Franskt snilldarverk Egill Helgason skrifar 25. janúar 2005 00:01 Háskólabíó: Un long dimanche de fiancailles Þegar ég gagnrýndi kvikmyndir í löngu dáin blöð fyrir tíu árum komst ég að því að mér fannst skemmtilegra að skrifa um lélegar myndir en þær góðu. Þá gat maður komist upp með alls kyns hótfyndni og stæla - ég viðurkenni að ég leit á margt af þessu eins og stílæfingar. Ég er greinilega verr innrættur en Steinunn Sigurðardóttir sem skrifar í Moggann í morgun að hún vilji í lengstu lög skrifa um góðar myndir. En svo komu fínar myndir af og til og af því maður var vanur að vera kaldhæðinn vantaði mann stundum orð. Ég man eftir að hafa skrifað hástemmda dóma um Rauðan eftir Kieslowski og Heavenly Creatures eftir Peter Jackson. Ég er löngu hættur að skrifa um bíó; fer helst ekki á lélegar myndir. Bara á talsvert af myndum sem valda manni vonbrigðum. En þegar Trúlofunin langa á í hlut flýgur maður beint upp á hástig lýsingarorða. Það er ekki annað hægt - þetta er snildarlegt bíó, mikil kvikmyndaupplifun, frábærlega góð saga sögð á skemmtilega sérviskulegan hátt. Jeunet leikstjóri er mikill brellumeistari. Hugsanlega finnst manni mest koma til átakanlegra atriða úr skotgröfum fyrri heimstyrjaldar - nákvæmrar endursköpunar hryllingsins þar - en svo er myndin líka fyndin og rómantísk og svo hjartahlý að maður gengur eins og á loftpúðum út af henni. Ef ég væri ennþá að skrifa krítík og gæfi stjörnur, þá fengi þessi fimm. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Háskólabíó: Un long dimanche de fiancailles Þegar ég gagnrýndi kvikmyndir í löngu dáin blöð fyrir tíu árum komst ég að því að mér fannst skemmtilegra að skrifa um lélegar myndir en þær góðu. Þá gat maður komist upp með alls kyns hótfyndni og stæla - ég viðurkenni að ég leit á margt af þessu eins og stílæfingar. Ég er greinilega verr innrættur en Steinunn Sigurðardóttir sem skrifar í Moggann í morgun að hún vilji í lengstu lög skrifa um góðar myndir. En svo komu fínar myndir af og til og af því maður var vanur að vera kaldhæðinn vantaði mann stundum orð. Ég man eftir að hafa skrifað hástemmda dóma um Rauðan eftir Kieslowski og Heavenly Creatures eftir Peter Jackson. Ég er löngu hættur að skrifa um bíó; fer helst ekki á lélegar myndir. Bara á talsvert af myndum sem valda manni vonbrigðum. En þegar Trúlofunin langa á í hlut flýgur maður beint upp á hástig lýsingarorða. Það er ekki annað hægt - þetta er snildarlegt bíó, mikil kvikmyndaupplifun, frábærlega góð saga sögð á skemmtilega sérviskulegan hátt. Jeunet leikstjóri er mikill brellumeistari. Hugsanlega finnst manni mest koma til átakanlegra atriða úr skotgröfum fyrri heimstyrjaldar - nákvæmrar endursköpunar hryllingsins þar - en svo er myndin líka fyndin og rómantísk og svo hjartahlý að maður gengur eins og á loftpúðum út af henni. Ef ég væri ennþá að skrifa krítík og gæfi stjörnur, þá fengi þessi fimm.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning