Nýtt varðskip á næsta ári 8. febrúar 2005 00:01 Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir björtustu vonir standa til þess að nýtt varðskip verði sjósett eftir eitt til eitt og hálft ár. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur falið Landhelgisgæslunni að kanna möguleika á nýjum skipa- og flugvélakosti miðað við þarfir Gæslunnar. Þrír menn fóru í gærmorgunn til Danmerkur og Noregs til að skoða þrjár tegundir af skipum. Georg segir helst vera horft til millistórra fjölnotaskipa með dráttar-, björgunar-, rannsóknar- og mengunarbúnaði. Sjálfur fer Georg ásamt einum skipherra gæslunnar á fund fulltrúa danska sjóhersins í Danmörku á morgun. Eins reiknar hann með að senda menn út til Þýskalands í næstu viku til að skoða tilboð þaðan. Nýtt skip segir hann kosta á bilinu einn og hálfan til tvo milljarða í kaupum en hann býst við nýtt skip yrði leigt. Leiga á slíku skipi í tíu ár gæti kostað um það bil það sama og kaupverðið en munur felst í að ekki þarf að leggja út fé eða taka lán fyrir skipinu heldur yrði leiga greidd með ákveðnu milli bili. Eins væri þá um að ræða minni skuldbindingu. Þá hefur Landhelgisgæslan verið að kanna með Flugfélagi Íslands hvort flötur sé á sameiginlegum flugrekstri en ljós er að Fokker flugvéla Gæslunnar á ekki meira en tvö ár eftir. Aðallega eru fjórar tegundir flugvéla til skoðunar, þær eru allar um þrjátíu sæta fjölnota vélar framleiddar frá árinu 1998 til 2002. Ódýrast vélin sem er til skoðunar er Fokker 50 vél en með þeim búnaði sem þarf kostar slík vél um átta hundruð milljónir, þar af er búnaður fyrir um sex hundruð milljónir. Hinar vélarnar sem eru af tegundinni Dash 8, CASA C-295 Persuader og Dornier 328 eru um helmingi dýrari en verð búnaðarins er svipað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir björtustu vonir standa til þess að nýtt varðskip verði sjósett eftir eitt til eitt og hálft ár. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur falið Landhelgisgæslunni að kanna möguleika á nýjum skipa- og flugvélakosti miðað við þarfir Gæslunnar. Þrír menn fóru í gærmorgunn til Danmerkur og Noregs til að skoða þrjár tegundir af skipum. Georg segir helst vera horft til millistórra fjölnotaskipa með dráttar-, björgunar-, rannsóknar- og mengunarbúnaði. Sjálfur fer Georg ásamt einum skipherra gæslunnar á fund fulltrúa danska sjóhersins í Danmörku á morgun. Eins reiknar hann með að senda menn út til Þýskalands í næstu viku til að skoða tilboð þaðan. Nýtt skip segir hann kosta á bilinu einn og hálfan til tvo milljarða í kaupum en hann býst við nýtt skip yrði leigt. Leiga á slíku skipi í tíu ár gæti kostað um það bil það sama og kaupverðið en munur felst í að ekki þarf að leggja út fé eða taka lán fyrir skipinu heldur yrði leiga greidd með ákveðnu milli bili. Eins væri þá um að ræða minni skuldbindingu. Þá hefur Landhelgisgæslan verið að kanna með Flugfélagi Íslands hvort flötur sé á sameiginlegum flugrekstri en ljós er að Fokker flugvéla Gæslunnar á ekki meira en tvö ár eftir. Aðallega eru fjórar tegundir flugvéla til skoðunar, þær eru allar um þrjátíu sæta fjölnota vélar framleiddar frá árinu 1998 til 2002. Ódýrast vélin sem er til skoðunar er Fokker 50 vél en með þeim búnaði sem þarf kostar slík vél um átta hundruð milljónir, þar af er búnaður fyrir um sex hundruð milljónir. Hinar vélarnar sem eru af tegundinni Dash 8, CASA C-295 Persuader og Dornier 328 eru um helmingi dýrari en verð búnaðarins er svipað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira