Hlýnunin að verða óumflýjanleg 24. janúar 2005 00:01 Eftir tíu ár kann að vera orðið of seint að snúa við þeirri þróun sem kennd er við hlýnun jarðar. Afleiðingarnar, ef svo fer, verða gífurlegar og geta meðal annars leitt til bráðnunar Grænlandsjökuls og þess að Golfstraumurinn hætti að ganga en hann gerir Ísland byggilegt. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt verður í dag og breska blaðið The Independent greindi frá í gær. Skýrslan er unnin af hópi háttsettra stjórnmálamanna, forystumanna í viðskiptalífi og fræðimanna. Hún er hugsuð sem innlegg í umræðu átta stærstu iðnríkja heims og sett fram á sama tíma og Tony Blair hefur lofað að mæla fyrir stefnumótun ríkjahópsins um loftslagsbreytingar. Í skýrslunni er í fyrsta sinn lagt mat á við hversu mikla hlýnun þróunin verður óumflýjanleg. Hlýni loftslag að meðaltali um tvær gráður á Celsius umfram meðalhita ársins 1750 segja skýrsluhöfundar að ekki verði aftur snúið. Hitastig haldi áfram að hækka, sjávarmál hækki, skógar eyðist, vatnsskorts gæti í meiri mæli og aukin hætta verði á náttúrufarslegum stórslysum svo sem því að Grænlandsjökull bráðni og að Golfstraumurinn hætti að ganga. Síðastnefnda atriðið myndi gera Ísland óbyggilegt. Samkvæmt útreikningum í skýrslunni kann að fara svo að einungis tíu ár líði þar til þróunin verði óumflýjanleg, þó að það taki lengri tíma að koma í ljós. Hlýnunin er reiknuð út frá meðaltalshita í kringum árið 1750 því þá var iðnbyltingin ekki hafin. Síðan þá hefur hitinn hækkað um 0,8 gráður. Forsendur fyrir hlýnun næsta ár eru metnar út frá magni koldíoxíðs í andrúmsloftinu, það er nú 379 einingar á hverjar milljón einingar andrúmslofts en skýrsluhöfundar segja að fari það yfir 400 einingar verði ekki aftur snúið. Miðað við aukningu síðustu ára gerist það á næstu tíu árum. "Umhverfistímasprengja telur niður," hefur The Independent eftir Stephen Byers, fyrrum samgönguráðherra Bretlands. Hann er einn af forystumönnum hópsins sem stendur að skýrslugerðinni. Erlent Fréttir Veður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Eftir tíu ár kann að vera orðið of seint að snúa við þeirri þróun sem kennd er við hlýnun jarðar. Afleiðingarnar, ef svo fer, verða gífurlegar og geta meðal annars leitt til bráðnunar Grænlandsjökuls og þess að Golfstraumurinn hætti að ganga en hann gerir Ísland byggilegt. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt verður í dag og breska blaðið The Independent greindi frá í gær. Skýrslan er unnin af hópi háttsettra stjórnmálamanna, forystumanna í viðskiptalífi og fræðimanna. Hún er hugsuð sem innlegg í umræðu átta stærstu iðnríkja heims og sett fram á sama tíma og Tony Blair hefur lofað að mæla fyrir stefnumótun ríkjahópsins um loftslagsbreytingar. Í skýrslunni er í fyrsta sinn lagt mat á við hversu mikla hlýnun þróunin verður óumflýjanleg. Hlýni loftslag að meðaltali um tvær gráður á Celsius umfram meðalhita ársins 1750 segja skýrsluhöfundar að ekki verði aftur snúið. Hitastig haldi áfram að hækka, sjávarmál hækki, skógar eyðist, vatnsskorts gæti í meiri mæli og aukin hætta verði á náttúrufarslegum stórslysum svo sem því að Grænlandsjökull bráðni og að Golfstraumurinn hætti að ganga. Síðastnefnda atriðið myndi gera Ísland óbyggilegt. Samkvæmt útreikningum í skýrslunni kann að fara svo að einungis tíu ár líði þar til þróunin verði óumflýjanleg, þó að það taki lengri tíma að koma í ljós. Hlýnunin er reiknuð út frá meðaltalshita í kringum árið 1750 því þá var iðnbyltingin ekki hafin. Síðan þá hefur hitinn hækkað um 0,8 gráður. Forsendur fyrir hlýnun næsta ár eru metnar út frá magni koldíoxíðs í andrúmsloftinu, það er nú 379 einingar á hverjar milljón einingar andrúmslofts en skýrsluhöfundar segja að fari það yfir 400 einingar verði ekki aftur snúið. Miðað við aukningu síðustu ára gerist það á næstu tíu árum. "Umhverfistímasprengja telur niður," hefur The Independent eftir Stephen Byers, fyrrum samgönguráðherra Bretlands. Hann er einn af forystumönnum hópsins sem stendur að skýrslugerðinni.
Erlent Fréttir Veður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira