Innlent

Nýtt kvenfélag framsóknar stofnað

Tvö félög framsóknarkvenna starfa nú í Kópavogi. Framsóknarfélagið Brynja var stofnað í gær af sextíu og einni konu sem gengu í Framsóknarfélagið Freyju, Félag framsóknarkvenna í Kópavogi, fyrir síðasta aðalfund félagsins. Hörð átök urðu á þeim fundi og var Una María Óskarsdóttir, varaformaður Freyju, felld úr stjórn félagsins. Aðalfundurinn var úrskurðaður ólöglegur þar sem láðst hafði að samþykkja breytingar á lögum félagsins fyrir fundinn. Nýja félagið, Brynja, hefur með formlegum hætti óskað eftir aðild að Framsóknarflokknum. Í yfirlýsingu stofnfundarins segir að markmiðið sé meðal annars að hvetja konur til þátttöku í stjórnmálum og að félagið muni beita sér fyrir auknu jafnrétti kynjanna og bættum hag íslenskra fjölskyldna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×