Maraþonátök í Framsóknarflokknum 2. febrúar 2005 00:01 Altalað er meðal framsóknarmanna, svo notuð séu orð þeirra sjálfra, að Halldór Ásgrímsson ætli að draga sig í hlé í íslenskum stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili. Þau innbyrðis átök í flokknum sem flokkurinn hefur þurft að glíma við að undanförnu eru sögð snúast um það hver taki við formennsku flokksins af Halldóri. Slagurinn stendur milli tveggja fylkinga. Önnur er skipuð nánum samstarfsmönnum Halldórs og hafa bræðurnir Árni og Páll Magnússynir þar töglin og hagldirnar. Sú fylking hefur ýmist verið nefnd, "þæga liðið", "klíkan" eða jafnvel "nýi Framsóknarflokkurinn". Auk bræðranna hafa verið orðuð við þennan væng flokksins Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Hjálmar Árnason þingflokksformaður, Guðjón Ólafur Jónsson varaþingmaður og Björn Ingi Hrafnsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður Halldórs. Hinir óþægu Hin fylkingin samanstendur af rótgrónum framsóknarmönnum sem leggja öðru fremur áherslu á lýðræði, samvinnu og jafnræði, eða "gömlu góðu gildin" eins og þau eru nefnd. Þessi fylking hefur verið nefnd "hinir óþægu" og "Kidda-klíkan". Hana skipa meðal annarra Kristinn H. Gunnarsson þingmaður, Jónína Bjartmarz þingmaður, Siv Friðleifsdóttir þingmaður og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Árni taki við af Halldóri Hræringarnar innan flokksins og átökin fyrir upphaf aðalfundar Félags ungra framsóknarmanna í Kópavogi í fyrrakvöld sem og í Freyjunni, Félagi framsóknarkvenna í Kópavogi eru sagðar snúast um það eitt að koma Árna Magnússyni í þá stöðu að hann verði öruggur arftaki Halldórs um formannssætið. Til þess að svo megi vera verður Árni að komast fram fyrir Siv í flokknum. Siv var fyrsti maður á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi og var kjörin fimmti þingmaður kjördæmisins í síðustu alþingiskosningum. Hún var eini framsóknarmaðurinn í kjördæminu sem náði kjöri. Þá hefur Siv verið ritari flokksins og þar með gegnt einu helsta trúnaðarembætti flokksins. Ótryggt bakland í kjördæmi formannsins Árni var annar maður á lista Framsóknarflokks í Reykjavík norður. Framsóknarflokkurinn hefur þar mjög ótryggt bakland, fékk rúm 11 prósent í síðustu alþingiskosningum og alls ekki var útséð með að formaðurinn sjálfur, sem skipaði fyrsta sæti á listanum, næði kjöri. Árni komst sjálfur inn sem uppbótarþingmaður. Því stefna stuðningsmenn Árna að því að koma honum í öruggt sæti í kjördæmi sem hefur tryggt bakland framsóknarmanna. Tvö hafa verið nefnd, annað er Suðurkjördæmi, þar sem framsóknarmenn hafa löngum haft mikil ítök. Guðni Ágústsson var þar fyrsti maður á lista og hefur þar mikið persónufylgi. Á hæla hans var Hjálmar Árnason, sem ólíklegt er að muni vera gert að rýma sæti sitt fyrir Árna því hann hefur í erfiðum málum reynst formanninum haukur í horni sem formaður þingflokksins. Ítök í stjórnum hjálpa til Stuðningsmenn Árna horfa því hýrum augum til kjördæmis Sivjar, Suðvesturkjördæmis. Aðildarfélögin innan flokksins útnefna fulltrúa á flokksþing og kjördæmaþing. Á kjördæmaþingi er raðað á framboðslista. Ítök í stjórnum aðildarfélaganna hjálpa því til við að komast á framboðslista í kjördæminu en það er einmitt það sem átökin í Freyju nú á dögunum snerust um. Freyjan hefur verið orðuð við "hina óþægu" og er fyrrverandi formaður Freyjunnar, Una María Óskarsdóttir, sem var aðstoðarmaður Sivjar í umhverfisráðuneytinu, sögð vera í þeim hópi. Með því að taka yfir stjórn Freyjunnar með hjálp eiginkvenna sinna og vinkvenna þeirra, sem margar hverjar koma úr hvítasunnusöfnuðinum, náðu bræðurnir ítökum í aðildarfélagi sem áður var hliðhollt andstæðingum þeirra. Ber Siv þar hæst. Hrossakaup í Kópavogi "Óþæga liðið" í Kópavogi undirbjó mótleik fyrir aðalfund Félags ungra framsóknarmanna í Kópavogi á þriðjudagskvöld. Í stjórn sátu stuðningsmenn bræðranna og formaður var Einar Kristján Jónsson, bróðir Guðjóns Ólafs varaþingmanns. Andstæðingar þeirra hugðust taka yfir stjórnina og ná þannig til baka þeim fulltrúum flokksþings sem fylkingin hafði tapað við yfirtöku Freyjunnar. Smalað var um fjörutíu nýjum liðsmönnum svo þetta mætti takast, en áður en fundurinn hófst náðust sættir meðal fylkinganna. "Óþæga liðið", sem bæjarfulltrúinn Ómar Stefánsson var í fararbroddi fyrir, gerði samning við Pál Magnússon sem fundarmenn nefndu sumir "hrossakaup" á leið út af fundinum. Ómar fékk tvo fulltrúa í sjö manna stjórn, þar á meðal bróður sinn Jón Þorgrím Stefánsson, og ákveðinn fjölda fulltrúa á flokksþing. Spenna fyrir flokkþing Flokksþingið er það sem báðar fylkingarnar bíða spenntar eftir. Þar mun koma í ljós hverjir verða næstu leikir í valdataflinu sem mun þó ekki ná hámarki fyrr en á flokkþinginu að tveimur árum liðnum, árið 2007, þegar líklegt er að Halldór láti af formennsku. Halldórs-fylkingin er í nokkurri klemmu varðandi kjör til stjórnar. Til þess að styrkja stöðu Árna verður að reyna að koma annaðhvort Siv eða Guðna frá sem ritara og varaformanni. Líklegir fulltrúar á flokkþingi eru sagðir vera jafnmargir í hvorri fylkingunni og því þykir allt of áhættusamt að tefla Árna fram, hvort sem er gegn Siv eða Guðna, því ef hann tapar verða vonir hans um formannsembættið að tveimur árum að engu. Gætu teflt Valgerði fram Til þess að skáka "óþæga liðinu" og veikja stöðu Guðna og Sivjar verður "þæga liðið" að reyna að steypa öðru hvoru þeirra af stalli sem varaformanni og ritara. Þykir þar Valgerður Sverrisdóttir líklegust til árangurs enda er hún talin minna umdeild en Árni. Hún hefur jafnframt staðið lengi í fremstu línu í flokknum og var meðal annars fyrst kvenna til að gegna embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Valgerður gæti jafnframt starfað áfram sem varaformaður eða ritari við hlið Árna, takist honum að ná formannsstólnum á þarnæsta flokkþingi, eins og vonir hans standa til Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Altalað er meðal framsóknarmanna, svo notuð séu orð þeirra sjálfra, að Halldór Ásgrímsson ætli að draga sig í hlé í íslenskum stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili. Þau innbyrðis átök í flokknum sem flokkurinn hefur þurft að glíma við að undanförnu eru sögð snúast um það hver taki við formennsku flokksins af Halldóri. Slagurinn stendur milli tveggja fylkinga. Önnur er skipuð nánum samstarfsmönnum Halldórs og hafa bræðurnir Árni og Páll Magnússynir þar töglin og hagldirnar. Sú fylking hefur ýmist verið nefnd, "þæga liðið", "klíkan" eða jafnvel "nýi Framsóknarflokkurinn". Auk bræðranna hafa verið orðuð við þennan væng flokksins Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Hjálmar Árnason þingflokksformaður, Guðjón Ólafur Jónsson varaþingmaður og Björn Ingi Hrafnsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður Halldórs. Hinir óþægu Hin fylkingin samanstendur af rótgrónum framsóknarmönnum sem leggja öðru fremur áherslu á lýðræði, samvinnu og jafnræði, eða "gömlu góðu gildin" eins og þau eru nefnd. Þessi fylking hefur verið nefnd "hinir óþægu" og "Kidda-klíkan". Hana skipa meðal annarra Kristinn H. Gunnarsson þingmaður, Jónína Bjartmarz þingmaður, Siv Friðleifsdóttir þingmaður og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Árni taki við af Halldóri Hræringarnar innan flokksins og átökin fyrir upphaf aðalfundar Félags ungra framsóknarmanna í Kópavogi í fyrrakvöld sem og í Freyjunni, Félagi framsóknarkvenna í Kópavogi eru sagðar snúast um það eitt að koma Árna Magnússyni í þá stöðu að hann verði öruggur arftaki Halldórs um formannssætið. Til þess að svo megi vera verður Árni að komast fram fyrir Siv í flokknum. Siv var fyrsti maður á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi og var kjörin fimmti þingmaður kjördæmisins í síðustu alþingiskosningum. Hún var eini framsóknarmaðurinn í kjördæminu sem náði kjöri. Þá hefur Siv verið ritari flokksins og þar með gegnt einu helsta trúnaðarembætti flokksins. Ótryggt bakland í kjördæmi formannsins Árni var annar maður á lista Framsóknarflokks í Reykjavík norður. Framsóknarflokkurinn hefur þar mjög ótryggt bakland, fékk rúm 11 prósent í síðustu alþingiskosningum og alls ekki var útséð með að formaðurinn sjálfur, sem skipaði fyrsta sæti á listanum, næði kjöri. Árni komst sjálfur inn sem uppbótarþingmaður. Því stefna stuðningsmenn Árna að því að koma honum í öruggt sæti í kjördæmi sem hefur tryggt bakland framsóknarmanna. Tvö hafa verið nefnd, annað er Suðurkjördæmi, þar sem framsóknarmenn hafa löngum haft mikil ítök. Guðni Ágústsson var þar fyrsti maður á lista og hefur þar mikið persónufylgi. Á hæla hans var Hjálmar Árnason, sem ólíklegt er að muni vera gert að rýma sæti sitt fyrir Árna því hann hefur í erfiðum málum reynst formanninum haukur í horni sem formaður þingflokksins. Ítök í stjórnum hjálpa til Stuðningsmenn Árna horfa því hýrum augum til kjördæmis Sivjar, Suðvesturkjördæmis. Aðildarfélögin innan flokksins útnefna fulltrúa á flokksþing og kjördæmaþing. Á kjördæmaþingi er raðað á framboðslista. Ítök í stjórnum aðildarfélaganna hjálpa því til við að komast á framboðslista í kjördæminu en það er einmitt það sem átökin í Freyju nú á dögunum snerust um. Freyjan hefur verið orðuð við "hina óþægu" og er fyrrverandi formaður Freyjunnar, Una María Óskarsdóttir, sem var aðstoðarmaður Sivjar í umhverfisráðuneytinu, sögð vera í þeim hópi. Með því að taka yfir stjórn Freyjunnar með hjálp eiginkvenna sinna og vinkvenna þeirra, sem margar hverjar koma úr hvítasunnusöfnuðinum, náðu bræðurnir ítökum í aðildarfélagi sem áður var hliðhollt andstæðingum þeirra. Ber Siv þar hæst. Hrossakaup í Kópavogi "Óþæga liðið" í Kópavogi undirbjó mótleik fyrir aðalfund Félags ungra framsóknarmanna í Kópavogi á þriðjudagskvöld. Í stjórn sátu stuðningsmenn bræðranna og formaður var Einar Kristján Jónsson, bróðir Guðjóns Ólafs varaþingmanns. Andstæðingar þeirra hugðust taka yfir stjórnina og ná þannig til baka þeim fulltrúum flokksþings sem fylkingin hafði tapað við yfirtöku Freyjunnar. Smalað var um fjörutíu nýjum liðsmönnum svo þetta mætti takast, en áður en fundurinn hófst náðust sættir meðal fylkinganna. "Óþæga liðið", sem bæjarfulltrúinn Ómar Stefánsson var í fararbroddi fyrir, gerði samning við Pál Magnússon sem fundarmenn nefndu sumir "hrossakaup" á leið út af fundinum. Ómar fékk tvo fulltrúa í sjö manna stjórn, þar á meðal bróður sinn Jón Þorgrím Stefánsson, og ákveðinn fjölda fulltrúa á flokksþing. Spenna fyrir flokkþing Flokksþingið er það sem báðar fylkingarnar bíða spenntar eftir. Þar mun koma í ljós hverjir verða næstu leikir í valdataflinu sem mun þó ekki ná hámarki fyrr en á flokkþinginu að tveimur árum liðnum, árið 2007, þegar líklegt er að Halldór láti af formennsku. Halldórs-fylkingin er í nokkurri klemmu varðandi kjör til stjórnar. Til þess að styrkja stöðu Árna verður að reyna að koma annaðhvort Siv eða Guðna frá sem ritara og varaformanni. Líklegir fulltrúar á flokkþingi eru sagðir vera jafnmargir í hvorri fylkingunni og því þykir allt of áhættusamt að tefla Árna fram, hvort sem er gegn Siv eða Guðna, því ef hann tapar verða vonir hans um formannsembættið að tveimur árum að engu. Gætu teflt Valgerði fram Til þess að skáka "óþæga liðinu" og veikja stöðu Guðna og Sivjar verður "þæga liðið" að reyna að steypa öðru hvoru þeirra af stalli sem varaformanni og ritara. Þykir þar Valgerður Sverrisdóttir líklegust til árangurs enda er hún talin minna umdeild en Árni. Hún hefur jafnframt staðið lengi í fremstu línu í flokknum og var meðal annars fyrst kvenna til að gegna embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Valgerður gæti jafnframt starfað áfram sem varaformaður eða ritari við hlið Árna, takist honum að ná formannsstólnum á þarnæsta flokkþingi, eins og vonir hans standa til
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira