horft er einungis til skráðra kjósenda eða hvort hinir óskráðu eru líka taldir með. Þannig er því haldið fram þarna að kosningaþáttakan sé í raun aðeins 46,7 prósent - ekki um 70 prósent eins og sagt hefur verið í fréttum víða um heim. Þannig virðist ljóst að Abbas sem allir fagna svo mjög hefur fengið lélegra umboð en Ólafur Ragnar Grímsson í kosningunum hér heima... --- --- --- Mikið líf er greinilega í umræðunni um göng til Vestmannaeyja. Loftfarshugmynd nemenda á Bifröst er stórskemmtileg - minnir á það þegar Árni Johnsen stakk upp á loftpúðaskipi milli lands og Eyja fyrir langalöngu. Þetta er einhvers staðar inni í rökkri minninganna - en ætlaði hann ekki einu sinni að ganga þessa vegalengd á þartilgerðum loftpúðaskóm? Ég nefndi Vestmanneyjagöng í pistli í gær - það vakti heit viðbrögð eins og þið sjáið ef þið smellið hér og flettið niður síðuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Skemmtistaðurinn Rex er einhver leiðinlegasti staður sem ég hef komið á - það er að segja sá Rex sem var vinsæll fyrir nokkrum árum. Hvergi hefur svona pínulítið þekktur maður eins og ég orðið fyrir öðrum eins ágangi uppáþrengjandi fólks. Gestirnir voru mestanpart úr hópi þess liðs sem kallað er "wannabes" á ensku. Fríkuðu út þegar menn eins og Jón Ásgeir eða þessháttar stjörnur birtust. Það er kannski tímanna tákn að nú hefur staðurinn opnað aftur og hefur ekki skánað samkvæmt því sem maður les í blöðunum. Í Fréttablaðinu í morgun birtist lítið viðtal við eiganda Rex. Umræðuefnið er meint koma kvikmyndastjörnunnar Kate Winslet til Íslands - hún náðist reyndar ekki einu sinni á mynd. Eigandinn er ekki að skafa utan af því. Hann segir meðal annars: "Það er afar misjafnt hvað þetta fólk fær að vera í friði fyrir Íslendingum en konur láta sýnu verr innan um stjörnurnar og haga sér stundum eins og kjánar eða tíkur á lóðaríi... Íslenskir karlmenn eru svo hin hliðin á sama teningnum og láta kvenkyns stjörnurnar alveg í friði. Virða einkalíf þeirra, meðan stelpurnar eru eins og mý á mykjuskán ofan í frægu körlunum..." Eigum við að hrósa eiganda Rex fyrir hreinskilnina - eða ætlar einhver að hneykslast? Hvað segja femínistar? --- --- --- Það var algjör misskilningur þegar menn héldu að olíufélögin skömmuðust sín. Þau létu bara lítið fyrir sér fara meðan mesta fárið gekk yfir - héldu svo nokkurn veginn uppteknum hætti. Það var jafnvel farið að ræða um að þau myndu gefa spítala eða eitthvað slíkt til að sættast við þjóðina. Dream on. Nú eru þau með lögfræðingastóð til að þræta fyrir hvern einasta punkt í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Þetta snýst auðvitað bara um peninga - gefa ekki eftir einn einasta einseyring án þess að berjast fyrir honum. Umræðan um að olíufélögunum hafi verið lofað einhverju vekur svo varla annað en hæðnishlátur. Þau vissu að rannsóknin stóð yfir, hlupu þá til og buðust til að hjálpa gegn því að þau yrðu undaþegin refsingu. Fyrir almúgann í þessu landi virkar dómskerfið að minnsta kosti ekki svoleiðis. --- --- --- Ungur maður skrifar á vefinn Íhald og segir að það að fara til Palestínu í boði heimastjórnarinnar sé eins og að fara "árið 1958 með áróðursmanni Stalínstjórnarinnar um Sovétríkin" (sic!). Óttaleg vitleysa er þetta. Sovétstjórnin reyndi að fegra land sitt fyrir gestum sem þangað komu, setja upp pótemkíntjöld svo ekki sæist í allan hryllinginn. Það er hins vegar hagur Palestínustjórnar að sýna ástandið nákvæmlega jafn ömurlega og það er. Að koma til Palestínu breytir algjörlega viðhorfum manns til þessa heimshluta - það snertir réttlætiskennd manns beint og milliliðalaust. Ég hef farið þrívegis inn á heimastjórnarsvæðin - án þess að vera í boði neins. Ég var bara einn að þvælast, ferðaðist í litlum rútum eins og alþýðan, ræddi við fólkið sem þarna var - óbreytta Palestínumenn, ísraelska hermenn, starfsmenn alþjóðastofnana. Maður þurfti ekki að skoða lengi til að sjá að ástandið væri óbærilegt - þessu fólki væri haldið í fangelsi. Það byggi við geðþóttastjórn og kúgun af hálfu hernámsliðs sem er þarna til að vernda hópa fólks sem stunda bíræfinn þjófnað á landi - við svona aðstæður væri ekki hægt að byggja upp neitt líf. Ástandið hefur versnað síðan. --- --- --- Fyrst talað er um íhald - besta greinin sem ég hef lesið lengi um Palestínumálið er einmitt eftir íhaldsmann, Sir Max Hastings, sem áður var ritstjóri Daily Telegraph og Evening Standard, flaggskipa hægri pressunnar í Bretlandi. Hastings ritaði grein sína í The Spectator, annað íhaldsblað, í sumar, eftir að hafa rifjað upp kynni sín af Ísrael. Ég hvet ykkur til að lesa greinina, hún er skrifuð af þekkingu og mannviti; meginkenning Hastings er sú að hernámið sé að afmynda og eyðileggja Ísrael ekki síður en Palestínu. Smellið hér til að lesa. --- --- --- Það virðist vera mjög á reiki hversu mikil þátttaka var í kosningunum í Palestínu, samanber þessa úttekt á vefnum Electronic Intifada. Það fer eftir því hvort horft er einungis til skráðra kjósenda eða hvort hinir óskráðu eru líka taldir með. Þannig er því haldið fram þarna að kosningaþáttakan sé í raun aðeins 46,7 prósent - ekki um 70 prósent eins og sagt hefur verið í fréttum víða um heim. Þannig virðist ljóst að Abbas sem allir fagna svo mjög hefur fengið lélegra umboð en Ólafur Ragnar Grímsson í kosningunum hér heima... --- --- --- Mikið líf er greinilega í umræðunni um göng til Vestmannaeyja. Loftfarshugmynd nemenda á Bifröst er stórskemmtileg - minnir á það þegar Árni Johnsen stakk upp á loftpúðaskipi milli lands og Eyja fyrir langalöngu. Þetta er einhvers staðar inni í rökkri minninganna - en ætlaði hann ekki einu sinni að ganga þessa vegalengd á þartilgerðum loftpúðaskóm? Ég nefndi Vestmanneyjagöng í pistli í gær - það vakti heit viðbrögð eins og þið sjáið ef þið smellið hér og flettið niður síðuna.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun