Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2025 07:00 Fyrir allnokkrum árum fór að myndast samfélag fólks sem bjó í hjólhýsum eða húsbílum á tjaldsvæðinu í Laugardal. Í kórónuveiru faraldrinum fékk fólkið leyfi til að búa á tjaldstæðinu allan ársins hring. Eftir að faraldurinn gekk yfir og ferðaþjónustan tók aftur við sér var hjólhýsabúum gert að greiða fulla leigu af sínum stæðum eða yfirgefa svæðið. Fullt leiguverð á slíkum stæðum var á pari við leigu meðalstórrar íbúðar á þeim tíma. Kjarni málsins var og er hins vegar sá að stærsti hluti þessa hóps á ekki í önnur hús að venda af ýmsum ástæðum. Innan hópsins eru þó líka einhverjir sem hafa valið sér þetta íbúðarform af öðrum ástæðum. Hver sem ástæðan er ber borgaryfirvöldum að koma til móts við þennan hóp rétt eins og aðra íbúa borgarinnar þrátt fyrir skort á reglugerðum um lögheimilisskráningu og önnur formsatriði. Það er ekki hægt að horfa framhjá staðreyndum en auðvitað hlýtur ríkisvaldið að skoða einhvers konar regluverk um þetta íbúðarform. „Óhreinu börnin hennar Evu“ Íbúar hjólhýsa og húsbíla í borginni hafa verið á hrakhólum undanfarin misseri og margir sýna þessu fólki lítinn skilning. Það hefur komið skýrt fram í umræðunni að undanförnu í tengslum við leit borgarinnar að hentugu svæði fyrir þessa byggð. Sumir draga jafnvel í efa að leyfa eigi byggð sem þessa innan borgarmarkanna. Aðrir setja fram alls kyns fyrirvara og á öðrum mætti skilja að best væri að ýta þessum hópi fólks eins langt í burtu og hægt er, helst úr augsýn allra. Við í Flokki fólksins höfum frá fyrstu tíð staðið með hjólhýsabúum. Flokkurinn sem kennir sig við fólk hefur alla tíð staðið með þeim sem eiga á brattann að sækja og ljáð þeim rödd sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Í stað þess að neita að horfast í augu við raunveruleikann þurfum við að viðurkenna staðreyndir og gera það sem þarf til að koma þessum tiltölulega litla hópi fyrir á mannsæmandi svæði. Það er ekki ásættanlegt að jaðarsetja þennan fámenna hópa samfélagsins enn frekar með því að gera ekki neitt. Óhefðbundin búsetuúrræði Óhefðbundin búsetuform eru komin til að vera og í þeim anda hefur til dæmis verið slakað á reglum um búsetu fólks í atvinnuhúsnæði að uppfylltum skilyrðum um skráningu og brunavarnir. Við getum ekki haldið áfram að stinga hausnum í sandinn og ímyndað okkur að fólk sem af ýmsum ástæðum heldur heimili með öðrum hætti en flestir muni hverfa ef við lokum augunum nógu lengi. Það er einfaldlega ekki að fara að gerast. Íbúum í iðnaðarhverfum hefur til að mynda stórfjölgað á tiltölulega stuttum tíma. Alls kyns hugmyndir um smáhýsabyggð að erlendri fyrirmynd hafa einnig verið að koma upp. Stöðugt hækkandi húsaleiga ásamt lánavöxtum sem myndu kallast okurvextir í löndunum í kringum okkur er helsta ástæða þess að sífellt fleiri leita annara búsetu úrræða. Nákvæmlega þess vegna ber okkur að bregðast við með því að tryggja öryggi og réttindi samborgara okkar í þessari stöðu. Félagslegt réttlæti á að virka fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er varaborgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Hjólhýsabyggð í Reykjavík Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Fyrir allnokkrum árum fór að myndast samfélag fólks sem bjó í hjólhýsum eða húsbílum á tjaldsvæðinu í Laugardal. Í kórónuveiru faraldrinum fékk fólkið leyfi til að búa á tjaldstæðinu allan ársins hring. Eftir að faraldurinn gekk yfir og ferðaþjónustan tók aftur við sér var hjólhýsabúum gert að greiða fulla leigu af sínum stæðum eða yfirgefa svæðið. Fullt leiguverð á slíkum stæðum var á pari við leigu meðalstórrar íbúðar á þeim tíma. Kjarni málsins var og er hins vegar sá að stærsti hluti þessa hóps á ekki í önnur hús að venda af ýmsum ástæðum. Innan hópsins eru þó líka einhverjir sem hafa valið sér þetta íbúðarform af öðrum ástæðum. Hver sem ástæðan er ber borgaryfirvöldum að koma til móts við þennan hóp rétt eins og aðra íbúa borgarinnar þrátt fyrir skort á reglugerðum um lögheimilisskráningu og önnur formsatriði. Það er ekki hægt að horfa framhjá staðreyndum en auðvitað hlýtur ríkisvaldið að skoða einhvers konar regluverk um þetta íbúðarform. „Óhreinu börnin hennar Evu“ Íbúar hjólhýsa og húsbíla í borginni hafa verið á hrakhólum undanfarin misseri og margir sýna þessu fólki lítinn skilning. Það hefur komið skýrt fram í umræðunni að undanförnu í tengslum við leit borgarinnar að hentugu svæði fyrir þessa byggð. Sumir draga jafnvel í efa að leyfa eigi byggð sem þessa innan borgarmarkanna. Aðrir setja fram alls kyns fyrirvara og á öðrum mætti skilja að best væri að ýta þessum hópi fólks eins langt í burtu og hægt er, helst úr augsýn allra. Við í Flokki fólksins höfum frá fyrstu tíð staðið með hjólhýsabúum. Flokkurinn sem kennir sig við fólk hefur alla tíð staðið með þeim sem eiga á brattann að sækja og ljáð þeim rödd sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Í stað þess að neita að horfast í augu við raunveruleikann þurfum við að viðurkenna staðreyndir og gera það sem þarf til að koma þessum tiltölulega litla hópi fyrir á mannsæmandi svæði. Það er ekki ásættanlegt að jaðarsetja þennan fámenna hópa samfélagsins enn frekar með því að gera ekki neitt. Óhefðbundin búsetuúrræði Óhefðbundin búsetuform eru komin til að vera og í þeim anda hefur til dæmis verið slakað á reglum um búsetu fólks í atvinnuhúsnæði að uppfylltum skilyrðum um skráningu og brunavarnir. Við getum ekki haldið áfram að stinga hausnum í sandinn og ímyndað okkur að fólk sem af ýmsum ástæðum heldur heimili með öðrum hætti en flestir muni hverfa ef við lokum augunum nógu lengi. Það er einfaldlega ekki að fara að gerast. Íbúum í iðnaðarhverfum hefur til að mynda stórfjölgað á tiltölulega stuttum tíma. Alls kyns hugmyndir um smáhýsabyggð að erlendri fyrirmynd hafa einnig verið að koma upp. Stöðugt hækkandi húsaleiga ásamt lánavöxtum sem myndu kallast okurvextir í löndunum í kringum okkur er helsta ástæða þess að sífellt fleiri leita annara búsetu úrræða. Nákvæmlega þess vegna ber okkur að bregðast við með því að tryggja öryggi og réttindi samborgara okkar í þessari stöðu. Félagslegt réttlæti á að virka fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er varaborgarfulltrúi Flokks fólksins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun