Guðni segir slag óheppilegan 15. janúar 2005 00:01 Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki þurfa á átökum að halda á flokksþingi sem haldið verður í lok næsta mánaðar. "Margir eru að gæla við þá hugsun að það komi mótframboð. Oft er það þannig þegar flokkar eiga á brattann að sækja að þá sé best að skipta um varaformann! Ég á nú ekki von á mótframboði og þótt það kæmi hræðist ég það ekki. Ég hef búið við þá gæfu síðustu árin - af því ég tek mark á Gallupkönnunum - að staða mín er mjög sterk meðal framsóknarmanna í landinu. Ánægja með mín störf hefur verið frá 83 prósentum og upp í 94 prósent," segir Guðni. "Ég vil halda áfram að vera stýrimaður um borð á miklu aflaskipi Framsóknarflokksins og dreg mig ekki í hlé á meðan flokksmenn treysta mér. Átök við mig á þessu stigi væru mjög óheppileg, eins og staðan er núna. Við þurfum miklu frekar að standa saman á þessu þingi þar sem við ræðum málefni og mótum framtíð næstu ára, frekar en takast á við hvern annan innbyrðis." Guðni neitar því þó ekki að oft sé talað um einn af vélstjórunum í flokknum, Árna Magnússon félagsmálaráðherra, sem erfðaprins flokksins. "Það er allt annað mál. Við eigum ungt og efnilegt fólk í Framsóknarflokknum, þar á meðal vin minn Árna Magnússon, sem ég hef mikla trú á og bind miklar vonir við sem stjórnmálamann. Ég er ekkert að hugsa lengra en varaformanninum ber um þessar mundir og líður vel í því embætti, svo og í pólitík. Ég get vel hugsað mér að verða formaður flokksins ef svo ber undir, en bind ekki mína drauma við það. Árni Magnússon hefur gott af því að öðlast þroska eins og aðrir og lenda í stórsjó með reyndum mönnum áður en lengra er haldið. Það kann vel að vera að hann sé erfðaprins, en allir flokkar þurfa að eiga sér erfðaprinsa eða -prinsessur. Framsóknarflokkurinn býr vel hvað það varðar." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki þurfa á átökum að halda á flokksþingi sem haldið verður í lok næsta mánaðar. "Margir eru að gæla við þá hugsun að það komi mótframboð. Oft er það þannig þegar flokkar eiga á brattann að sækja að þá sé best að skipta um varaformann! Ég á nú ekki von á mótframboði og þótt það kæmi hræðist ég það ekki. Ég hef búið við þá gæfu síðustu árin - af því ég tek mark á Gallupkönnunum - að staða mín er mjög sterk meðal framsóknarmanna í landinu. Ánægja með mín störf hefur verið frá 83 prósentum og upp í 94 prósent," segir Guðni. "Ég vil halda áfram að vera stýrimaður um borð á miklu aflaskipi Framsóknarflokksins og dreg mig ekki í hlé á meðan flokksmenn treysta mér. Átök við mig á þessu stigi væru mjög óheppileg, eins og staðan er núna. Við þurfum miklu frekar að standa saman á þessu þingi þar sem við ræðum málefni og mótum framtíð næstu ára, frekar en takast á við hvern annan innbyrðis." Guðni neitar því þó ekki að oft sé talað um einn af vélstjórunum í flokknum, Árna Magnússon félagsmálaráðherra, sem erfðaprins flokksins. "Það er allt annað mál. Við eigum ungt og efnilegt fólk í Framsóknarflokknum, þar á meðal vin minn Árna Magnússon, sem ég hef mikla trú á og bind miklar vonir við sem stjórnmálamann. Ég er ekkert að hugsa lengra en varaformanninum ber um þessar mundir og líður vel í því embætti, svo og í pólitík. Ég get vel hugsað mér að verða formaður flokksins ef svo ber undir, en bind ekki mína drauma við það. Árni Magnússon hefur gott af því að öðlast þroska eins og aðrir og lenda í stórsjó með reyndum mönnum áður en lengra er haldið. Það kann vel að vera að hann sé erfðaprins, en allir flokkar þurfa að eiga sér erfðaprinsa eða -prinsessur. Framsóknarflokkurinn býr vel hvað það varðar."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira