Hreint og klárt lögbrot 15. febrúar 2005 00:01 Aðbúnaður fanga í fangelsinu á Akureyri er hreint og klárt lögbrot, segir Margrét Frímannsdóttir alþingismaður. Hún vísaði í viðtali við Fréttablaðið í lög um fangelsi og fangavist, sem kvæðu skýrt á um rétt fanga til að stunda vinnu, fá heilbrigðisþjónustu og tiltekin aðbúnað, sem ekki væri til staðar í fangelsinu. Eins og fram kom í blaðinu í gær er ekki aðstaða til að bjóða föngum þar upp á neina vinnu. Aðstaða til heimsókna er engin. Útivistarsvæðið er lítið svæði umgirt fangelsisveggjum. Yfir það er strekkt vírnet. Margrét sagði, að aðstæður fanga í Akureyrarfangelsinu hefðu verið gagnrýndar í nokkur ár, en lítið hefði gerst. "Það sem er helst til bóta er, að nú höfum við fengið fangelsismálastjóra, sem lætur sig málin varða," sagði Margrét, sem hefur lengi barist fyrir því að málefni fanga yrðu færð til betri vegar. "Hann segir hlutina eins og þeir eru og berst fyrir úrbótum. En ég er alveg klár á því að ef engar útbætur verða í fangelsinu á Akureyri eða í öðrum fangelsum, þar sem sárlega skortir aukna geðheilbrigðisþjónustu og betri aðbúnað fanga, þannig að það standist kröfur þá höldum við ekki lengi í svo gott starfsfólk, sem við höfum nú. Það er mjög alvarlegur hlutur. " Margrét sagði að úrbótum í fangelsismálum hefði lítið miðað á undanförnum árum. Hún sagði enn fremur að afeitrunardeildin sem fyrirhuguð væri í nýju fangelsi á Hólsheiði væri nokkuð sem aðstandendur fanga hefðu barist fyrir um langa hríð. "Ef einstaklingurinn fengi meðferð um leið og hann hefur afplánun þá lágmarkar það hættuna á því að það sé sífellt verið að reyna að smygla lyfjum eða dópi inn í fangelsin, eins og fréttir berast af öðru hvoru. Sú forgangsröðun sem núverandi fangelsismálastjóri , Valtýr Sigurðsson, hefur sett upp gjörbreytir að mínu mati viðhorfi og baráttu fyrir úrbótum í fangelsismálum. Hann talar á nákvæmlega sama hátt og aðstandendur fanga, svo og þeir fáu sem láta sig málefni fanga varða." Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Aðbúnaður fanga í fangelsinu á Akureyri er hreint og klárt lögbrot, segir Margrét Frímannsdóttir alþingismaður. Hún vísaði í viðtali við Fréttablaðið í lög um fangelsi og fangavist, sem kvæðu skýrt á um rétt fanga til að stunda vinnu, fá heilbrigðisþjónustu og tiltekin aðbúnað, sem ekki væri til staðar í fangelsinu. Eins og fram kom í blaðinu í gær er ekki aðstaða til að bjóða föngum þar upp á neina vinnu. Aðstaða til heimsókna er engin. Útivistarsvæðið er lítið svæði umgirt fangelsisveggjum. Yfir það er strekkt vírnet. Margrét sagði, að aðstæður fanga í Akureyrarfangelsinu hefðu verið gagnrýndar í nokkur ár, en lítið hefði gerst. "Það sem er helst til bóta er, að nú höfum við fengið fangelsismálastjóra, sem lætur sig málin varða," sagði Margrét, sem hefur lengi barist fyrir því að málefni fanga yrðu færð til betri vegar. "Hann segir hlutina eins og þeir eru og berst fyrir úrbótum. En ég er alveg klár á því að ef engar útbætur verða í fangelsinu á Akureyri eða í öðrum fangelsum, þar sem sárlega skortir aukna geðheilbrigðisþjónustu og betri aðbúnað fanga, þannig að það standist kröfur þá höldum við ekki lengi í svo gott starfsfólk, sem við höfum nú. Það er mjög alvarlegur hlutur. " Margrét sagði að úrbótum í fangelsismálum hefði lítið miðað á undanförnum árum. Hún sagði enn fremur að afeitrunardeildin sem fyrirhuguð væri í nýju fangelsi á Hólsheiði væri nokkuð sem aðstandendur fanga hefðu barist fyrir um langa hríð. "Ef einstaklingurinn fengi meðferð um leið og hann hefur afplánun þá lágmarkar það hættuna á því að það sé sífellt verið að reyna að smygla lyfjum eða dópi inn í fangelsin, eins og fréttir berast af öðru hvoru. Sú forgangsröðun sem núverandi fangelsismálastjóri , Valtýr Sigurðsson, hefur sett upp gjörbreytir að mínu mati viðhorfi og baráttu fyrir úrbótum í fangelsismálum. Hann talar á nákvæmlega sama hátt og aðstandendur fanga, svo og þeir fáu sem láta sig málefni fanga varða."
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira