Sáttur við tilboð olíufélaganna 2. febrúar 2005 00:01 Mörg þeirra fyrirtækja sem á var brotið á samráðstíma olíufélaganna íhuga að sækja bætur og hafa látið lögfræðingum sínum eftir að kanna forsendur bótakrafna. Tvö fyrirtæki sem blaðið ræddi við hafa þó ákveðið að gera ekkert í málinu, annað vegna ánægju með tilboðin sem þau fengu en hitt vegna góðra viðskipta í dag. "Við höfum ekki hugsað okkur að sækja bætur. Þau tilboð sem við fengum voru eðlileg að okkar mati og ekki útlit fyrir annað en að um samkeppni hafi verið að ræða. Við fengum gott verð," segir Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístaks, um málið og sagðist í raun ekki hafa meira um málið að segja. Í úrskurði áfrýjunarnefndar kemur fram að Olíufélagið sem þá rak Essó og Olíuverslun Íslands hafi rætt um tilboðið til Ístaks, " en þær skýringar eru gefnar að vegna tengsla Ístaks og Skeljungs væri ólíklegt að lágt tilboð myndi leiða til annars en að Skeljungi yrði gert fært að jafna boðið," segir í úrskurðinum. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að ákveðið hafi verið í samráði við dómsmálaráðuneytið, að farið yrði í kjölinn á gögnum og reiknað út hvað olíusamráðið hafi kostað fyrirtækið á undanförnum árum. "Landhelgisgæslan áhuga á að endurheimta oftekið fé. Það er nóg hægt að gera við peninginn," segir Georg. Þá verður kannað um hvort dómsmálaráðuneytið geti krafist bóta vegna Ríkiskaupa, reynist svo vera verður málið sent ríkislögmanni. Alcan, áður Ísal, ætlar að sækja bætur til olíufélaganna eins og áður hefur komið fram. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir félagið ætla að krefjast bóta upp á tugi milljóna króna og gæti talan jafnvel farið yfir hundrað milljónir. Lúðvík Bergvinsson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum og þingmaður Samfylkingarinnar, segir Vestmannaeyjabæ ætla að sækja sinn rétt. Í nóvember hafi verið óskað skriflega eftir viðræðum við olíufélögin um bætur en svör hafi ekki enn borist. Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur líka óskað eftir viðræðum við olíufélögin um skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin hefur orðið fyrir. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Mörg þeirra fyrirtækja sem á var brotið á samráðstíma olíufélaganna íhuga að sækja bætur og hafa látið lögfræðingum sínum eftir að kanna forsendur bótakrafna. Tvö fyrirtæki sem blaðið ræddi við hafa þó ákveðið að gera ekkert í málinu, annað vegna ánægju með tilboðin sem þau fengu en hitt vegna góðra viðskipta í dag. "Við höfum ekki hugsað okkur að sækja bætur. Þau tilboð sem við fengum voru eðlileg að okkar mati og ekki útlit fyrir annað en að um samkeppni hafi verið að ræða. Við fengum gott verð," segir Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístaks, um málið og sagðist í raun ekki hafa meira um málið að segja. Í úrskurði áfrýjunarnefndar kemur fram að Olíufélagið sem þá rak Essó og Olíuverslun Íslands hafi rætt um tilboðið til Ístaks, " en þær skýringar eru gefnar að vegna tengsla Ístaks og Skeljungs væri ólíklegt að lágt tilboð myndi leiða til annars en að Skeljungi yrði gert fært að jafna boðið," segir í úrskurðinum. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að ákveðið hafi verið í samráði við dómsmálaráðuneytið, að farið yrði í kjölinn á gögnum og reiknað út hvað olíusamráðið hafi kostað fyrirtækið á undanförnum árum. "Landhelgisgæslan áhuga á að endurheimta oftekið fé. Það er nóg hægt að gera við peninginn," segir Georg. Þá verður kannað um hvort dómsmálaráðuneytið geti krafist bóta vegna Ríkiskaupa, reynist svo vera verður málið sent ríkislögmanni. Alcan, áður Ísal, ætlar að sækja bætur til olíufélaganna eins og áður hefur komið fram. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir félagið ætla að krefjast bóta upp á tugi milljóna króna og gæti talan jafnvel farið yfir hundrað milljónir. Lúðvík Bergvinsson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum og þingmaður Samfylkingarinnar, segir Vestmannaeyjabæ ætla að sækja sinn rétt. Í nóvember hafi verið óskað skriflega eftir viðræðum við olíufélögin um bætur en svör hafi ekki enn borist. Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur líka óskað eftir viðræðum við olíufélögin um skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin hefur orðið fyrir.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira