Upplýsingagjöf til skoðunar 20. febrúar 2005 00:01 Kauphöllin skoðar hvort rétt hafi verið staðið að upplýsingagjöf um lánshæfismat Íbúðalánasjóðs. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að skýrsla matsfyrirtækisins Standard og Poors hafi legið fyrir í heild sinni í nokkurn tíma áður en sjóðurinn sendi frá sér tilkynningu. Eftir á að hyggja hefði hún þó mátt vera ítarlegri. Matsfyrirtækið Standard og Poors hafði sett lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs á athugunarlista vegna óvissu um áframhaldandi ríkisstuðnings við sjóðinn. Matsfyrirtækið tilkynnti svo um miðja síðustu viku að sjóðurinn hefði verið tekinn af athugunarlista en horfurnar væru engu að síður neikvæðar. Íbúðalánasjóður sleppti því að taka fram athugasemdir sjóðsins um neikvæðar horfur í sinni útgáfu. Hallur Magnússon segir tímaskorti um að kenna og verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. Upplýsingarnar hafi legið fyrir í heild sinni á ensku gagnvart öllum helstu viðskiptakerfum heimsins. Í tilkynningu Íbúðalánasjóðs sagði einfaldlega að matsfyrirtækið hefði staðfest gott lánshæfismat sjóðsins. Talsmenn Íbúðalánasjóðs hafa sagt að fréttatilkynning sjóðsins í Kauphöll Íslands hefði getað verið ítarlegri. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, staðfestir að upplýsingagjöf sjóðsins til Kauphallarinnar sé til skoðunar þar. Verið sé að afla gagna og skýringa. Samtals voru greidd upp lán hjá Íbúðalánasjóði fyrir 70 milljarða á síðasta ári en í venjulegu ári eru greidd upp lán fyrir tíu til tólf milljarða. Hallur Magnússon segir að lánaumhverfið núna bjóði heim ákveðinni óvissu. Matsfyrirtækið hafi verið að staðfesta það og það komi ekki á óvart. Matsfyrirtækið staðfesti einfaldlega að það sé uppi óvissa og staðan geti breyst á næstu árum og það hefði verið óeðlilegt ef það hefði ekki verið tekið fram. Hallur segir að dregið hafi mikið úr uppgreiðslum. Ársreikningar sjóðsins verði birtir í lok vikunnar og þá komi skýrt fram hvernig sjóðurinn hafi brugðist við uppgreiðslum síðasta árs. Þá muni koma í ljós að staða Íbúðalánasjóðs sé sterk eins og talsmenn hans hafi haldið fram. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Kauphöllin skoðar hvort rétt hafi verið staðið að upplýsingagjöf um lánshæfismat Íbúðalánasjóðs. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að skýrsla matsfyrirtækisins Standard og Poors hafi legið fyrir í heild sinni í nokkurn tíma áður en sjóðurinn sendi frá sér tilkynningu. Eftir á að hyggja hefði hún þó mátt vera ítarlegri. Matsfyrirtækið Standard og Poors hafði sett lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs á athugunarlista vegna óvissu um áframhaldandi ríkisstuðnings við sjóðinn. Matsfyrirtækið tilkynnti svo um miðja síðustu viku að sjóðurinn hefði verið tekinn af athugunarlista en horfurnar væru engu að síður neikvæðar. Íbúðalánasjóður sleppti því að taka fram athugasemdir sjóðsins um neikvæðar horfur í sinni útgáfu. Hallur Magnússon segir tímaskorti um að kenna og verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. Upplýsingarnar hafi legið fyrir í heild sinni á ensku gagnvart öllum helstu viðskiptakerfum heimsins. Í tilkynningu Íbúðalánasjóðs sagði einfaldlega að matsfyrirtækið hefði staðfest gott lánshæfismat sjóðsins. Talsmenn Íbúðalánasjóðs hafa sagt að fréttatilkynning sjóðsins í Kauphöll Íslands hefði getað verið ítarlegri. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, staðfestir að upplýsingagjöf sjóðsins til Kauphallarinnar sé til skoðunar þar. Verið sé að afla gagna og skýringa. Samtals voru greidd upp lán hjá Íbúðalánasjóði fyrir 70 milljarða á síðasta ári en í venjulegu ári eru greidd upp lán fyrir tíu til tólf milljarða. Hallur Magnússon segir að lánaumhverfið núna bjóði heim ákveðinni óvissu. Matsfyrirtækið hafi verið að staðfesta það og það komi ekki á óvart. Matsfyrirtækið staðfesti einfaldlega að það sé uppi óvissa og staðan geti breyst á næstu árum og það hefði verið óeðlilegt ef það hefði ekki verið tekið fram. Hallur segir að dregið hafi mikið úr uppgreiðslum. Ársreikningar sjóðsins verði birtir í lok vikunnar og þá komi skýrt fram hvernig sjóðurinn hafi brugðist við uppgreiðslum síðasta árs. Þá muni koma í ljós að staða Íbúðalánasjóðs sé sterk eins og talsmenn hans hafi haldið fram.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira