Lífið

Dáleiðir Eyjamenn og Akureyringa

Gengið hefur verið frá tveimur sýningum gríndávaldsins Sailesh í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Sailesh mun dáleiða og skemmta Eyjapeyjum og -pæjum þann 20. apríl í Höllinni og daginn eftir verður hann í Sjallanum. Miðasala á báðar þessar sýningar hefst mánudaginn 7. mars klukkan 13 og er aldurstakmark 18 ár.

Miðar á sýningu hans á Broadway sunnudaginn 17. apríl seldust upp í gær. Ósóttar pantanir verða seldar í verslunum Skífunnar frá klukkan 10 í dag. Ennþá eru nokkrir miðar lausir á seinni sýninguna, 18. apríl. Við þetta er að bæta að aðsókn á námskeið Sailesh þar sem hann hjálpar fólki að hætta að reykja og losa sig við aukakílóin hefur verið framar vonum. Þegar hefur selst upp á átta námskeið og nýlega var tveimur bætt við.

Sailesh kolféll fyrir landi og þjóð þegar hann sótti Ísland heim fyrst, í september síðastliðnum. Ætlar hann að dvelja hér í nokkra daga fyrir og eftir ráðgerðar sýningar og námskeið þrátt fyrir að vera afar upptekinn skemmtikraftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.