Innlent

Rangt hjá Siv

Fulltrúar meirihluta í stjórn Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, segja rangt sem Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir á heimasíðu sinni að fundarkonur á fundi félagsins í gær hafi sjálfar tekið þátt í að kjósa sig inn í félagið. Í tilkynningunni segir orðrétt: Í tilefni af skrifum Sivjar Friðleifsdóttur, ritara Framsóknarflokksins, á heimasíðu hennar viljum við taka eftirfarandi fram:Við undirritaðar sátum aðalfund Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, fimmtudaginn 27. janúar. Þar fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf skv. auglýstri dagskrá. Þar voru rúmlega 40 nýjir (svo) félagsmenn sem gengið höfðu í félagið skv. grein 2.2 í lögum Framsóknarflokksins. Hún hljóðar svo: „Inntökubeiðnir í flokkinn og úrsagnir úr honum skulu vera skriflegar eða með rafrænum hætti. Allar inntökubeiðnir og úrsagnir skal tilkynna til skrifstofu Framsóknarflokksins.“Voru þessar konur skráðar inn í félagið af starfsmanni á skrifstofu Framsóknarflokksins og staðfesting á því lögð fram á aðalfundinum. Var óskað eftir því af einum fundarmanna að gengið væri úr skugga um að fundarmenn væri í raun þær konur sem skráðar voru í félagið. Las formaður félagsins upp nöfn þeirra og bauð síðan velkomnar í félagið. Það er því rangt sem Siv Friðleifsdóttir segir á heimasíðu sinni að fundarkonur hafi sjálfar tekið þátt í að kjósa sig inn í félagið. Slík kosning átti sér ekki stað á fundinum enda voru konurnar réttilega skráðar í félagið skv. lögum Framsóknarflokksins.Við upphaf fundarins óskaði fundarstjóri sérstaklega eftir athugasemdum við lögmæti fundarins ef einhverjar væru. Engar athugasemdir bárust.Rétt er að taka fram Siv Friðleifsdóttir var ekki mætt til fundarins þegar ofangreint átti sér stað.Virðingarfyllst,Aðalheiður Sigursveinsdóttir,Sigurbjörn Vilmundardóttir,Björg Jónsdóttir,-sitja í stjórn Freyju.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×