Evrópumálin verða stærsta verkefnið næstu 5 til 10 árin 16. janúar 2005 00:01 Það er afslappaður landbúnaðarráðherra sem stekkur út úr jeppanum á Sölvhólsgötunni og gengur brosandi í átt að blaðamanni sem kemur aðvífandi í sama mund. Hann er berhöfðaður og í þunnum frakka og steinhissa þegar blaðamaður spyr með glamrandi tennurnar hvort hann megi nokkuð skríða inn í ísskáp til að hlýja sér örlítið. Guðni Ágústsson var nýkominn af hundrað manna fundi í Skagafirði og þar á undan var hann fyrir austan fjall á fundi. Úti um allt á fundum enda flokksþing Framsóknarflokksins eftir rúman mánuð. Guðni er í kjöri til varaformanns á flokksþinginu. Orðrómur er um mótframboð gegn annað hvort formanni eða varaformanni. Hart sótt að stjórnarflokkunum Fylgi flokksins er frekar lítið í aðdraganda þingsins og sótt er að Framsókn úr öllum áttum. Stjórnarsamstarfið verður tíu ára á næsta ári og sporin hræða. Hefð er fyrir því að samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins til langs tíma tapi miklu fylgi. --Er Framsókn farin að vera of lík Sjálfstæðisflokknum? spyr ég og Guðni fer á flug. "Vinnubrögð þessara flokka hafa verið þau að leysa ágreining inni í herbúðunum en ekki í fjölmiðlum. Þess vegna eru ágreiningur og átök þessara flokka ekki lýðum ljós. Flokkarnir eru ólíkir. Við erum sterkt félagshyggjuafl en við höfum verið vændir um annað og kannski ekki varið okkur nóg og barið frá okkur. Það hefur líka verið hart sótt að þessum flokkum á nokkuð ómerkilegan hátt. Til dæmis með því að saka okkur um að vera undir hæl sjálfstæðismanna. Í Framsóknarflokknum er gott fólk og velviljað. Sérstaða þess er að vera hógvært samvinnu- og félagshyggjufólk. Ég er sannfærður um að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafa áreiðanlega hugleitt að það væri hollt fyrir flokkana fyrir síðustu kosningar að taka upp annað stjórnarmynstur, að annar hvor flokkanna færi í stjórnarandstöðu og lýðræðið fengi nýja ríkisstjórn. Kosningabaráttan var hins vegar háð með þeim hætti, ekki síst af hálfu Samfylkingarinnar, að við áttum engan annan kost en að halda áfram. Menn ætluðu að þegja Halldór Ásgrímsson - þennan sterka stjórnmálamann - í hel eins og hann hefði bara ekkert verið í pólítik í 8 eða 9 ár og láta gleyma honum. Við komumst ekki inn í kosningabaráttuna fyrr en á síðustu 10 dögunum. Samfylkingin eyðilagði fyrir sér Það átti enn fremur líka að ganga frá Davíð Oddssyni. "Æra og færa hinn arma af vegi svo hann eigi sjái sól á næsta degi", eins og segir í textanum. Davíð þolir kannski verr pyntingar en við framsóknarmenn og hann snerist oft dálítið öndverður gegn þessum árásum og þoldi þær illa. Það urðu gríðarleg persónuleg átök sem enduðu með því að Ingibjörg Sólrún brást í samstarfi við okkur í borginni og gat ekki með heiðarlegum hætti sagt okkur að hún ætlaði í landsmálin. Hún hafði fullt frelsi til þess en þá átti hún að gera það beint en ekki að búa til þá stöðu í gegnum auglýsingamenn að hún færi á samúðarskýi út úr borginni á kostnað Framsóknarflokksins. Svona var þetta spilverk. Þess vegna var það svo að að kosningum loknum áttum við enga aðra leið, bæði vegna þess hvernig úrslitin voru og þessarar stöðu, en að halda áfram með Sjálfstæðisflokknum. Við hefðum getað farið í stjórn með Samfylkingunni með 32 menn. Það er margt vænt fólk í Samfylkingunni sem ég get hugsað mér að vinna með. Flokkurinn er regnhlífarsamtök vinstrimanna og þar ráða gömlu kommarnir meiru en gömlu kratarnir sem voru efnahagslega þenkjandi. Þess vegna hefðu mörg þau verkefni sem nú eru að skila sér verið í uppnámi ef við hefðum farið í stjórn með Samfylkingunni og jafnvel Vinstri grænum og jafnvel verið stöðvuð." -Eyðilagði Samfylkingin möguleika sína á stjórnarsetu með þessu? "Það er engin spurning. Samfylkingin spilaði sig út úr því verki og situr í stjórnarandstöðu. Ef flokkurinn hefði komið heill fram með málefnabaráttu í stað þess að taka tvo sterka stjórnmálaleiðtoga sem hafa verið mjög farsælir og reyna að eyðileggja þá í baráttunni, þá hefðu henni verið allir vegir færir." Vinstri grænir fá ekki háa einkunn hjá Guðna: "Þeir eru eini íhalds- og afturhaldsflokkurinn á Íslandi og hafa barist gegn öllum framkvæmdum sem hafa gert það að verkum að lífskjör Íslendinga hafa batnað. Afturhaldi líður vel í stjórnarandstöðu og á að vera þar." Staðfasti listinn --Guðni segir að þrátt fyrir uppang í samfélaginu hafi gefið verulega á bátinn hjá ríkisstjórninni í mörgum málum. "Við getum nefnt eitt stórt mál: Íraksmálið. Þar taka þessir tveir leiðtogar þjóðarinnar mikla ákvörðun um að fara inn á þennan 30 þjóða lista. Stjórnarflokkarnir hafa áreiðanlega tapað fylgi á þessu. Mér sárnar þegar vinur minn Össur Skarphéðinsson, sem mér finnst að hafi hlýtt og gott hjartalag, nýr þessum íslensku forystumönnum því um nasir að þeir beri ábyrgð á manndrápum þarna frekar en annars staðar þar sem við höfum fylkt liði með Sameinuðu þjóðunum. Þessu máli er haldið lifandi í fjölmiðlum og líka í pólitíkinni ekki síst af því að stjórnarandstaðan trúir því að umræðan skaði þessa menn, en þeir eru áreiðanlega ekkert verri við sitt hjarta heldur en ég og þú og vilja að friður ríki og að ofbeldisverk heyri fortíðinni til. Við erum ekki beinir þátttakendur í þessu stríði fremur en í öðrum stríðum sem við höfum stutt með Sameinuðu þjóðunum." -Þú hefur sjálfur lýst því yfir að þú sért friðarsinni. "Grunnur flokkanna er mjög ólíkur þarna. Ég hygg að þessi ákvörðun komi minna við Sjálfstæðisflokkinn en okkur þegar frá líður. Hjartað slær vinstra megin í mörgum framsóknarmönnum. Helmingur framsóknarmanna barðist fyrir því árum saman að herinn færi. Þetta er viðkvæmt mál en menn verða að átta sig á að uppbyggingin er hafin í Írak. Svo vil ég segja það að Bush Bandaríkjaforseti er ekki forseti sem við Íslendingar erum hrifnir af. Okkur fannst Clinton mikilhæfur forseti. Ég held að þetta séu menn sammála um sama hvar í flokki þeir eru. Bush á ekki upp á pallborðið hjá íslensku þjóðinni." -Sumir segja þó að nú séu kristnir sértrúarsöfnuðir farnir að vaða uppi í Framsókn eins og í Repúblikanaflokknum. Afreð Þorsteinsson kveinkar sér undan þeim. "Einhvers staðar stendur skrifað: "Vertu ekki við sjálfan þig að berjast". Svona á ekki að geta gerst hjá forystumönnum í flokki og ég vil ekki ræða það frekar. Ég lít á þetta sem okkar innanhúsmál." Ósæmilegur áróður -En aftur að erfiðu málunum. Fjölmiðlafrumvarpið var erfitt. "Já, ég held að það sé hárrétt að fjölmiðlamálið hafi verið flokknum erfitt og þungt í skauti. Við framsóknarmenn vildum bakka í því og auðvitað steig forsetinn inn í hringinn og vildi setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég held að allir Íslendingar og allir stjórnmálaflokkar vilji setja leikreglur um starfsumhverfi og eignarhald á fjölmiðlum. Við fórum of hratt, ætluðum að gera of mikið á of stuttum tíma, og þess vegna töpuðum við þessu máli. Nú er þetta mál komið í allt annan farveg að mínu mati og fær vonandi lengri tíma og farsæla lausn enda allir flokkar komnir að borðinu. Svo er endurskoðun stjórnarskráarinnar komin í gang og tel ég mikilvægt að setja reglur um hvernig þjóðaratkvæðagreiðslur fara fram. Þar hafa allir verið kallaðir að borðinu. Jón Kristjánsson, þjóðþekktur samningamaður, stýrir því starfi, þannig að ég trúi því að niðurstaðan verði farsæl. Hluti af þessu er enn fremur það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið óvarlega að mér finnst gagnvart forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Þá á ég ekki við átök hans og Davíðs Oddssonar, sem þeir hafa alltaf gert út um einir og sjálfir. Það hafa vaknað upp í þeim flokki raddir um að leggja niður forsetaembættið og verið rekinn áróður gegn forseta Íslands sem ég tel ekki sæmandi. Ég hef alltaf gert mér grein fyrir því að frá því þetta embætti varð til og þessir mikilhæfu menn völdust til að gegna því hefur þjóðin verið forsetamegin í öllum málum. Forsetinn á að sitja á friðarstóli. Hann á ekki að vera í átökum í pólitíkinni. Ólafur Ragnar varð strax forseti þjóðarinnar. Þessi átök við forsetann af hálfu Sjálfstæðisflokksins hafa skaðað þetta stjórnarsamstarf og ríkisstjórnarflokkana. Við framsóknarmenn höfum ekki gagnrýnt forsetann mikið. Ég hef óskað honum til hamingju með endurkjörið og hef reyndar alltaf kosið hann, tel hann til minna góðu vina." Evrópusambandið --En þú varst ekki ánægður með að hann neitaði að skrifa undir lögin? "Það var aldrei vafi í huga okkar framsóknarmanna, sem var hins vegar hjá sjálfstæðismönnum, að hann hefði heimild til þess. Ég tel þetta ekki heppilegt sé horft til framtíðar. Ég er ekki tilbúinn að segja að það eigi að taka þennan rétt af honum en það er mjög erfitt í stórum átakamálum ef forsetinn stígur inn í hringinn í pólitíkinni og stoppar af mál." --Það var skorað á Vigdísi að neita að undirrita EES-samninginn. "Já, ég var þeirrar skoðunar á þeim tíma að hann ætti að fara í þjóðaratkvæði. -Ertu þá fylgjandi synjunarvaldi ? "Ég er fylgjandi því að settar séu mjög skýrar reglur um þjóðaratkvæði. Það á að vera þannig að einhver hluti þingsins eða þjóðarinnar geti með formlegum hætti óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég vil að við getum þróað lög eins og frændur okkar Danir sem heimili að mál séu lögð í þjóðardóm. Ég held að það gangi ekki að forseti gangi fram og stoppi málefni þingsins. Við erum lýðræðisríki og þingið sækir vald og umboð til þjóðarinnar og menn standa og falla með því. Það eru mörg mál sem eru umdeild í dag en eftir 10 ár vilja allir Lilju kveðið hafa." --Til dæmis EES? "Já, kannski eins og EES-samningurinn. Ég held að við eigum eftir að takast á um Evrópusambandið og EES-samninginn á næstu 5-10 árum. Fræðimenn eins og Ragnar Árnason hafa sett fram kenningu um að EES verði allt of dýr ef Norðmenn fara inn í ESB og velt upp þeirri leið að segja honum upp og gera tvíhliða samning." -Hvað myndir þú velja ef við þyrftum að velja á milli tvíhliða samnings og að ganga í Evrópusambandið? "Ég á mér engan draum um að Ísland verði í Evrópusambandinu. Þjóðin og stjórnmálamennirnir verða að takast á um þetta á næstunni. Þetta er margslungið mál og það getur komið að því að við verðum að gera þetta upp við okkur. Ef við eigum engan kost annan en að ganga í Evrópusambandið verður íslenska þjóðin að greiða atkvæði um það. Þetta getur orðið eitt af stærri og erfiðari málum íslenskra stjórnmálamanna á næstu 5-10 árum. Þar verðum við að meta okkar sérstöðu og þjóðarhagsmuni. Við getum t.d. ekki fórnað auðlind hafsins." --En útilokar þú aðild? "Það getur enginn sagt, hvorki ég né aðrir. Það verður að takast á við þetta verkefni faglega út frá hagsmunum framtíðarinnar. En ég á mér ekki þann draum, það er alveg klárt mál. Þegar við skoðum stöðuna þá hefur engin þjóð átt farsælla líf í landi sínu en við frá því lýðveldi var stofnað hér. Ef við horfum hundrað ár aftur til heimastjórnartímans, þegar við vorum fátækastir allra þjóða og fólk við það að gefast upp við að lifa í landinu, og berum saman við stöðuna nú í upphafi nýrrar aldar sjáum við að nú erum við ein ríkasta þjóð heims með betri lífskjör en nokkrir aðrir. Þannig að okkur hefur vegnað vel undir eigin stjórn." Framsóknarflokkurinn Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Sjá meira
Það er afslappaður landbúnaðarráðherra sem stekkur út úr jeppanum á Sölvhólsgötunni og gengur brosandi í átt að blaðamanni sem kemur aðvífandi í sama mund. Hann er berhöfðaður og í þunnum frakka og steinhissa þegar blaðamaður spyr með glamrandi tennurnar hvort hann megi nokkuð skríða inn í ísskáp til að hlýja sér örlítið. Guðni Ágústsson var nýkominn af hundrað manna fundi í Skagafirði og þar á undan var hann fyrir austan fjall á fundi. Úti um allt á fundum enda flokksþing Framsóknarflokksins eftir rúman mánuð. Guðni er í kjöri til varaformanns á flokksþinginu. Orðrómur er um mótframboð gegn annað hvort formanni eða varaformanni. Hart sótt að stjórnarflokkunum Fylgi flokksins er frekar lítið í aðdraganda þingsins og sótt er að Framsókn úr öllum áttum. Stjórnarsamstarfið verður tíu ára á næsta ári og sporin hræða. Hefð er fyrir því að samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins til langs tíma tapi miklu fylgi. --Er Framsókn farin að vera of lík Sjálfstæðisflokknum? spyr ég og Guðni fer á flug. "Vinnubrögð þessara flokka hafa verið þau að leysa ágreining inni í herbúðunum en ekki í fjölmiðlum. Þess vegna eru ágreiningur og átök þessara flokka ekki lýðum ljós. Flokkarnir eru ólíkir. Við erum sterkt félagshyggjuafl en við höfum verið vændir um annað og kannski ekki varið okkur nóg og barið frá okkur. Það hefur líka verið hart sótt að þessum flokkum á nokkuð ómerkilegan hátt. Til dæmis með því að saka okkur um að vera undir hæl sjálfstæðismanna. Í Framsóknarflokknum er gott fólk og velviljað. Sérstaða þess er að vera hógvært samvinnu- og félagshyggjufólk. Ég er sannfærður um að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafa áreiðanlega hugleitt að það væri hollt fyrir flokkana fyrir síðustu kosningar að taka upp annað stjórnarmynstur, að annar hvor flokkanna færi í stjórnarandstöðu og lýðræðið fengi nýja ríkisstjórn. Kosningabaráttan var hins vegar háð með þeim hætti, ekki síst af hálfu Samfylkingarinnar, að við áttum engan annan kost en að halda áfram. Menn ætluðu að þegja Halldór Ásgrímsson - þennan sterka stjórnmálamann - í hel eins og hann hefði bara ekkert verið í pólítik í 8 eða 9 ár og láta gleyma honum. Við komumst ekki inn í kosningabaráttuna fyrr en á síðustu 10 dögunum. Samfylkingin eyðilagði fyrir sér Það átti enn fremur líka að ganga frá Davíð Oddssyni. "Æra og færa hinn arma af vegi svo hann eigi sjái sól á næsta degi", eins og segir í textanum. Davíð þolir kannski verr pyntingar en við framsóknarmenn og hann snerist oft dálítið öndverður gegn þessum árásum og þoldi þær illa. Það urðu gríðarleg persónuleg átök sem enduðu með því að Ingibjörg Sólrún brást í samstarfi við okkur í borginni og gat ekki með heiðarlegum hætti sagt okkur að hún ætlaði í landsmálin. Hún hafði fullt frelsi til þess en þá átti hún að gera það beint en ekki að búa til þá stöðu í gegnum auglýsingamenn að hún færi á samúðarskýi út úr borginni á kostnað Framsóknarflokksins. Svona var þetta spilverk. Þess vegna var það svo að að kosningum loknum áttum við enga aðra leið, bæði vegna þess hvernig úrslitin voru og þessarar stöðu, en að halda áfram með Sjálfstæðisflokknum. Við hefðum getað farið í stjórn með Samfylkingunni með 32 menn. Það er margt vænt fólk í Samfylkingunni sem ég get hugsað mér að vinna með. Flokkurinn er regnhlífarsamtök vinstrimanna og þar ráða gömlu kommarnir meiru en gömlu kratarnir sem voru efnahagslega þenkjandi. Þess vegna hefðu mörg þau verkefni sem nú eru að skila sér verið í uppnámi ef við hefðum farið í stjórn með Samfylkingunni og jafnvel Vinstri grænum og jafnvel verið stöðvuð." -Eyðilagði Samfylkingin möguleika sína á stjórnarsetu með þessu? "Það er engin spurning. Samfylkingin spilaði sig út úr því verki og situr í stjórnarandstöðu. Ef flokkurinn hefði komið heill fram með málefnabaráttu í stað þess að taka tvo sterka stjórnmálaleiðtoga sem hafa verið mjög farsælir og reyna að eyðileggja þá í baráttunni, þá hefðu henni verið allir vegir færir." Vinstri grænir fá ekki háa einkunn hjá Guðna: "Þeir eru eini íhalds- og afturhaldsflokkurinn á Íslandi og hafa barist gegn öllum framkvæmdum sem hafa gert það að verkum að lífskjör Íslendinga hafa batnað. Afturhaldi líður vel í stjórnarandstöðu og á að vera þar." Staðfasti listinn --Guðni segir að þrátt fyrir uppang í samfélaginu hafi gefið verulega á bátinn hjá ríkisstjórninni í mörgum málum. "Við getum nefnt eitt stórt mál: Íraksmálið. Þar taka þessir tveir leiðtogar þjóðarinnar mikla ákvörðun um að fara inn á þennan 30 þjóða lista. Stjórnarflokkarnir hafa áreiðanlega tapað fylgi á þessu. Mér sárnar þegar vinur minn Össur Skarphéðinsson, sem mér finnst að hafi hlýtt og gott hjartalag, nýr þessum íslensku forystumönnum því um nasir að þeir beri ábyrgð á manndrápum þarna frekar en annars staðar þar sem við höfum fylkt liði með Sameinuðu þjóðunum. Þessu máli er haldið lifandi í fjölmiðlum og líka í pólitíkinni ekki síst af því að stjórnarandstaðan trúir því að umræðan skaði þessa menn, en þeir eru áreiðanlega ekkert verri við sitt hjarta heldur en ég og þú og vilja að friður ríki og að ofbeldisverk heyri fortíðinni til. Við erum ekki beinir þátttakendur í þessu stríði fremur en í öðrum stríðum sem við höfum stutt með Sameinuðu þjóðunum." -Þú hefur sjálfur lýst því yfir að þú sért friðarsinni. "Grunnur flokkanna er mjög ólíkur þarna. Ég hygg að þessi ákvörðun komi minna við Sjálfstæðisflokkinn en okkur þegar frá líður. Hjartað slær vinstra megin í mörgum framsóknarmönnum. Helmingur framsóknarmanna barðist fyrir því árum saman að herinn færi. Þetta er viðkvæmt mál en menn verða að átta sig á að uppbyggingin er hafin í Írak. Svo vil ég segja það að Bush Bandaríkjaforseti er ekki forseti sem við Íslendingar erum hrifnir af. Okkur fannst Clinton mikilhæfur forseti. Ég held að þetta séu menn sammála um sama hvar í flokki þeir eru. Bush á ekki upp á pallborðið hjá íslensku þjóðinni." -Sumir segja þó að nú séu kristnir sértrúarsöfnuðir farnir að vaða uppi í Framsókn eins og í Repúblikanaflokknum. Afreð Þorsteinsson kveinkar sér undan þeim. "Einhvers staðar stendur skrifað: "Vertu ekki við sjálfan þig að berjast". Svona á ekki að geta gerst hjá forystumönnum í flokki og ég vil ekki ræða það frekar. Ég lít á þetta sem okkar innanhúsmál." Ósæmilegur áróður -En aftur að erfiðu málunum. Fjölmiðlafrumvarpið var erfitt. "Já, ég held að það sé hárrétt að fjölmiðlamálið hafi verið flokknum erfitt og þungt í skauti. Við framsóknarmenn vildum bakka í því og auðvitað steig forsetinn inn í hringinn og vildi setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég held að allir Íslendingar og allir stjórnmálaflokkar vilji setja leikreglur um starfsumhverfi og eignarhald á fjölmiðlum. Við fórum of hratt, ætluðum að gera of mikið á of stuttum tíma, og þess vegna töpuðum við þessu máli. Nú er þetta mál komið í allt annan farveg að mínu mati og fær vonandi lengri tíma og farsæla lausn enda allir flokkar komnir að borðinu. Svo er endurskoðun stjórnarskráarinnar komin í gang og tel ég mikilvægt að setja reglur um hvernig þjóðaratkvæðagreiðslur fara fram. Þar hafa allir verið kallaðir að borðinu. Jón Kristjánsson, þjóðþekktur samningamaður, stýrir því starfi, þannig að ég trúi því að niðurstaðan verði farsæl. Hluti af þessu er enn fremur það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið óvarlega að mér finnst gagnvart forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Þá á ég ekki við átök hans og Davíðs Oddssonar, sem þeir hafa alltaf gert út um einir og sjálfir. Það hafa vaknað upp í þeim flokki raddir um að leggja niður forsetaembættið og verið rekinn áróður gegn forseta Íslands sem ég tel ekki sæmandi. Ég hef alltaf gert mér grein fyrir því að frá því þetta embætti varð til og þessir mikilhæfu menn völdust til að gegna því hefur þjóðin verið forsetamegin í öllum málum. Forsetinn á að sitja á friðarstóli. Hann á ekki að vera í átökum í pólitíkinni. Ólafur Ragnar varð strax forseti þjóðarinnar. Þessi átök við forsetann af hálfu Sjálfstæðisflokksins hafa skaðað þetta stjórnarsamstarf og ríkisstjórnarflokkana. Við framsóknarmenn höfum ekki gagnrýnt forsetann mikið. Ég hef óskað honum til hamingju með endurkjörið og hef reyndar alltaf kosið hann, tel hann til minna góðu vina." Evrópusambandið --En þú varst ekki ánægður með að hann neitaði að skrifa undir lögin? "Það var aldrei vafi í huga okkar framsóknarmanna, sem var hins vegar hjá sjálfstæðismönnum, að hann hefði heimild til þess. Ég tel þetta ekki heppilegt sé horft til framtíðar. Ég er ekki tilbúinn að segja að það eigi að taka þennan rétt af honum en það er mjög erfitt í stórum átakamálum ef forsetinn stígur inn í hringinn í pólitíkinni og stoppar af mál." --Það var skorað á Vigdísi að neita að undirrita EES-samninginn. "Já, ég var þeirrar skoðunar á þeim tíma að hann ætti að fara í þjóðaratkvæði. -Ertu þá fylgjandi synjunarvaldi ? "Ég er fylgjandi því að settar séu mjög skýrar reglur um þjóðaratkvæði. Það á að vera þannig að einhver hluti þingsins eða þjóðarinnar geti með formlegum hætti óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég vil að við getum þróað lög eins og frændur okkar Danir sem heimili að mál séu lögð í þjóðardóm. Ég held að það gangi ekki að forseti gangi fram og stoppi málefni þingsins. Við erum lýðræðisríki og þingið sækir vald og umboð til þjóðarinnar og menn standa og falla með því. Það eru mörg mál sem eru umdeild í dag en eftir 10 ár vilja allir Lilju kveðið hafa." --Til dæmis EES? "Já, kannski eins og EES-samningurinn. Ég held að við eigum eftir að takast á um Evrópusambandið og EES-samninginn á næstu 5-10 árum. Fræðimenn eins og Ragnar Árnason hafa sett fram kenningu um að EES verði allt of dýr ef Norðmenn fara inn í ESB og velt upp þeirri leið að segja honum upp og gera tvíhliða samning." -Hvað myndir þú velja ef við þyrftum að velja á milli tvíhliða samnings og að ganga í Evrópusambandið? "Ég á mér engan draum um að Ísland verði í Evrópusambandinu. Þjóðin og stjórnmálamennirnir verða að takast á um þetta á næstunni. Þetta er margslungið mál og það getur komið að því að við verðum að gera þetta upp við okkur. Ef við eigum engan kost annan en að ganga í Evrópusambandið verður íslenska þjóðin að greiða atkvæði um það. Þetta getur orðið eitt af stærri og erfiðari málum íslenskra stjórnmálamanna á næstu 5-10 árum. Þar verðum við að meta okkar sérstöðu og þjóðarhagsmuni. Við getum t.d. ekki fórnað auðlind hafsins." --En útilokar þú aðild? "Það getur enginn sagt, hvorki ég né aðrir. Það verður að takast á við þetta verkefni faglega út frá hagsmunum framtíðarinnar. En ég á mér ekki þann draum, það er alveg klárt mál. Þegar við skoðum stöðuna þá hefur engin þjóð átt farsælla líf í landi sínu en við frá því lýðveldi var stofnað hér. Ef við horfum hundrað ár aftur til heimastjórnartímans, þegar við vorum fátækastir allra þjóða og fólk við það að gefast upp við að lifa í landinu, og berum saman við stöðuna nú í upphafi nýrrar aldar sjáum við að nú erum við ein ríkasta þjóð heims með betri lífskjör en nokkrir aðrir. Þannig að okkur hefur vegnað vel undir eigin stjórn."
Framsóknarflokkurinn Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Sjá meira